Monday, September 3, 2007

Astrópía -2007

Ég einmitt lenti í þeirri skelfingu, daginn sem hópferðin á Astrópíu var, að það var uppselt. Eins mikið og það fór í taugarnar á mér, því mig langaði virkilega mikið að sjá þessa mynd, þá lét ég það nú ekki eyðileggja fyrir mér daginn. Það var ekki fyrr en núna á Laugardaginn sem ég og þeir sem höfðu komið að lokuðum dyrum í Kringlunni skelltum okkur á Astrópíu.

Ég verð eiginlega að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Kannski vegna þess að ég hafði nákvæmlega engar væntingar fyrir þessa mynd. Ég tek nefnilega öllum íslenskum kvikmyndum með miklum fyrirvara. Við Ingólfur Halldórsson lentum einmitt í samræðum eftir myndina um hvort að það væri rétt hjá mér að fara á íslenskar bíómyndir með það í huga að þær muni alltaf vera vandræðalegar og kjánalegar. Hans skoðun var sú að Íslendingar ættu ekki að hafa neina forgjöf í þessu sambandi. Sem auðvitað rétt hjá honum. En þessi skoðun mín er bein afleiðing af því að hafa séð of margar asnalega íslenskar bíómyndir. Ég man meira að segja eftir mjög fáum íslenskum bíómyndum sem ég hef ekki fengið kjánahroll yfir. Reyndar dettur mér bara ein í hug og það er Englar Alheimsins. Það er hugsanlega eina íslenska bíómyndin sem ég hef séð sem mér fannst virkilega, virkilega góð.

En aftur að myndinni sjálfri. Hún var fín. Bara mjög fín meira að segja. Auðvitað voru slagsmálaatriðin kjánaleg og Ragnhildur Steinunn átti það til að breytast í verstu leikkonu í heimi þegar á leikhæfileika hennar reyndi, en svona all-in-all var þetta helvíti fín afþreying.
Sérstaklega fannst mér þó skemmtileg atriðin sem gerðust í sjálfri búðinni. Pétur Jóhann og Sverrir voru bara helvíti fínir og "Die video Die" brandarinn fannst mér frábær. Ragnhildur naut sín eiginlega best þegar hún lék á móti þeim.
Atriðin sem gerðust í D&D heiminum voru bara allt í lagi og eiginlega betri en ég þorði að vona. Þau lúkkuðu bara nokkuð vel.

Það sem mér fannst helst vanta upp á myndina var að hún var í rauninni ekki neitt. Það sem að ég á við er að þarna er maður með tvær sögur í gangi, annars vegar fantasíu-heiminn og síðan raunveruleikann. Hvorug þeirra hafi nokkur áhrif á mig. Chemestry-ið á milli Hildar og Dags var í algjöru núlli og það vantaði alla epík í fantasíu-senurnar. Þannig þarna ertu með tvær sögur sem í raunninni skilja ekkert eftir sig. En jæja, það eru svo sem engir atvinnuleikarar í þessari mynd. Enginn Hilmir Snær eða Ingvar E. og það var kannski helsti löstur myndarinnar. Þó svo að Ragnhildur sé sæt (meira að segja mjög sæt) og Snorri nördalegur þá var það alltof greinilegt að þetta fólk var roooosalega reynslulítið. En það er potential þarna, án efa.

Allavega. Þetta var alveg ágætis ræma til að detta í á laugardags eftirmiðdegi en ég mun aldrei finna löngum til að sjá þessa mynd aftur.



Stigagjöf:

2/5

No comments: