Það var eiginlega frekar mikil skyndiákvörðun að gera þessa færslu þannig ég býst ekki við að ég muni nákvæmlega eftir hvaða trailerar eru 5 bestu trailerar sem ég hef séð. Það væri því gaman að sjá einhverja úr námskeiðinu gera svipaða færslu.
Þetta er þá í engri sérstakri röð þó svo að þetta sé númerað. Og ég er bókað að gleyma einhverju geðveiku.
1. Lord Of The Rings: The Two Towers
Ég veit að ég sagði að þetta ætti ekki að vera í neinni sérstakri röð en ég held samt að þetta sé besti trailer sem ég hef séð. Hann segir reyndar alveg fullt frá myndinni og plotinu en það skipti mig engu máli þar sem ég var búinn að lesa allar þessa bækur áður en myndirnar voru gerðar. Ef þú hefur verið sofandi undanfarin áratug og veist ekkert um hvað Lord of The Rings fjallar þá mæli ég með að þú haldir þig frá þessum trailer, drullir þér á lappir og horfir á þessar myndir. Þetta varð classic um leið og þetta kom út. Það er hugsanlega það epískasta sem ég hef séð þegar lagið úr Requiem for a dream kikkar inn undir miðbik trailersins. Djöfulsins snilld!
Upplýsingar um myndina
2. American Psycho
Ég man reyndar ekkert eftir þessum trailer þegar myndin kom út árið 2000. Enda minnir mig að ég hafði ekki verið alveg kominn inn í svona bíómyndir á þessum tíma. En ég sá þennan trailer fyrst fyrir svona einu og hálfu ári síðan. Hafði einhvertíman ekkert að gera og lék mér að því að skoða trailera úr bíómyndum sem ég hafði séð og fann þennan. Þessi trailer sýnir svo ótrúlega vel hversu geðsjúkur Christian Bale er í þessari mynd að það er fokking óhugnarlegt. Hann gefur þó ekki plottið eða neitt í þá áttina og sýnir aðeins brotabrot úr bestu atriðunum svo að hann er að mínu mati nánast fullkominn. Og þetta quote er svo ógeðslega gott: "I have all the characteristics of a human being, but not a single, clear, identifiable emotion. I simply am not there". Gjéééðveikt
Upplýsingar um myndina
3. The Dark Knight Returns
Þessi er sá nýasti á þessum lista og annars trailerinn með Christian Bale. Ég og Bóbó ræddum um Sweeney Todd yfir bjór um daginn og vorum sammála um flesta hluti. Við hötuðum hana hvorugur jafn mikið og Arnar Már og ég hafði aðeins meira gaman að henni en Bóbó. Það sem við voru þó mest sammála um var hvað það var fokking geðveikt að sjá Dark Knight trailerinn í bíó á undan myndinni. Þetta er... svo fokking töff ... að það nær bara engri átt. Þessi mynd varð legendary um leið og Hearth Ledger dó. Ekki það að hún hafi þurft á dauðsfalli að halda svo að hún yrði legendary því hún mun pottþétt verða það hvort eð er. En núna hefur hún, nánast hálfu ári áður en hún kemur út, öðlast nánast svona cult status. Beat that!
Upplýsingar um myndina
4. Big Fish
Ef ég man rétt þá sá ég þennan trailer í bíó með Bóbó (djöfull er oft minnst á Bóbó í þessari færslu) rétt áður en hún kom út. Athuglir lesendur sjá kannski að þetta er að mínu mati ein af 10 bestu bíómyndum sem ég hef séð svo það kemur kannski ekki á óvart að þessi trailer sé héf á þessum lista. Þessi trailer er bara svo frábær. Eins og þessi mynd er. Ég veit ekki alveg hvað það er sem fær mig til að elska þessa mynd svona mikið en það er eitthvað svo ótrúlega skemmtilegt andrúmsloft í henni. Ef þið hafið ekki séð hana gerið ykkur þá þann greiða að sjá hana sem fyrst!
Upplýsingar um myndina
5. Sin City
Ég man hvað þessi trailer gerði mig ógeðslega, ógeðslega fokking spenntan fyrir þessari mynd. Ég var nýbúinn að klárar myndasögurnar þegar þessi trailer kom og ég varð gjörsamlega óður. Þetta er svo svalt. Ég hef engin orð. Horfið bara á þetta.
Upplýsingar um myndina