Tuesday, September 18, 2007

Veðramót


Mig langaði að bíða með þessa færslu þangað til Guðný kom í tímann í dag. Fyrst við höfðum tækifæri til að hlusta á hana tala um myndina fannst mér viðeigandi að geyma þessa færslu þangað til þá. Guðný kom mjög vel fyrir og svaraði öllum spurningum vel og virtist ekki leiðast að vera þarna. Hafði mikið gaman af þessi heimsókn.

En að myndinni. Það verður eiginlega að viðurkennast að þetta er örugglega ein af bestu íslensku kvikmyndum sem ég hef séð. Ég fór reyndar inn í salinn með væntingarnar í núlli því að trailerinn fyrir myndina hafði vægast sagt letjandi áhrif á mann. Ég get ekki gert mér í hugarlund hver maðurinn sem gerði þennan trailer var að bara með hann, alveg einstaklega óspennandi og óheillandi. En já, ég fór með væntingarnar í núlli og hún kom mér skemmtilega á óvart. Fyrstu 10 mínúturnar lofuðu reyndar ekki mjög góðu, Helgi Björns að vera Helgi Björns og mamma Selmu var alveg ein skelfileg leikkona. En eftir að Selma kemur á Veðramót gjörbyltist myndin. Breki, Arnmundur, Ugla, Jörundur og Hera standa sig öll með prýði og voru eiginlega betri en ég þorði að vona. Hilmir Snær skilaði solid frammistöðu eins og alltaf og Atli Rafn stóð sig einnig með prýði.

Tónlistin var svo sem ekkert alltof spennandi en passi mjög vel í þetta umhverfi.

Kvikmyndatakan var fín bara. Verð reyndar að viðurkenna að ég tók ekki sérstaklega eftir þessu skoti í endann sem Bóbó spurði um. Gerði bara ráð fyrir að þetta hefði átt að vera svona.


Allt í allt bara mjög fín mynd. Bara helvíti góð. Maður náði að tengjast karakterunum mjög vel og sagan var það sterk að manni var svona nánast sama um einstaka feil hér og þar.


Stigagjöf:


3,5/5

No comments: