Saturday, September 29, 2007

RIFF #3 - You, the living / XXY / Midnight movies

Ég hafði miklar væntingar til þessa kvölds. Fjórar bíómyndir sem mig langaði allar að sjá og hafði heyrt gott um flestar þeirra. Kvöldið byrjaði frábærlega en endaði með skelfingu.


18:00 - You, the living

Eftir að Siggi hafði talað um þessa mynd og þennan leikstjóra (Roy Anderson) fór ég á þessa mynd fullur eftirvæntingar. Í stuttu máli stóðst hún allar mínar væntingar. Myndin er í raun eins og langur sketsaþáttur. Í góðum skilningu. Fjöldamargar persónur koma fram í myndinni og sumar þeirra tengjast og sumar ekki. Myndin er vægast sagt ótrúlega fyndin, sem ég bjóst einmitt ekki við að hún væri. Ég var handviss um að ég væri að fara á eitthvað drama. Þrátt fyrir að vera pínulítið skrýtin og sagan ekki endilega neit rosalega sterk (enda var þetta svolítið eins og sketsaþáttur) voru kostir myndarinnar mun fleiri en ókostir hennar. Kvikmyndatakan og allt look á myndinni var frábært. Fær alveg stóra feita 10 fyrir það. Kvikmyndatakan sérstaklega. Það var mest notast við kyrrmyndir þ.e. myndavélin hreyfðist nánast aldrei og allt gerðist innan þessa ramma. Ég og Ingólfur töldum bara eitt skot þar sem myndavélin hreyfðist og þá ekkert rosalega mikið. Þetta deyjandi form kom virkilega vel út þarna. Það að hafa myndina þetta kyrra bauð upp á að setja hvert skot í rauninni eins og málverk þ.e. uppstillingin á öllu var alveg rosalega flott. Litirnir í myndinni voru líka rosalega flottir. Engir sterkir litir heldur allt einhvernvegin svona... æji ég veit það ekki alveg. Verðið eiginlega að sjá það.
Ég ætla að sleppa því alveg að skella stigum á þessa mynd þar sem að ég hef eiginlega aldrei séð svona bíómynd áður. Hún var allt öðruvísi en flest sem ég hef séð. Mæli hiklaust með þessari mynd!

-


20:00 - XXY

Ég vissi eiginlega ekki alveg hvað ég átti að halda þegar ég gekk inn á þessa mynd. Vissi í rauninni ekkert um hana nema að hún fjallaði um stelpu sem fæðist tvítóla. Já ég veit, þetta hljómar eins og þetta gæti alveg orðið fyndið. Útkoman varð allt önnur. Þetta er ein af betri myndum sem ég hef séð. Ég er ekki frá því að ég skelli henni á listann yfir myndir sem eru alveg við það að komast inn á Topp 10. XXY var á allan hátt virkilega vel leikinn og sagan alveg ótrúlega góð. Stelpan sem lék aðalkarakterinn Alex, Inés Efron, var alveg ótrúleg. Kornung og ótrúlega hæfileikarík. Einnig finnst mér vert að minna á leikarinn sem lék pabba hennar, Ricardo Darín, en hann sýndi frábæran leik. Þessi mynd kom mér alveg hrikalega mikið á óvart. Ég mæli hiklaust með henni. Þetta er hiklaust besta myndin sem ég hef séð á RIFF hingað til.

-


22:00 - Midnight Movies (The Tripper/Black Sheep)

Eftir frábært kvöld af bíómyndum byrjar skelfingin. Það var röð af leiðindaatburðum sem gjörsamlega eyðilögðu þessar myndir fyrir okkur. Svo ég fara í þetta í mjög, mjög stuttu máli var fólk sem stal sætunum okkar og þóttist hafa tekið þau frá og við enduðum þar af leiðandi í ömurlegum sætum. Meira að segja svo lélegum að við ákváðum að sitja frekar á ganginum. Eftir þetta vesen kom á svið hljómsveit sem ætlaði sér að spila lög úr gömlum hryllingsmyndum með brot úr þeim varpað á skjá bak við sig. Það heppnaðist nú ekki betur en svo að eftir 4 lög, 4 leiðinleg og illa spiluð lög, bilaði eitthvað hjá þeim og þeir fóru af sviði í 30 min til að reyna að lag það og komu svo aftur og spiluðu í 30 min í viðbót. Mikið óskaplega var þetta leiðinlegt. Guð minn góður hvað þetta var leiðinlegt. Þetta allt saman orsakaði síðan það að fyrsta myndin var ekki byrjuð fyrr en kl. 12 (átti að byrja 10) og ofan á það spiluðu þeir fyrst myndina sem okkur félagana langaði mun minna að sjá þ.e. The Tripper. Við vorum báðir orðnir þreyttir og virkilega pirraðir þannig við ákváðum að fara bara. Þetta var of mikið. Þetta er reyndar sýnt aftur næst föstudag. Það er aldrei að vita nema maður kíki þá því mig langar virkilega mikið að sjá Black Sheep en hún fjallar um zombie-kindur.


Tvær geðveikar myndir eru alveg nóg til að bæta upp fyrir þessi leiðindi þarna í endann svo að kvöldið var þegar öllu var á botninn hvolft mjög gott. Mæli hiklaust með báðum þessum myndum! Takk fyrir mig.

RIFF #2 - Girls Rock / Heima

Ég skellti mér á tvær alveg þrælgóðar myndir í gær, töluverð bæting síðan í fyrradag. Ég vona bara að restin af myndunum verði jafn góðar!


18:00 - Girls Rock

Í upphafi voru víst einhver vandræði með sýningarvélina þannig að Arne Johnson, annars leikstjóri myndarinnar, kom og var með smá Q&A og kynnti myndina aðeins. Hann virkaði sem mjög nettur gæji og ekki spillti fyrir að hann er hálf-íslenskur (gamla þjóðernisstoltið). En að myndinni. Þvílík endemis snilld. Ég hafði ákveðnar væntingar til þessarar myndar þar sem þetta var heimildarmynd um rokk-búðir fyrir stelpur á aldrinum 7-18 ára en þær eru haldnar eru einu sinni á ári í eina viku. Myndin snerist í kringum nokkrar misgamlar stelpur í búðunum og tekin voru viðtöl við foreldra þeirra. Stelpurnar koma allar úr mismunandi umhverfi t.d. er ein þeirra fyrrum 15 vandræða unglingur og ein lítil 7 ára prinsessa sem finnst að "outfittið" hennar þurfi að passa við lagið sem hún er að syngja (en er samt einn harðasti pönkari sem ég hef séð). Þegar komið er í búðirnar er skipt upp í hljómsveitir eftir tónlistarstefnum og svo bara talið í. Flestar hafa þessar stelpur aldrei snert hljóðfæri áður og byrja því algjörlega á grunninum. Þær fá síðan viku til að semja og æfa lag sem þær eiga að flytja á 800 manna tónleikum í enda vikunnar.
Það er þó sterkur undirtónn í myndinni sem kemur best fram í skotunum þar sem talað er við kennarana (sem eru margir úr frægum stelpna hljómsveitum eins og Sleater-Kinney og Gossip. En Arne sagði fyrir myndina að hann hefði einmitt fundið þetta rokk camp vegna þess að hann væri mikill aðdándi Sleater-Kinney og séð að þær væru að kenna þarna) og í textainnskotum sem koma fyrir á nokkrum stöðum í myndinni. Markmið búðanna er í raun að leyfa stelpum að vera stelpur og bara sletta úr klaufunum. Brjóta niður staðalímyndir á kvenmönnum og sýna stelpunum hvað steriótýpubritneyspears gellurnar eru leim og sýna þeim hvernig á að rokka. Stelpurnar fá t.d. að fara í svona sjálfsvarnartíma þarna og öskurkeppni.
Allt í allt fannst mér þetta frábær myndin með góðan boðskap og ég hvet alla til að fara á hana. Ég missti reyndar af Q&A eftir myndina því ég þurfti að hlaupa á næstu mynd en ég veit að Bóbó fór og talaði við kallinn, endilega tjékkið á því.

Stigagjöf:

4/5

-


20:00 - Heima

Það ætti kannski að taka það fram að ég mikill aðdáandi Sigur Rósar en þeir sem eru ekki mikið fyrir þá hafa ekkert að gera á þessa mynd. Mig er búið að langa að sjá þessa mynd í alveg ótrúlega langan tíma. Alveg síðan ég sat einmitt á tónleikum með þeim í Ásbyrgi sem voru einmitt lokatónleikarnir í þessari ferð. Mér fannst tónleikaröð Sigur Rósar um landið vera algjörlega einstakt fyrir hljómsveit af þeirri stærðargráðu og að spila á stöðum eins og Djúpuvík sem er nánast bara eyðibær bíður upp á alveg ótrúlega stemmningu. Sérstaklega fannst mér þó gaman að því þegar þeir spiluðu órafmagnað (og það var þó nokkuð um þannig senur í myndinni) á Gömlu borg á Selfossi og úti hjá eyðibýli á Vestfjörðum. Sjónrænt séð er þessi mynd alveg ótrúlega flott. Skoðið bara trailerinn hann sýnir fullt af þessum flottu skotum t.d. þegar þeir taka mynd aftur úr bát og aftur úr bíl á leiðinni yfir Skeiðarársand. Ég fór einmitt að velta því fyrir mér hvernig þeir geta haldið myndavélinni svona stöðugri. Getur einhver ykkar svarað því?



Það eina sem mér fannst að þessari mynd var að hún var á tímum, sérstaklega þó í byrjun, svolítið mikið svona náttúrurúnk. Það sem ég meina með því að það voru tilgangslaus skot af afturábak fossum og einhverju drasli. Þetta lagaðist reyndar þegar þeir voru lagðir af stað í tónleikaferðina sjálfa því þá komu brot úr sögu tilsvarandi bæjar og myndir úr nánast umhverfi. En kostir myndarinnar eru svo ótrúlega margir að þeir bæta alveg upp fyrir smávægileg mistök. Frábær mynd!

Stigagjöf:

4/5


Þegar hingað var komið fannst mér ég vera búinn að fá nóg og vildi enda á toppnum þannig ég sleppti Shotgun stories. Ég kíki örugglega á hana fljótlega. Annar dagur RIFF var frábær og ég vona að sá þriðji verði það líka! Við Ingólfur erum á leiðinni í Tjarnarbíó í eftirmiðdaginn að sjá: You, the living, XXY og Midnight Movies. Þetta verður örugglega helvíti erfitt á afturendann því ef ég man rétt þá eru sætin í Tjarnarbíói ekki þau þægilegustu. En maður lætur það ekki aftra sér í að upplifa frábærar kvikmyndir!

Friday, September 28, 2007

RIFF #1 - Híena (2007) + RIFF party


Ég ætla mér að blogga um allar myndir sem ég sé á RIFF, góðar og slæmar. Þessi mynd, Híena, fellur því miður (fyrir hana) í seinni dálkinn. Myndin var gjörsamlega vonlaus. Ég vil helst eyða sem fæstum orðum í þessa mynd en hún leið nokkuð mikið fyrir það að vera sýnd í stafrænum myndgæðum í 15 manna sal í Regnboganum. Gæðin á myndinni voru eins og ef maður hefði tengt skjávarpa við YouTube og hljóðið var fáránlegt. Ég veit reyndar ekki hvort það voru gæði hljóðsins sem voru að skíta á sig eða hljóðkerfið í salnum en allt hljómaði mjög "peek"-að og hljóðkerfið svona hvæsti á mann allan tímann. Fyrir utan allt þetta var sagan hundleiðinleg. Ég nenni ekki að skrifa þetta neitt nákvæmlega upp en ef þið viljið vita söguþráðinn getiði kíkt á bloggið hjá Arnari eða Sigga.

En að öðru og miklu betra. RIFF partí. Það má eiginlega segja að ég hafi verið alveg einstaklega pirraður á svona lélegri byrjun á RIFF sérstaklega í ljósi þess að ég hefði getað farið á Heima hefði ég keypt mér miða aðeins fyrr (ég fer á hana í kvöld þannig þetta er svosem allt í lagi). En á leiðinni heim berst mér símtal frá nokkrum vinum og vinkonum mínum sem segjast eiga aukamiða í RIFF partí í Johnson og Kaaber húsinu. Ég var nokkuð skeptískur á þetta í fyrstu enda ekki alveg í besta skapinu til að fara að vera innan um elítu kvikmyndabransans en eftir nokkra sannfæringu var ég tældur í þetta partí. Satt best að segja sé ég ekkert eftir því. Staðurinn var töff, munch-ið var geeeeðveikt (ótrúlega mikið af jamon og osti) og endalaust frítt áfengi. Þar sem að undirritaður er löghlýðinn prýðispiltur voru veigarnar alveg látnar í friði þetta kvöldið (enda á bíl). En þetta var bara helvíti gaman.

Í dag ætla ég að skella mér á a.m.k. tvær myndir, ef ekki þrjár. Ég á miða á bæði Girls Rock (kl. 18:00) og Heima (kl. 20:00) og er síðan að velta fyrir mér hvort ég eigi að skella mér á Shotgun Stories líka kl. 22:00. Er reyndar ekki alveg viss á því þar sem ég er með þrjár bíóferðir planaðar á morgun. En ég hlakka mikið til eftirmiðdegisins og kvöldsins. Nóg í bili.

Tuesday, September 25, 2007

Shoot ´em up - 2007


Það hefur oft komið mér vel að eiga kærustu sem vinnur í bíó og þegar á það er litið hafa flestir vinir mínir gagnast á því líka. Þetta gerir mér kleyft að sjá allskonar myndir sem ég veit að eru algjör "B-material" (ókeypis) en mig væri samt alveg til í að fara og sjá þó ekki væri nema útaf nachos með heitir ostasósu og kók. Ein af þessum myndum var Shoot ´em up. Ég vissi ekki nokkurn skapaðan hlut um þessa mynd nema það að aðalleikararnir voru töffarar og að Monica Belluci léki klæðalitla persónu. Ég gat samt alveg gert mér í hugarlund hvernig þessi mynd var, þ.e. út frá plagatinu. Þessi mynd var alveg nákvæmlega það sem ég hélt að hún yrði. Alveg ótrúlega "over-the-top" skot- og töffaramynd. Ég held að það hafi í alvörunni ekki liðið meira en svona 20 sekúndur áður en fyrsti gæjinn dó.

Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að karakter Clive Owens, Smith, dregst inní vafasama atburðarrás þar sem Paul Giamatti gengur manna fremst í því að reyna að drepa barn sem Clive Owen er alveg ótrúlega staðráðinn í að bjarga. Karakter Monicu Bellucci flækist inn í þetta líka á fáránlegan hátt og reyna Clive og Monica að komast að því afhverju Paul Giamatti og félagar eru svona staðráðnir í að drepa þetta barn. Inn í þetta blandast svona skrilljón henchmen, billjón skrilljón byssur og beinmergsrannsóknir (?).

Ég veit, þetta hljómar fáránlega. Og er það líka. Söguþráðurinn er líka í sjálfur sér algjört drasl en ég meina þessi mynd var aldrei gerð útaf honum. Hún var gerð til að láta Clive Owen slátra geðveikt mörgum (með gulrótum meira að segja) og sýna Monicu Bellucci í eggjandi klæðnaði. Þetta er svona ein af þessum myndum sem eru BARA gerðar afþreyingarinnar vegna og hún er bara nokkuð góð til síns brúks.

Tæknibrellur voru bara helvíti fínar og öll bardaga og skotatriði vel útfærð. Þó þessi mynd hafi kannski ekki verið ætluð fyrir óskarsverðlaunin þá er alveg greinilegt að þeir hafa ekki bara kastað til hendinni (enda Hollywood bíómynd).

Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að gefa þessari mynd einkunn. Á ég að dæma hana eftir því hvort mér fannst hún skemmtileg og góð afþreying eða sem "alvöru bíómynd". Þetta er samskonar spurning og flestir kvikmyndagagnrýnendur standa frammi fyrir þegar þeir horfa á myndir eins og t.d. Pirates of the Caribean. Ég satt best að segja bara veit það ekki. Mér fannst þetta fínasta skemmtun og poppið var alveg sérstaklega gott í Smárabíói þetta kvöldið þannig sem uppfylling á tíma mínum skorar þessi mynd alveg ágætlega bara. En aftur á móti er þessi bíómynd semi-drasl. Þannig ég hef ákveðið að sleppa bara stigagjöf á þessa mynd. En ég meina, ef ykkur langar í popp og kók og horfa á eitthvað sem tekur nákvæmlega ekkert ykkur þá er þetta ágætis mynd. Fáránleg, en ágæt.

Tuesday, September 18, 2007

Topp 10 (Hluti III) - Fear and loathing in Las Vegas - 1998


Það er orðið alveg ótrúlega langt síðan ég sá þessa mynd fyrst. Mig minnir að bróðir minn hafi sýnt mér hana eitthvað í kringum árið 2000 og þá var hún þegar orðin einhverskonar cult mynd í MH. Vitanlega skildi ég ekkert hvað var í gangi fyrst þegar ég sá hana því að svo ótrúlega mörgu leiti er þessi mynd fáránleg. En það er alltaf eitthvað við þess mynd sem mér finnst svo geðveikt.

Myndin fjallar um ferðalang blaðamannsins Raoul Duke og "lögfræðings" hans Dr. Gonzo inn í eyðimörk Nevada fylkis til þess að fylgjast með kappakstri. Það er allavega ástæðan fyrir að þeir félagar fara til Las Vegas en myndin í sjálfu sér snýst ekki á nokkurn hátt um þetta. Þessir menn eru nefnilega með svolítið annað í huga. Mæli með því að þið horfið á þetta upphafsatriði hérna (ég lofa að það skemmir ekki myndina á nokkurn hátt)



(takið eftir Toby Maguire í enda clip-unnar)

Aðalhlutverkin í myndinni eru leikin af Johnny Depp (Raoul) og Benicio del Toro (Gonzo). Báðir túlka sín hlutverk snilldarlega en ég verð að viðurkenna að Johnny Depp á ekkert minna skilið en óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd. Hann er, afsakið orðbragðið, fokking geðveikur! Eftir að ég sá þessa mynd ákvað ég að sjá allar þær Johnny Depp myndir sem ég hef komist í. Ég hef reyndar ekki klárað þetta ætlunarverk ennþá en ég hef séð ansi margar. Eins og ég minntist á áðan leikur Toby Maguire lítið hlutverk í þessari mynd. Það eru svosem alveg fullt af þekktum leikurum þarna en þeir leika allir tiltölulega lítil hlutverk. Helst ber kannski að nefna Christinu Ricci, Gary Busey og Cameron Diaz.

Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Hunter S. Thompson upphafsmann svokallaðrar Gonzo blaðamennsku. Gonzo blaðamennskan gengur út á það að blaðamaðurinn sökkvir sér svo algjörlega í það sem hann er að skrifa um að hann sjálfur verður aðalpersónan í umfjölluninni, ergo, karakter Johnny Depps í þessari mynd er í alvörunni Hunter S. Thompson. Þetta kemur einmitt mjög skýrt fram í myndinni (sem er eitt af því sem mér finnst gera hana svona frábæra) í þessu atriði:

Raoul Duke: [Beginning to narrate the "Jefferson Airplane" hallucination] There I was...
[Seeing the actual Hunter S. Thompson sitting in the scene]
Raoul Duke: Mother of God, there I am! Holy fuck...

Myndin er uppfull af svona línum.

Tæknileg atriði:
Myndatakan er mjög fín. Hún er kannski ekkert sérstaklega frumleg eða listræn en hún gerir nákvæmlega það sem hún þarf að gera. Enda bíður þessi mynd ekki upp á neinar gloríur í sambandi við myndatöku.
Tónlistin er algjörlega frábær. Ég held að það hafi ekki verið samin nein tónlist fyrir þessa mynd en uppistaðan í soundtrackinu eru lög frá 7. áratugnum. Jefferson Airplane, Bob Dylan og fleira gott er spilað.


Þó svo að þessi mynd/bók sé í raun eitt risastórt skrall hjá þeim félögum er ljóst að Hunter S. Thompson var mjög þjakaður maður. Það eru einmitt bara rétt rúm tvö ár síðan hann tók sitt eigið líf, 67 ára að aldri. Lögreglan sem rannsakaði málið sagði þetta hafi ekki verið skyndiákvörðun heldur vel ígrundað. Hann sendi meira að segja konu sinni sjálfsmorðsbréf fjórum dögum áður en hann tók sitt eigið líf. Bréfið hét "Football season is over" og var svohljóðandi:

"No More Games. No More Bombs. No More Walking. No More Fun. No More Swimming. 67. That is 17 years past 50. 17 more than I needed or wanted. Boring. I am always bitchy. No Fun — for anybody. 67. You are getting Greedy. Act your old age. Relax — This won't hurt"

Hunter S. Thompson var sérstakur rithöfundur og karakter en einnig einn af þeim allra bestu. Ég mæli með að fólk kynni sér bækurnar hans og þá sérstaklega Fear and loathing in Las Vegas og Rum diary. En Johnny Depp er einmitt að leika í mynd sem gerð er eftir Rum Diary, þeir voru einmitt miklir vinir og Johnny Depp hélt meira að segja ræðu í jarðarför Thompsons. En ég mæli með þessari mynd fyrir alla þá sem hafa gaman af virkilega fyndnum og skemmtilegu bíómyndum og þola smá sýru.

Stigagjöf:

5/5

Skemmtilegar setningar úr myndinni

[watching Dr. Gonzo leave]
Raoul Duke: There he goes. One of God's own prototypes. A high-powered mutant of some kind never even considered for mass production. Too weird to live, and too rare to die.

Veðramót


Mig langaði að bíða með þessa færslu þangað til Guðný kom í tímann í dag. Fyrst við höfðum tækifæri til að hlusta á hana tala um myndina fannst mér viðeigandi að geyma þessa færslu þangað til þá. Guðný kom mjög vel fyrir og svaraði öllum spurningum vel og virtist ekki leiðast að vera þarna. Hafði mikið gaman af þessi heimsókn.

En að myndinni. Það verður eiginlega að viðurkennast að þetta er örugglega ein af bestu íslensku kvikmyndum sem ég hef séð. Ég fór reyndar inn í salinn með væntingarnar í núlli því að trailerinn fyrir myndina hafði vægast sagt letjandi áhrif á mann. Ég get ekki gert mér í hugarlund hver maðurinn sem gerði þennan trailer var að bara með hann, alveg einstaklega óspennandi og óheillandi. En já, ég fór með væntingarnar í núlli og hún kom mér skemmtilega á óvart. Fyrstu 10 mínúturnar lofuðu reyndar ekki mjög góðu, Helgi Björns að vera Helgi Björns og mamma Selmu var alveg ein skelfileg leikkona. En eftir að Selma kemur á Veðramót gjörbyltist myndin. Breki, Arnmundur, Ugla, Jörundur og Hera standa sig öll með prýði og voru eiginlega betri en ég þorði að vona. Hilmir Snær skilaði solid frammistöðu eins og alltaf og Atli Rafn stóð sig einnig með prýði.

Tónlistin var svo sem ekkert alltof spennandi en passi mjög vel í þetta umhverfi.

Kvikmyndatakan var fín bara. Verð reyndar að viðurkenna að ég tók ekki sérstaklega eftir þessu skoti í endann sem Bóbó spurði um. Gerði bara ráð fyrir að þetta hefði átt að vera svona.


Allt í allt bara mjög fín mynd. Bara helvíti góð. Maður náði að tengjast karakterunum mjög vel og sagan var það sterk að manni var svona nánast sama um einstaka feil hér og þar.


Stigagjöf:


3,5/5

Sunday, September 16, 2007

Pæling um stef í kvikmyndum


Mér finnst það í rauninni alveg magnað hversu mikil áhrif einföld stef geta haft á bíómynd. Jafnvel stef sem eru ekki nema ein eða tvær nótur geta byggt upp magnað andrúmsloft og geta gert mann bæði skíthræddan og grætt mann. Þessi tækni er auðvitað miklu meira notuð í hryllings- og spennumyndum þar sem þörf er að á að byggja upp spennu. Svona stef einskorðast þó ekki aðeins við þannig myndir. Máli mínu til stuðnings langar mig að minnast á nokkur slík stef, aðallega úr hryllingsmyndum þó.

Tökum sem dæmi aðalstefið í Jaws. Það er aðeins tvær nótur sem verða alltaf hraðari og hraðari. Það getur ekki nokkur maður sagt mér að hann hafi ekki verið skíthræddur við það eitt að blanda saman þessu stefi og risastórum hákarli og ég þori að veðja að þetta stef kemur upp í huga margra þegar þeir hugsa um að hákarl að ráðast á eitthvað.

Hér er stefið: (í fáránlegri útgáfu reyndar, tjékkið bara á fystu sekúndunum)

http://www.radioblogclub.com/open/112476/jaws/Jaws

Annað dæmi úr mynd sem ég rifjaði einmitt um síðustu helgi en það er John Carpenter myndin The thing. Ég reyndar vissi ekki ekki fyrr en ég sá creditið í byrjun myndarinnar að Ennio Morricone hafi séð um tónlistina í henni. En allavega, í þessari mynd er verið að vinna með svipaðar pælingar og í Jaws, ótrúlega einföld stef. Stefið mig langar að tala um kemur fram á ýmsum stöðum í myndinni t.d. í byrjuninni þegar Kurt Russel og félagar fara að kanna norsku rannsóknarstöðina og í atriðinu þar sem þeir eru að gera blóðprufuna (sem er svona by the by eitt mest spennandi atriði sem ég man eftir, þið sem hafið séð þessa mynd hljótið að vera sammála mér). Stefið er í raun bara einn tónn og trommusláttur undir. Kemur svona eins og taktfast bank eða "thud" en nær á einhvern hátt sem mér er ómögulegt að útskýra að byggja upp alveg ótrúlega spennu. Ég fór reyndar að pæla í því eftir á að það er kannski ekki bankið sjálft sem er svona ógnvekjandi heldur þögnin á milli þeirra. Ég veit reyndar ekki alveg hvert ég er að fara með þá pælingu en það er oft raunin að þögn gerir meira en hávaði.

Það er ein mynd í viðbót sem mig langar að minnast á og það er 28 days later. Mér persónulega finnst þetta klikkuð mynd og get hiklaust sagt að þetta sé ein af allra, allra bestu zombie myndum sem ég hef séð. Þeir sem hafa séð þessa mynd muna eflaust eftir stefinu sem er í gangi þegar aðalkarakterinn vaknar einn á sjúkrahúsi í London og fer að rölta um borgina. Þetta er lag með hljómsveitinni Godspeed you! black emperor (sem er einmitt uppáhaldshljómsveitin mín) sem heitir East Hastings. Eins og í Jaws er þetta stef sem verður alltaf hraðara og hraðara og hækka með hverri endurtekningu. Þetta lag var reyndar ekki samið fyrir bíómynd heldur kom út á fyrsta disk þessarar hljómsveitar en það passar alveg ótrúlega vel í einmitt þessa senu. Mæli með að þið tjékkið á þessu lagi og þessari hljómsveit. Ég held meira að segja að Godspeed eigi fleiri lög en þetta eina í 28 days later en ég þori ekki alveg að fara með það.

Hérna er lagið:

http://www.radioblogclub.com/open/65249/east_hastings/Godspeed%20You%20Black%20Emperor%20-%20East%20Hastings

Það gæti verið að komi með framhald af þessari grein einhvertíman seinna eða þá grein um eitthvað annað sem tengist hljóði í kvikmyndum en læt þetta duga í bili.

Saturday, September 15, 2007

Topp 10 (Hluti II) - El laberinto del Fauno - 2007


Það má í raun líta á þessa færslu bæði sem færslu um bíómynd sem ég er nýbúinn að sjá (því ég horfði á hana í 4. skiptið um daginn) og sem hluta af þessari Topp 10 seríu.

Þessi mynd, sem er eftir Guillermo del Toro þann sama og gerði Hellboy, er alveg yndisleg. Það er svo ótrúlega margt við þessa mynd sem gerir hana frábæra. Allt virðist smella saman fullkomlega. Hljóðið, myndatakan, leikurinn og þemun virka öll svo ótrúlega vel og ná að kalla fram alveg ótrúlega nálægt við persónurnar og skapa trúlegt andrúmsloft. Ég er nú yfirleitt hrifnari af umsögnum sem eru ekki kaflaskiptar en mér finnst það eiginlega alveg nauðsynlegt ákkurat núna. En byrjum á smá samantekt.

Myndin gerist á Spáni á síðstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún fjallar um litla stelpu, Ofeliu, sem flyst ásamt móður sinni til foringja í spænska hernum (Capitán Vidal) eftir að faðir hennar deyr í stríðinu. Móðir Ofeliu er ófrísk og veikburða og það er greinilegt að það er engin ást á milli hennar á Capitán Vidal en hún gerir það sem hún þarf til að halda sér og dóttir sinni öruggum. Ofelia þráir að flýja hversdagsleikann og sekkur sér ofan í ýmiskonar ævintýrabækur. Sögusvið myndarinnar er sveitahús Vidals, þar sem hann og hans menn reyna að uppræta "guerilla" hóp sem eru andsnúnir Franco, og völundarhúsið sem er þar rétt hjá. Inn í þennan raunveruleika blandast síðan saga af prinsessunni Monana og endurkomu hennar. Þeirri sögu er eiginlega best lýst í upphafsorðum myndirinnar:

A long time ago, in the underground realm, where there are no lies or pain, there lived a Princess who dreamed of the human world. She dreamed of blue skies, soft breeze, and sunshine. One day, eluding her keepers, the Princess escaped. Once outside, the brightness blinded her and erased every trace of the past from her memory. She forgot who she was and where she came from. Her body suffered cold, sickness, and pain. Eventually, she died. However, her father, the King, always knew that the Princess' soul would return, perhaps in another body, in another place, at another time. And he would wait for her, until he drew his last breath, until the world stopped turning...



Hljóðið
Ég verð að viðurkenna. Ég er algjör nöll þegar kemur að hljóði og lögum í bíómyndum. Allt hljóð í þessari mynd færi toppeinkunn frá mér. Öll frumsömdu lögin í henni eru gull falleg og ambience hljóðin eru geðveik! Svo ég nefni dæmi: (fyrir þá sem hafa ekki séð myndina breytir þetta nánast engu þannig ekki hætta að lesa hér) Í byrjun myndarinnar þegar mæðgurnar eru á leið sinni til Capitán Vidal í hestvagninum þá er "aðalstefið" í myndinni undir. Það minnir svolítið á einhverskonar vögguvísu, rosalega angurvært og fallegt, spilað af einhverri lítilli sinfóníusveit. Svo þegar þær stoppa og Ofelia fer út og setur brotið úr styttunni aftur á réttan stað þá kemur nákvæmlega sama stef nema spilað mjög djúpt á kontrabassa svo að merking stefis breytist gjörsamlega úr því að vera fallegt yfir í að vera drungalegt. Guillermo er að vinna rosalega mikið með svona pælingar í myndinni sem mér finnst frábært. Svo ég segi líka eina setningu um ambience hljóðin í myndinni vil ég bara að þegar þið horfið á myndina að þið takið eftir hljóðunum í Fáninum þegar hann birtist fyrst -bæði hljóðunum í honum sjáfum og röddinni. Engra frekari útskýringa verður þörf þá.


Myndatakan
Myndatakan eins og allt annað í þessari mynd er frábær. Það er einhverskonar blá birta yfir öllu því sem á að gerast í "raunveruleikanum" og einhverskonar græn birta yfir öllu sem gerist í "fantasíu-heiminum". Þetta er ekki eitthvað sem þú tekur eftir í fyrsta skiptið sem þú horfir á myndina en kemur alveg ótrúlega vel út samt sem áður.
Það er allt morandi í ótrúlega flottum og frumlegum skotum í þessari mynd. Til dæmis má nefna öll atriðin sem gerist í og í kringum völundarhúsið sem er í fyrsta lagi ótrúlega vel gert (þ.e. völundarhúsið) og í öðru lagi gerir lýsingin andrúmslofið alveg ótrúlega magnþrungið.


Leikurinn
Leikarar myndarinnar standa sig allir með prýði. Ivana Baquero stendur sig frábærlega sem Ofelia og Sergi López leikur hinn grimma Capitán Vidal glæsilega. Þó fannst mér Ivana nánast vinna leiksigur í þessari mynd. Einhverstaðar las ég að Guillermo del Toro hafi upphaflega skrifað hlutverk hennar fyrir mun yngri stelpu en eftir að Ivana stóð sig alveg einstaklega vel í áheyrnarprufunni ákvað hann að aðlaga hlutverkið að henni.
Svo finnst mér vert að minnast á mann að nafni Doug Jones sem lék tvö hlutverk í myndinni og í hvorugu þeirra sést nokkuð í hann sjálfan en skilar þeim báðum frábærlega.



Það sem mér fannst gera þessa mynd svona frábæra, fyrir utan allt sem ég nú þegar búinn að telja upp, var í rauninni það hversu ótrúlega raunverulegt raunverulegi hlutinn af henni var og hversu ótrúlega trúlegur allur yfirnáttúruleikinn var.

Ég mæli með að þið reddið ykkur þessari mynd sem fyrst. Þið munuð elska´na!


Stjörnugjöf:

5/5

Stuttmyndamaraþon


Enginn okkar hafði hugmynd um að við ættum að sækja myndavélina í fyrstu tveim tímunum á mánudaginn en sem betur fer lukkuðust hlutirnir þannig að þegar ég mætti í skólann höfði Ari og Ingólfur náð í myndavélina á einhvern undraverðan hátt. Restin af skóladeginum var svo sem ekki frásögur færandi og það var ekki fyrr en ég og Arnar skrópuðum í Sálfræði (til þess að gera myndina auðvitað) sem að hlutirnir fóru að gerast.

Eftir að hafa fengið okkur í gogginn á Serrano fórum við heim til Ingólfs og eyddum þar u.þ.b. klukkutíma í að skoða myndavélina og semja svona gróft uppkast að handriti. Málið var að við vorum komnir með klikkaða hugmynd að stuttmynd en þar sem að það var rigning daginn sem við tókum upp ákváðum við að salta hana, í bili allavega. Svo að handritið var svona eiginlega samið jafnóðum. Það virtist þó ekki koma niður á frammistöðu leikara eða "cameru"-gæja. Ég vil nú hafa sem fæst orð um það hvers eðlis þessi mynd er, enda algjör óþarfi þar sem að hún verður sýnd á mánudaginn (eða hvað?).

Aðalhlutverkin í myndinni léku Arnar, Ingólfur og Ari - ergo - ég var mest á camerunni. Eftir að hafa skoðað hana nokkuð gaumgæfilega og gert nokkrar prufur ákváðum við bara að demba okkur í djúpu laugina. Við notuðum engan þrífót, þar sem hann var ekki til staðar. Við söknuðum hans ekkert sérstaklega en hann hefði þó óneitanlega verið þægilegur. Við ákváðum í sameiningu að vera ekkert að pæla í manual focusnum þar sem að við höfum rosalega takmarkaðann tíma og máttum ekki klippa í tölvu. Svo auto-focusinn var á allan tímann. Ég held að það hafi ekki komið mikið að sök þar sem myndin var mest megnis skotin inni. Við vorum samt aðeins að leika okkur með hljóðpælingar t.d. að skipta á milli 32Hz og 48Hz og mic-staðsetningar. All-in-all held ég að þetta hafi bara komið ágætlega út.

Ég held að ég tali fyrir alla í mínum hóp þegar ég segi að þetta hafi verið einstaklega skemmtilegt og fræðandi. Þrátt fyrir að vera alveg einstaklega tímafrekt (það tók okkur u.þ.b. 6 klst að taka upp 6 mín. af myndefni og svo 1,5 klst að dub-a hljóð yfir) sá enginn okkar eftir tímanum sem við eyddum í þetta.

Ég hlakka bara til að gera næstu!

Sunday, September 9, 2007

Rétt aðeins um Topp 10 listann (Hluti I)

Sælir félagar,

Mig langar rétt aðeins að segja frá Topp 10 listanum mínum. Í fyrsta lagi er það nánast glæpur gegn mannkyninu að maður þurfi að njörva allar bestu myndir sem maður hefur séð niður í aðeins 10 sæta lista. I öðru lagi er mér gjörsamlega ómögulegt að númera þessar 10 myndir. Svo að röð myndann skiptir nákvæmlega engu máli. Ég hef tekið ákvörðun um að fjalla um svona 1-2 myndir af listanum í hverri færslu sem tengist honum en áður en ég get gert það finnst mér ég vera knúinn til að skrifa niður nokkrar myndir sem voru alveg við það að komast inn á listann.

Alveg við barminn:

Das leben der anderen
Lion King
Crouching tiger, hidden dragon
Planet terror
Se7en
Resavoir dogs
Edward Scissorhands
Nightmare before Christmas
City of god
The Prestige
Children of men
Shawshank Redemption
Mystic river
Batman Begins
The Shining
Clockwork Orange
American Beauty
Lost in translation
The Thing
Vanilla Sky
Brokeback Mountain
Kill Bill I & II
From dusk till dawn
Vincent
Eternal sunshine of the spotless mind
Being John Malkovich

(er bókað að gleyma einhverjum)


En aftur að listanum:


1. Big Fish

Þetta meistarastykki bjó hinn frábæri Tim Burton til árið 2003. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Burtons en ekkert að verkum hans hefur snert mig á sama hátt og þessi mynd. Fyrst þegar ég sá þessa mynd fannst mér hún ekkert eiga í myndir eins og Edward Scissorhands eða Nightmare before Christmas og það var ekki fyrr ég eignaðist myndina á DVD sem ég skildi fyrst virkilega hvað þessi mynd er frábær. Eins og allar myndir Burtons er útlitið á henni algjörlega einstakt og öll samtöl frábær. Sagan fjallar um samband feðganna Ed Bloom og Will Bloom sem leikir eru af Ewan McGregor (Ed yngri), Albert Finney (Ed eldri) og Billy Cudrup (Will). Will er þreyttur á sögunum/lygunum sem faðir hans reytir af sér um yngri ár sín en þegar faðir hans veikist reynir Will hvað hann getur til að komast að því hver faðir hans er í rauninni, hvað var lygi og hvað ekki.
Myndin byggist mest megnis á afturlitum Ed eldri og svo skotum í "núið" þar sem hann liggur rúmfastur. Allir leikararnir í myndinni standa sig með sóma en helst ber að nefna frábæra frammistöðu Ewan McGregors og Albert Finneys sem Ed, Steve Buscemis sem glataða skáldið Nother Windslow og Helena Bonham Carters sem Jenny.
Þær eru ekki margar myndirnar sem ég hef virkilega fellt gleðitár yfir en lokaatriðið í þessari mynd er alveg rosalegt. Ég mæli með að þið skellið ykkur strax út á vídjóleigu


Skemmtilegar setningar úr myndinni:

Senior Ed Bloom: You are in for a surprise.
Will Bloom: Am I?
Senior Ed Bloom: Havin' a kid changes everything. There's burping, the midnight feeding, and the changing.
Will Bloom: You do any of that?
Senior Ed Bloom: No. But I hear it's terrible. Then you spend years trying to corrupt and mislead this child, fill his head with nonsense, and still it turns out perfectly fine.
Will Bloom: You think I'm up for it?
Senior Ed Bloom: You learned from the best.


Í næsta hluta:
2. Fear and loathing in Las Vegas
3. El labirinto del Fauno

Saturday, September 8, 2007

Das leben der anderen (The life of others) - 2006


Þetta er mynd sem ég er búinn að ætla sjá alveg síðan hún hlaut óskarverðlaun fyrir "bestu mynd sem ekki er á ensku". Einhvernvegin var ég samt aldrei búinn að hafa mig út í horfa á hana. Það var ekki fyrr en kærastan mín var búin að nauða í mér í nánast hálft ár sem ég loksins drattaðist til að sjá þessa mynd.

Það lýsir þessari mynd eiginlega best að hún var ein af þeim myndum sem voru alveg við það komast inn á Topp 10 listann minn.

Myndin gerist í Þýskalandi á nokkurra ára tímabili áður en Berlínarmúrinn féll. Stasi lögreglan er allsráðandi í Austur-Þýskalandi og á meðan íbúar Vestur-Þýskalands lifa frekar eðlilegu lífi býr Austur-Þýskaland við kúgun og ritskoðun. Ég ákvað að lesa mér til um Stasi lögregluna eftir að ég horfði á þessa mynd og komst að því að það sem kom fram í myndinni voru engar ýkjur. Þúsundir manna og kvenna voru undir stöðugu eftirliti. Hljóðnemar í íbúðunum og myndavélar eru bara tvö dæmi af ótrúlega mörgum sem Stasi notaði til að fylgjast með “óvinum yfirvaldsins”. Það sem mér fannst reyndar ógnvænlegast við þetta allt saman var það að það var engin leið að vita hver var í Stasi og hver ekki. Þeir hótuðu fólki bara til að vinna með þeim. Dæmi voru um að börn væru tekin inn í Stasi til þess eins að koma upp um foreldra sína.

En aftur að myndinni. Ulrich Mühe stendur sig frábærlega sem Wiesler, foringi í Stasi lögreglunni en hann ákveður að taka að sér að líta eftir leikritaskáldinu Dreyman, sem grunaður er um að vera tengdur Vestur-Þýskalandi.
Reyndar má eiginlega bara ausa lofi yfir alla leikarana í þessari myndi. Þeir eru allir frábærir. Martina Gedeck leikur ástkonu Dreyman og túlkar hlutverk sem útskúfuð leikkona (Stasi ákváðu bara að hún mætti aldrei leika aftur á sviði vegna sambands hennar við Dreyman) og verkjalyfjasjúklingar alveg einstaklega vel.
“Look”-ið á myndinni er líka eitthvað sem vert er að hrósa. Allt er rosalega grátt og ömurlegt og þessi yfirþyrmandi tilfinning um það sé alltaf einhver að fylgjast með þér skilaði sér alveg ótrúlega vel.

Ekki gera sömu mistök og ég. Haupið út í búð og kaupið ykkur þessa mynd því hún er algjört meistaraverk!


Stigagjöf:

5/5

Tuesday, September 4, 2007

Transformers - 2007

Sælir,

Ákvað að bomba inn einni stuttri færslu um Transformers. Við Ingólfur skelltum okkur á hana núna klukkan 22:40. Þvílíkt og annað eins hef ég bara sjaldan séð. Tæknibrellurnar voru solid, sagan var solid og epíkin maður .. fokking epíkin. Þetta var alltof alltof geðveikt. Sérstaklega fyrir gamla Transformers aðdáendur á við mig og Bóbó.

Fyrir þá sem ekki vita fjallar myndin um baráttu tveggja geimvélmenna-gengja: Auto Bots og Decepticons sem undir handleiðslu foringja sinna: Optimus Prime og Megatron berjast um að vera fyrstir að finna "the allspark" ... æji fokk itt .. farið bara og sjáið þessa mynd. Sjáið hana helst í bíó líka því þetta er algjör upplifun.

Það sem mér fannst þó best við þessa mynd var að hún datt aldrei í væmna ameríska sjittið. Ég hoppaði næstum því úr sætinu sem þeir "eyðilögðu" eina atriðið sem bauð upp á slíka þvælu.

En allavega, ég geri kannski betri færslu um þess mynd einhvertíman í vikunni en ég bara varð að koma einhverju frá mér núna.



Stigagjöf:

4/5 (já hún er svona fokking góð)

Monday, September 3, 2007

Astrópía -2007

Ég einmitt lenti í þeirri skelfingu, daginn sem hópferðin á Astrópíu var, að það var uppselt. Eins mikið og það fór í taugarnar á mér, því mig langaði virkilega mikið að sjá þessa mynd, þá lét ég það nú ekki eyðileggja fyrir mér daginn. Það var ekki fyrr en núna á Laugardaginn sem ég og þeir sem höfðu komið að lokuðum dyrum í Kringlunni skelltum okkur á Astrópíu.

Ég verð eiginlega að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Kannski vegna þess að ég hafði nákvæmlega engar væntingar fyrir þessa mynd. Ég tek nefnilega öllum íslenskum kvikmyndum með miklum fyrirvara. Við Ingólfur Halldórsson lentum einmitt í samræðum eftir myndina um hvort að það væri rétt hjá mér að fara á íslenskar bíómyndir með það í huga að þær muni alltaf vera vandræðalegar og kjánalegar. Hans skoðun var sú að Íslendingar ættu ekki að hafa neina forgjöf í þessu sambandi. Sem auðvitað rétt hjá honum. En þessi skoðun mín er bein afleiðing af því að hafa séð of margar asnalega íslenskar bíómyndir. Ég man meira að segja eftir mjög fáum íslenskum bíómyndum sem ég hef ekki fengið kjánahroll yfir. Reyndar dettur mér bara ein í hug og það er Englar Alheimsins. Það er hugsanlega eina íslenska bíómyndin sem ég hef séð sem mér fannst virkilega, virkilega góð.

En aftur að myndinni sjálfri. Hún var fín. Bara mjög fín meira að segja. Auðvitað voru slagsmálaatriðin kjánaleg og Ragnhildur Steinunn átti það til að breytast í verstu leikkonu í heimi þegar á leikhæfileika hennar reyndi, en svona all-in-all var þetta helvíti fín afþreying.
Sérstaklega fannst mér þó skemmtileg atriðin sem gerðust í sjálfri búðinni. Pétur Jóhann og Sverrir voru bara helvíti fínir og "Die video Die" brandarinn fannst mér frábær. Ragnhildur naut sín eiginlega best þegar hún lék á móti þeim.
Atriðin sem gerðust í D&D heiminum voru bara allt í lagi og eiginlega betri en ég þorði að vona. Þau lúkkuðu bara nokkuð vel.

Það sem mér fannst helst vanta upp á myndina var að hún var í rauninni ekki neitt. Það sem að ég á við er að þarna er maður með tvær sögur í gangi, annars vegar fantasíu-heiminn og síðan raunveruleikann. Hvorug þeirra hafi nokkur áhrif á mig. Chemestry-ið á milli Hildar og Dags var í algjöru núlli og það vantaði alla epík í fantasíu-senurnar. Þannig þarna ertu með tvær sögur sem í raunninni skilja ekkert eftir sig. En jæja, það eru svo sem engir atvinnuleikarar í þessari mynd. Enginn Hilmir Snær eða Ingvar E. og það var kannski helsti löstur myndarinnar. Þó svo að Ragnhildur sé sæt (meira að segja mjög sæt) og Snorri nördalegur þá var það alltof greinilegt að þetta fólk var roooosalega reynslulítið. En það er potential þarna, án efa.

Allavega. Þetta var alveg ágætis ræma til að detta í á laugardags eftirmiðdegi en ég mun aldrei finna löngum til að sjá þessa mynd aftur.



Stigagjöf:

2/5