Sunday, September 9, 2007

Rétt aðeins um Topp 10 listann (Hluti I)

Sælir félagar,

Mig langar rétt aðeins að segja frá Topp 10 listanum mínum. Í fyrsta lagi er það nánast glæpur gegn mannkyninu að maður þurfi að njörva allar bestu myndir sem maður hefur séð niður í aðeins 10 sæta lista. I öðru lagi er mér gjörsamlega ómögulegt að númera þessar 10 myndir. Svo að röð myndann skiptir nákvæmlega engu máli. Ég hef tekið ákvörðun um að fjalla um svona 1-2 myndir af listanum í hverri færslu sem tengist honum en áður en ég get gert það finnst mér ég vera knúinn til að skrifa niður nokkrar myndir sem voru alveg við það að komast inn á listann.

Alveg við barminn:

Das leben der anderen
Lion King
Crouching tiger, hidden dragon
Planet terror
Se7en
Resavoir dogs
Edward Scissorhands
Nightmare before Christmas
City of god
The Prestige
Children of men
Shawshank Redemption
Mystic river
Batman Begins
The Shining
Clockwork Orange
American Beauty
Lost in translation
The Thing
Vanilla Sky
Brokeback Mountain
Kill Bill I & II
From dusk till dawn
Vincent
Eternal sunshine of the spotless mind
Being John Malkovich

(er bókað að gleyma einhverjum)


En aftur að listanum:


1. Big Fish

Þetta meistarastykki bjó hinn frábæri Tim Burton til árið 2003. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Burtons en ekkert að verkum hans hefur snert mig á sama hátt og þessi mynd. Fyrst þegar ég sá þessa mynd fannst mér hún ekkert eiga í myndir eins og Edward Scissorhands eða Nightmare before Christmas og það var ekki fyrr ég eignaðist myndina á DVD sem ég skildi fyrst virkilega hvað þessi mynd er frábær. Eins og allar myndir Burtons er útlitið á henni algjörlega einstakt og öll samtöl frábær. Sagan fjallar um samband feðganna Ed Bloom og Will Bloom sem leikir eru af Ewan McGregor (Ed yngri), Albert Finney (Ed eldri) og Billy Cudrup (Will). Will er þreyttur á sögunum/lygunum sem faðir hans reytir af sér um yngri ár sín en þegar faðir hans veikist reynir Will hvað hann getur til að komast að því hver faðir hans er í rauninni, hvað var lygi og hvað ekki.
Myndin byggist mest megnis á afturlitum Ed eldri og svo skotum í "núið" þar sem hann liggur rúmfastur. Allir leikararnir í myndinni standa sig með sóma en helst ber að nefna frábæra frammistöðu Ewan McGregors og Albert Finneys sem Ed, Steve Buscemis sem glataða skáldið Nother Windslow og Helena Bonham Carters sem Jenny.
Þær eru ekki margar myndirnar sem ég hef virkilega fellt gleðitár yfir en lokaatriðið í þessari mynd er alveg rosalegt. Ég mæli með að þið skellið ykkur strax út á vídjóleigu


Skemmtilegar setningar úr myndinni:

Senior Ed Bloom: You are in for a surprise.
Will Bloom: Am I?
Senior Ed Bloom: Havin' a kid changes everything. There's burping, the midnight feeding, and the changing.
Will Bloom: You do any of that?
Senior Ed Bloom: No. But I hear it's terrible. Then you spend years trying to corrupt and mislead this child, fill his head with nonsense, and still it turns out perfectly fine.
Will Bloom: You think I'm up for it?
Senior Ed Bloom: You learned from the best.


Í næsta hluta:
2. Fear and loathing in Las Vegas
3. El labirinto del Fauno

No comments: