Monday, January 28, 2008

Óskars-seasonið í nánd

Þá fer bráðum að renna í hlað uppáhalds tímabil margra kvikmyndaáhugamanna, nefnilega Óskars-seasonið. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að öllum þeim myndum sem spáð er hvað bestu gengi á Óskarsverðlaununum er alltaf hrúað öllum í febrúar mánuð hérna á Íslandi. Getur verið helvíti skemmtilegt þegar maður á pening, jafn ömurlegt þegar maður á ekki pening. Ég hef blessunarlega séð mest megnið af þessum "Óskars-myndum" (ef svo skildi kalla) undanfarin tvö ár og vonast til að gera það sama í ár. Mig langaði bara aðeins að renna yfir þær myndi sem ég er hvað spenntastur fyrir.

Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
Ég er alltaf spenntur þegar Tim Burton gerir nýja mynd, hvað þá með Johnny Depp í aðalhlutverki. Þetta combó á eiginlega ekki að geta klikkað. Myndin er gerð eftir Broadway söngleiknum um Sweeney Todd sem sýndur hefur verið um árabil við góðar undirtektir. Ég hef reyndar aldrei nennt að kynna mér þessa sögu neitt fyrr en ég vissi að Tim Burton væri að gera mynd eftir henni. Hún fjallar um mann að nafni Benjamin Barker sem missir fjölskyldu sína og æru í hendur dómara að nafni Turpin (leikinn af Alan Rickman) en svo ég quote-i í trailerinn: "...and in his sorrow a new man was born" þ.e. Sweeney Todd. Hann kemur síðan á fót rakarastofu og ætlar sér að ná sér niður á mönnunum sem sviptu hann öllu. Fokking kúl.



There will be blood
Þegar Daniel Day Lewis ákveður loksins að leika í nýrri mynd boðar það nánast alltaf gott. Ég hef reyndar ekki séð þær margar og aðeins þær frægustu en maður er án nokkurs vafa einn allra mesti núlifandi leikarinn. Hvað varðar myndina veit ég reyndar frekar lítið um hana og ætla mér eiginlega að halda því þannig. Slagorð myndarinnar: "There will be blood. There will be vengence" lofar þó óneitanlega einhverri epík.



ATH ég hef ekki horft á þennan trailer sjálfur þannig ég tek enga ábyrgð á spoilerum

No country for old men
Það er eins með þessa mynd og There Will be Blood, ég veit rosalega lítið um hana og langar að halda því þannig. Allt sem ég hef séð eftir Coen bræður er snilld þannig að ég bíst ekki við neinu nema epík. Fullt af nettum leikurum líka: Tommy Lee Jones, Javier Bardem (sem ætti að vera fyrrverandi samnemendum mínum í spænsku kunnugur), Woody Harrelson og síðast ekki síst meistarinn Josh Brolin (djöfull er hann fokking svalur). Sá þessa setningu um myndina á imdb: "Violence and mayhem ensue after a hunter stumbles upon some dead bodies, a stash of heroin and more than $2 million in cash near the Rio Grande". Ég hlakka til



ATH ég hef ekki horft á þennan trailer sjálfur þannig ég tek enga ábyrgð á spoilerum

Juno
Ég held að þessi mynd verði frábær. Einhverra hluta vegna hef ég séð hana í toppsæti kvikmyndalista margar tónlistarblaða veit reyndar ekkert hvað ég á að skilja af því. En já, það sem heillar mig eiginlega mest við þessa mynd og um leið það sem segir mér að þessi mynd er alveg bókað ógeðslega fokking fyndin er það eitt að Micheal Cera og Jason Bateman, George Micheal og Micheal út Arrested Development (fyndnustu sjónvarpsþáttum sem gerðir hafa verið) leika aðalhlutverk í myndinni. Held að þetta verði alveg svona solid grínmynd í anda Thank you for smoking, Gardan State og fleiri svona intelligent grínmynda. Mæli með trailernum, hann er frábær!




Það lítur því allt út fyrir að þetta verði frekar feitt Óskars-season.

3 comments:

Siggi Palli said...

Ég held ég geti sagt það án þess að eyðileggja nokkuð fyrir þér að No Country for Old Men er helv... góð og Javier Bardem er magnaður í hlutverki sínu. Mynd sem maður má alls ekki missa af.

Björn Brynjúlfur said...
This comment has been removed by the author.
Siggi Palli said...

Fínasta færsla. 7 stig.