Saturday, September 15, 2007

Stuttmyndamaraþon


Enginn okkar hafði hugmynd um að við ættum að sækja myndavélina í fyrstu tveim tímunum á mánudaginn en sem betur fer lukkuðust hlutirnir þannig að þegar ég mætti í skólann höfði Ari og Ingólfur náð í myndavélina á einhvern undraverðan hátt. Restin af skóladeginum var svo sem ekki frásögur færandi og það var ekki fyrr en ég og Arnar skrópuðum í Sálfræði (til þess að gera myndina auðvitað) sem að hlutirnir fóru að gerast.

Eftir að hafa fengið okkur í gogginn á Serrano fórum við heim til Ingólfs og eyddum þar u.þ.b. klukkutíma í að skoða myndavélina og semja svona gróft uppkast að handriti. Málið var að við vorum komnir með klikkaða hugmynd að stuttmynd en þar sem að það var rigning daginn sem við tókum upp ákváðum við að salta hana, í bili allavega. Svo að handritið var svona eiginlega samið jafnóðum. Það virtist þó ekki koma niður á frammistöðu leikara eða "cameru"-gæja. Ég vil nú hafa sem fæst orð um það hvers eðlis þessi mynd er, enda algjör óþarfi þar sem að hún verður sýnd á mánudaginn (eða hvað?).

Aðalhlutverkin í myndinni léku Arnar, Ingólfur og Ari - ergo - ég var mest á camerunni. Eftir að hafa skoðað hana nokkuð gaumgæfilega og gert nokkrar prufur ákváðum við bara að demba okkur í djúpu laugina. Við notuðum engan þrífót, þar sem hann var ekki til staðar. Við söknuðum hans ekkert sérstaklega en hann hefði þó óneitanlega verið þægilegur. Við ákváðum í sameiningu að vera ekkert að pæla í manual focusnum þar sem að við höfum rosalega takmarkaðann tíma og máttum ekki klippa í tölvu. Svo auto-focusinn var á allan tímann. Ég held að það hafi ekki komið mikið að sök þar sem myndin var mest megnis skotin inni. Við vorum samt aðeins að leika okkur með hljóðpælingar t.d. að skipta á milli 32Hz og 48Hz og mic-staðsetningar. All-in-all held ég að þetta hafi bara komið ágætlega út.

Ég held að ég tali fyrir alla í mínum hóp þegar ég segi að þetta hafi verið einstaklega skemmtilegt og fræðandi. Þrátt fyrir að vera alveg einstaklega tímafrekt (það tók okkur u.þ.b. 6 klst að taka upp 6 mín. af myndefni og svo 1,5 klst að dub-a hljóð yfir) sá enginn okkar eftir tímanum sem við eyddum í þetta.

Ég hlakka bara til að gera næstu!

No comments: