Þá fer bráðum að renna í hlað uppáhalds tímabil margra kvikmyndaáhugamanna, nefnilega Óskars-seasonið. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að öllum þeim myndum sem spáð er hvað bestu gengi á Óskarsverðlaununum er alltaf hrúað öllum í febrúar mánuð hérna á Íslandi. Getur verið helvíti skemmtilegt þegar maður á pening, jafn ömurlegt þegar maður á ekki pening. Ég hef blessunarlega séð mest megnið af þessum "Óskars-myndum" (ef svo skildi kalla) undanfarin tvö ár og vonast til að gera það sama í ár. Mig langaði bara aðeins að renna yfir þær myndi sem ég er hvað spenntastur fyrir.
Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
Ég er alltaf spenntur þegar Tim Burton gerir nýja mynd, hvað þá með Johnny Depp í aðalhlutverki. Þetta combó á eiginlega ekki að geta klikkað. Myndin er gerð eftir Broadway söngleiknum um Sweeney Todd sem sýndur hefur verið um árabil við góðar undirtektir. Ég hef reyndar aldrei nennt að kynna mér þessa sögu neitt fyrr en ég vissi að Tim Burton væri að gera mynd eftir henni. Hún fjallar um mann að nafni Benjamin Barker sem missir fjölskyldu sína og æru í hendur dómara að nafni Turpin (leikinn af Alan Rickman) en svo ég quote-i í trailerinn: "...and in his sorrow a new man was born" þ.e. Sweeney Todd. Hann kemur síðan á fót rakarastofu og ætlar sér að ná sér niður á mönnunum sem sviptu hann öllu. Fokking kúl.
There will be blood
Þegar Daniel Day Lewis ákveður loksins að leika í nýrri mynd boðar það nánast alltaf gott. Ég hef reyndar ekki séð þær margar og aðeins þær frægustu en maður er án nokkurs vafa einn allra mesti núlifandi leikarinn. Hvað varðar myndina veit ég reyndar frekar lítið um hana og ætla mér eiginlega að halda því þannig. Slagorð myndarinnar: "There will be blood. There will be vengence" lofar þó óneitanlega einhverri epík.
ATH ég hef ekki horft á þennan trailer sjálfur þannig ég tek enga ábyrgð á spoilerum
No country for old men
Það er eins með þessa mynd og There Will be Blood, ég veit rosalega lítið um hana og langar að halda því þannig. Allt sem ég hef séð eftir Coen bræður er snilld þannig að ég bíst ekki við neinu nema epík. Fullt af nettum leikurum líka: Tommy Lee Jones, Javier Bardem (sem ætti að vera fyrrverandi samnemendum mínum í spænsku kunnugur), Woody Harrelson og síðast ekki síst meistarinn Josh Brolin (djöfull er hann fokking svalur). Sá þessa setningu um myndina á imdb: "Violence and mayhem ensue after a hunter stumbles upon some dead bodies, a stash of heroin and more than $2 million in cash near the Rio Grande". Ég hlakka til
ATH ég hef ekki horft á þennan trailer sjálfur þannig ég tek enga ábyrgð á spoilerum
Juno
Ég held að þessi mynd verði frábær. Einhverra hluta vegna hef ég séð hana í toppsæti kvikmyndalista margar tónlistarblaða veit reyndar ekkert hvað ég á að skilja af því. En já, það sem heillar mig eiginlega mest við þessa mynd og um leið það sem segir mér að þessi mynd er alveg bókað ógeðslega fokking fyndin er það eitt að Micheal Cera og Jason Bateman, George Micheal og Micheal út Arrested Development (fyndnustu sjónvarpsþáttum sem gerðir hafa verið) leika aðalhlutverk í myndinni. Held að þetta verði alveg svona solid grínmynd í anda Thank you for smoking, Gardan State og fleiri svona intelligent grínmynda. Mæli með trailernum, hann er frábær!
Það lítur því allt út fyrir að þetta verði frekar feitt Óskars-season.
Monday, January 28, 2008
The Devil´s Rejects
Áfram í jólamyndunum. Nyrjan var svo ótrúlega jólalegur að gefa mér þessa mynd í jólagjöf. Ég var hinn kátasti með þessa gjöf enda höfðu bæði Nyjan og Bóbó hlaðið hana lofi fyrir að vera ógeðslega fokking mikið gore. Ég er nú reyndar ekki maður sem finnst það neitt sérstaklega skemmtilegt en ákvað að láta á reyna, var nefnilega líka búinn að heyra að endaatriðið væri eins epískt og þau gerast.
