Ég er búinn að ætla mér að sjá þessa mynd alveg heillengi núna en alltaf þegar ég hef séð hana úti á vidjóleigu hef ég hætt við þar sem að ég var svo rosalega viss um að hún væri of súr fyrir þann tímapunkt. Ég valdi þess vegna súrasta tíma ársins, prófatörnina, til að horfa á þessa mynd. Sé ekki eftir því.
Myndin fjallar um Stephane (Gael Garcia Bernal), ungan mexíkóskan draumóramann sem flyst til Parísar vegna vinnu sem frönsk móðir hans hefur reddað honum. Það kemur síðan á daginn að vinnan er allt öðruvísi en hann hafði gert ráð fyrir. Móðir hans hafði lofað honum skapandi stafi við að búa til dagatöl en í stað þess eyðir hann tíma sínum við að líma saman plagöt í kjallara í miðri París með óþolandi samstarfsmönnum. Stephane dreymir um að sleppa frá þessum ömurlega veruleika og gleymir sér í draumaheimi þar sem hann getur gert hvað sem hann vill. En eftir að hann flyst inn í íbúðina sína í París verður hann skotinn í stelpunni sem býr í íbúðinni á móti, Stephanie (Charlotte Gainsbourg), og þau þróa með sér ansi skrýtið og sætt samband. Eftir því sem á líður myndinni missir Stephane sig meira og meira í þessum draumaheimi sínum og skilin milli raunveruleika og draums verða sífellt óskýrari.
Töff atriði þar sem Stephane ræðst á samstafsmenn sína í draumi.
Ég hef alltaf verið hrifinn af myndum sem hafa lítinn, einfaldann söguþráð og ganga meira út á að skapa andrúmsloft eins og t.d. Lost in Translation, Fear and loathing in Las Vegas ofl. Þessari mynd tekst það svo sannarlega og allt útlit í þessari mynd er alveg svakalega flott. Síðasta (og reyndar eina myndin) sem ég hef séð eftir Micheal Gondry var Eternal Sunshine of the spotless mind, sem er án efa ein af mínum uppáhalds. Mér fannst þess vegna mjög gaman að sjá hvernig stílbrögð hans sem leikstjóra kom sterkt í gegn í myndum hans. Í báðum myndum leikur hann sér mikið með liti og litasamsetningar. Stóri munurinn er þó sá að Eternal Sunshine.. inniheldur stórann og flókinn söguþráð (en skapar samt þetta flotta andrúmsloft) á meðan The Science of sleep hefur, eins og áður hefur komið fram, þennan rosalega einfalda söguþráð. Ég veit ekki alveg hvort ég fíla betur og sé í rauninni ekki neinn tilgang í að velja heldur.
En aðeins aftur að útliti myndarinnar. Það sem mér fannst flottast var hvernig draumaheimur Stephanes er eiginlega allur úr pappa og mörg atriði virðast hafa verið tekin upp fyrir framan green screen og síðan hafa verið settur inn þessi flotti pappa bakgrunnur. Sérstaklega fannst mér töff pælingin með innviði höfuðsins á honum en þar er allt úr bylgjupappa og atriðin sett upp eins og hann sé þáttastjórnandi í eigin lífi.
Atriði sem gerist inni í höfði Stephanes
Hvað leik varðar standa aðalleikararnir tveir sig, Gael Garcia Bernal og Charlotte Gainbourg, alveg frábærlega. G. G. Bernal á það til að fara rosalega í taugarnar á mér sem leikari, eins og t.d. í Babel, en getur líka verið algjörlega frábær, eins og t.d. í Motorcycle diaries. Hann stendur sig með prýði í hlutverki Stephanes og ég man í rauninni ekki eftir að hafa séð hann leika jafn vel. Charlotte Gainbourg hafði ég ekki séð leika áður (allavega ekki svo ég muni) og hún skilar öllu sem hún þarf að skila með stakri prýði. Leikararnir ná upp mjög góðu "chemistry" á milli sín og maður virkilega finnur til með Stephanie þegar draumar Stephanes byrja að fokka í sambandi þeirra (vil eiginlega ekki gefa neitt upp, eyðileggur svolítið upplifunina).
Virkilega skemmtileg mynd sem ég mæli með fyrir alla sem fíla svona atmosphere myndir með smá sýru ívafi. Ég væri reyndar meira en til í að horfa á hana aftur þar sem það var á köflum erfitt að skilja skilin milli draums og raunveruleika en það var auðvitað þannig sem það átti að vera og maður náði einhvernvegin tengingu við það sem Stephane var að ganga í gegnum.
Stigagjöf:
4/5
Sunday, December 9, 2007
Wednesday, December 5, 2007
Uppgjör við haustönn
Jæja. Þá fer þessarri blessuðu önn að ljúka og mig langaði svona að taka aðeins saman hvernig upplifun mín af þessum kvikmyndafræði-kúrs hefur verið.
Ég verð eiginlega bara að byrja á að viðurkenna að ég hef aldrei nokkurtíman verið jafn spenntur fyrir tímum í skólanum. Enda kannski ekki á öðru von þar sem tilhugsunin um að læra um eitthvað sem maður hafði virkilegan áhuga, í stað tegurreiknings og þróunarsprengingarinnar í enda Kambríum, einstaklega framandi.
Í fyrsta tímanum, þar sem Siggi fór með okkur í gegnum námskeiðið, sá ég strax að þetta yrði geðveikt. Hugmyndin um að halda úti blogg síðu og skrifa dóma um bíómyndir fannst mér alveg klikkuð (og finnst enn.. þetta er lang skemmtilegasta heimavinna sem ég hef haft!). Einning hlakkaði ég helvíti mikið til að fá að gera stuttmyndir með almennilegri myndavél. Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar ég og Ingólfur vorum í 9. og 10. bekk stofnuðum við stuttmyndafélag, ásamt félaga okkar Gunnari Snæ Júlíussyni, sem hét Mussamyndir. Við bjuggum til, að mig minnir, þrjár alvöru stuttmyndir og alveg helling af svona klippum og skotum. Við byrjuðum meira að segja á að gera eina mynd sem alveg silent. Önnur myndin var síðan einhverskonar grínmynd um illan klóna aðalpersónunnar. Eftir að hafa gert þessar tvær myndir fengum við allir hrikalega mikinn áhuga á zombie myndum og fórum að gera zombie myndir og klippur. Þetta er allt til einhverstaðar held ég.. þarf að finna þetta. En allavega. Það var semsagt ein af ástæðunum sem ég hafði svona mikinn áhuga á þessu námskeiði að ég fengi að gera stuttmynd aftur, enda komið langt síðan ég dundaði mér við það. Það var þess vegna alveg einstaklega gaman að fá að gera stuttmynd um miðbik annarinnar og þrátt fyrir ákveðnar hömlur á því hvernig mátti vinna stuttmyndina var þetta bara mjög svo skemmtileg upplifum. Ég hlakka mikið til að fá að gera aðra stuttmynd eftir áramót og þá vinna út frá almennilegu handriti, klippa í tölvu og allt það.
Fyrirlestrarnir voru líka mjög fróðlegir og náðu sumir þeirra að vekja áhuga minn á leikstjórunum. Til dæmis dauðlangar mig núna að sjá fleiri Ingmar Bergmann myndir og fyrirlesturinn um Kurusawa ýtti ennþá meira undir það hvað mig langar að sjá myndirnar hans (læt verða af því í jólafríinu). Fyrirlesturinn sem ég, Ari, Ingólfur og Marinó gerðum vakti líka eftirtek mína á þessum merka leikstjóra, Billy Wilder. Því þó ég kannaðist við margar að myndunum hans hafði ég ekki séð eina einustu og aldrei heyrt þetta nafn áður. Fyrirlesturinn var því kærkomin kynning á manninnum.
Mig langar líka aðeins að tala sérstaklega um þetta blogg, þó svo að ég hafi komið inn á það áðan líka. Eins og ég sagði finnst mér þetta alveg frábær hugmynd að heimavinnu. Ég byrjaði fullur metnaðar og gerði einhverjar 15-16 færslur í september. Í október kom ákveðin ládeyða í þetta blogg sem hefur örugglega eitthvað að gera með Airwaves vikuna og allt það sem ég þurfti að stússast í kringum tónlist þann mánuðinn. Þegar nóvember byrjaði og ég sá að ég hafði bara gert eina skitna færslu mánuðinn á undan fékk ég samviskubit (sem ég fæ venjulega ekki yfir að hafa ekki unnið heima) og ákvað að drulla mér til að skrifa fleiri færslur. Ég ætla að reyna að halda þessu tempó-i gangandi í jólafríinu og eftir áramót því þegar ég kem mér í gírinn finnst mér þetta alveg óbærilega gaman.
Næsta önn
Ég hlakka mikið til að sjá hvernig næsta önn í kvikmyndafræðinni verður. Margt að hlakka til. Ég ætla að reyna að fara að mæta í þessa sýningartíma sem ég hef verið ansi latur við að mæta í hingað til og blogga meira. Ég á eftir að tala um alveg fullt af myndunum af Topp 10 listanum mínum og svo auðvitað allar myndirnar sem ég sé í jólafríinu.
