Wednesday, October 3, 2007
3:10 to Yuma - 2007
Mér finnst eins og það sé ár og öld síðan ég bloggaði hérna síðast og á endanum gat ég ekki haft þetta á samviskunni lengur. En já, fyrir u.þ.b. viku síðan skellti ég mér á þessa frábæru mynd 3:10 to Yuma. Ég bjóst við miklu af þessari mynd þar sem að Christian Bale, svalasti leikari í heimi, lék í henni (plús það að vel gerðir vestrar eru nánast alltaf skemmtilegir).
Myndin snýst aðallega í kringum tvo aðalkarakteranna: Ræningjaforningjann Ben Wade (Russel Crowe) og bóndann Dan Evans (Christian Bale). Hlutirnir atvikast þannig að Ben Wade, alræmdur skúrkur, næst og það á að flytja hann í alríkisfangelsið í Yuma en til þess þarf að koma honum í 3:10 lestina til Yuma. Þetta er þó ekki á nokkurn hátt auðvelt verk þar sem að gengið hans er tilbúið að gera hvað sem er til að frelsa hann. Dan flækist inn í þetta þannig að hann býðst til að hjálpa til við að fylgja Wade á lestarstöðina gegn því að lánardrottnarinn Hollander leysi hann undan skuld.
Ég vil helst ekki segja meira en þetta en myndir frábærlega skemmtileg. Töff og tilfinningaþrungin á sama tíma.
Hvað varðar tæknileg atriði þá er tónlistin algjörlega mögnuð. Fyrsta lagið í inngangsatriðinu er ótrúlega flott. Það eru nokkrir svona spanjólagítarar sem í aðalhlutverki. Þetta er samt mjög villandi lýsing. Þetta er ekki á nokkurn hátt spænskt eða mexicanstk eða neitt þetta er meira svona ambience dót spilað á gítar. Æji það er mjög erfitt að lýsa þessu en takið bara eftir laginu ef þið sjáið þessa mynd.
Þegar öllu er á botninn hvolft fannst mér þetta frábær mynd og ég sá ekkert eftir þessum 900 kalli.
Stigagjöf:
4/5
Subscribe to:
Posts (Atom)