Ég verð nú reyndar að viðurkenna að þetta er það fyrsta sem ég sé eftir Rob Zombie, sé undanskilinn hinn frábæri "Warewolf-women of the S.S."-trailer sem var búinn til fyrir Grindhouse Feature-ið, svo vitanlega var ég spenntur.
Myndin er öll hin ógeðslegasta. Þetta er eiginlega bara saga um morð og viðbjóð. Frekar töff.
Allt er ótrúlega skítugt og ógeðslegt og að sjálfsögðu eru morðin hin hrottalegustu.
Firefly-fjölskyldan er búin að drepa alveg helling að liði og er nú umkringt af John Quincy Wydell fógeta, ofstækistrúarmanni og fífli með meiru sem hefur sett sér það að markmiði að útrýma fjölskyldunni. Ekki tekst honum þó ætlunarverkið í byrjun myndarinnar og þeir sem eftir eru af Firefly fjölskyldunni ætla að hefna sín. Og það vel. Þá upphefst röð morða þar sem hvert þeirra virðist vera öðru hrottalegra.
Það er mér fannst skemmtilegast við myndina var hinsvegar hvað maður var alltaf, alltaf í liði með Firefly fjölskyldunni. Það er helvítis fógetinn sem var vondi gæjinn í þessari mynd. Mér fannst það frábært. Að ná allri samúð yfir á þá sem ættu í raun að vera vondu gæjarnir.
En allavega, helvíti skemmtileg mynd. Mæli samt ekki með henni fyrir þá sem þola ekki gore.
4 / 5
PS. Endaatriðið er svo ógeðslega fokking epískt að ég man varla eftir öðru eins. Það eitt er þess virði að tjékka á þessari mynd!
Spirited Away
Það er komin alveg heil eilífð síðan ég ætlaði að horfa á þessa mynd. Hef bara einhverra hluta vegna ekki gefið mér tíma í það. Þetta var einmitt fyrsta myndin af mörgum sem ég horfði á í jólafríinu en ég fékk hana einmitt í jólagjöf. Ekki amalegt það. Satt best að segja bar ég gífurlegar væntingar til þessarar myndar enda ekki við öðru en gæða mynd að búast frá Hayao Miyazaki, meistaranum sem færði okkur Princess Mononoke.
Myndin fjallar um unga stelpu sem flyst með foreldrum sínum í úthverfin en á leiðinni að nýja húsinu taka þau einhverja undarlega beygju og ganga inn í göng sem leiðir þau í heim þar sem guðir, nornir og skrímsli ráða ríkjum. Foreldrar aðalkaraktersins Chichiro lenda í þeirri hörmung að breytast í svín (háma í sig mat sem ekki tilheyrir þeim og er refsað í samræmi við það) og hún neyðist til að vinna í baðhúsi fyrir guðina til að eygja einhverja von á að hitta þau aftur. Skepnurnar sem vinna þar eru í meira lagi mishjálplegar og sumar hreint og beint vondar. Meira vil ég ekki gefa upp.
Myndin er í stuttu máli sagt stórskemmtileg. Allskonar skemmtilegar og skringilegar persónur koma fyrir og myndin sveiflast frá því að vera mjög sorgleg og átakanlega yfir í það að vera mjög svo fyndin. Mest hafði ég nú gaman að öllum skrýtnu skepnunum sem komu fram í myndinni. En hér fyrir neðan er einmitt mynd af uppáhalds skepnunni minni ásamt aðalkarakternum Chichiro:
Það er eitt sem maður veitir að sjálfsögðu alltaf ákveðna eftirtekt þegar horft er á teiknimyndir og það er teiknistíllinn sjálfur. Stíll sem fer í taugarnar á manni getur gjörsamlega rústað fyrir manni mynd. Það á alls ekki við hér. Myndin er æðislega teiknuð. Tók sérstaklega eftir atriðinu í lestinni þar sem sumir karakterarnir eru hálfgagnsæir. Mjög töff.
Allt í allt, frábær mynd. Á alveg skilið full hús stiga!
5/5
Subscribe to:
Posts (Atom)