En annars bara takk kærlega fyrir frábært námskeið hingað til.
Ég verð eiginlega bara að byrja á að viðurkenna að ég hef aldrei nokkurtíman verið jafn spenntur fyrir tímum í skólanum. Enda kannski ekki á öðru von þar sem tilhugsunin um að læra um eitthvað sem maður hafði virkilegan áhuga, í stað tegurreiknings og þróunarsprengingarinnar í enda Kambríum, einstaklega framandi.
Í fyrsta tímanum, þar sem Siggi fór með okkur í gegnum námskeiðið, sá ég strax að þetta yrði geðveikt. Hugmyndin um að halda úti blogg síðu og skrifa dóma um bíómyndir fannst mér alveg klikkuð (og finnst enn.. þetta er lang skemmtilegasta heimavinna sem ég hef haft!). Einning hlakkaði ég helvíti mikið til að fá að gera stuttmyndir með almennilegri myndavél. Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar ég og Ingólfur vorum í 9. og 10. bekk stofnuðum við stuttmyndafélag, ásamt félaga okkar Gunnari Snæ Júlíussyni, sem hét Mussamyndir. Við bjuggum til, að mig minnir, þrjár alvöru stuttmyndir og alveg helling af svona klippum og skotum. Við byrjuðum meira að segja á að gera eina mynd sem alveg silent. Önnur myndin var síðan einhverskonar grínmynd um illan klóna aðalpersónunnar. Eftir að hafa gert þessar tvær myndir fengum við allir hrikalega mikinn áhuga á zombie myndum og fórum að gera zombie myndir og klippur. Þetta er allt til einhverstaðar held ég.. þarf að finna þetta. En allavega. Það var semsagt ein af ástæðunum sem ég hafði svona mikinn áhuga á þessu námskeiði að ég fengi að gera stuttmynd aftur, enda komið langt síðan ég dundaði mér við það. Það var þess vegna alveg einstaklega gaman að fá að gera stuttmynd um miðbik annarinnar og þrátt fyrir ákveðnar hömlur á því hvernig mátti vinna stuttmyndina var þetta bara mjög svo skemmtileg upplifum. Ég hlakka mikið til að fá að gera aðra stuttmynd eftir áramót og þá vinna út frá almennilegu handriti, klippa í tölvu og allt það.
Fyrirlestrarnir voru líka mjög fróðlegir og náðu sumir þeirra að vekja áhuga minn á leikstjórunum. Til dæmis dauðlangar mig núna að sjá fleiri Ingmar Bergmann myndir og fyrirlesturinn um Kurusawa ýtti ennþá meira undir það hvað mig langar að sjá myndirnar hans (læt verða af því í jólafríinu). Fyrirlesturinn sem ég, Ari, Ingólfur og Marinó gerðum vakti líka eftirtek mína á þessum merka leikstjóra, Billy Wilder. Því þó ég kannaðist við margar að myndunum hans hafði ég ekki séð eina einustu og aldrei heyrt þetta nafn áður. Fyrirlesturinn var því kærkomin kynning á manninnum.
Mig langar líka aðeins að tala sérstaklega um þetta blogg, þó svo að ég hafi komið inn á það áðan líka. Eins og ég sagði finnst mér þetta alveg frábær hugmynd að heimavinnu. Ég byrjaði fullur metnaðar og gerði einhverjar 15-16 færslur í september. Í október kom ákveðin ládeyða í þetta blogg sem hefur örugglega eitthvað að gera með Airwaves vikuna og allt það sem ég þurfti að stússast í kringum tónlist þann mánuðinn. Þegar nóvember byrjaði og ég sá að ég hafði bara gert eina skitna færslu mánuðinn á undan fékk ég samviskubit (sem ég fæ venjulega ekki yfir að hafa ekki unnið heima) og ákvað að drulla mér til að skrifa fleiri færslur. Ég ætla að reyna að halda þessu tempó-i gangandi í jólafríinu og eftir áramót því þegar ég kem mér í gírinn finnst mér þetta alveg óbærilega gaman.
Næsta önn
Ég hlakka mikið til að sjá hvernig næsta önn í kvikmyndafræðinni verður. Margt að hlakka til. Ég ætla að reyna að fara að mæta í þessa sýningartíma sem ég hef verið ansi latur við að mæta í hingað til og blogga meira. Ég á eftir að tala um alveg fullt af myndunum af Topp 10 listanum mínum og svo auðvitað allar myndirnar sem ég sé í jólafríinu.
En annars bara takk kærlega fyrir frábært námskeið hingað til.
Subscribe to:
Posts (Atom)