Monday, January 28, 2008

The Devil´s Rejects


Áfram í jólamyndunum. Nyrjan var svo ótrúlega jólalegur að gefa mér þessa mynd í jólagjöf. Ég var hinn kátasti með þessa gjöf enda höfðu bæði Nyjan og Bóbó hlaðið hana lofi fyrir að vera ógeðslega fokking mikið gore. Ég er nú reyndar ekki maður sem finnst það neitt sérstaklega skemmtilegt en ákvað að láta á reyna, var nefnilega líka búinn að heyra að endaatriðið væri eins epískt og þau gerast.

Ég verð nú reyndar að viðurkenna að þetta er það fyrsta sem ég sé eftir Rob Zombie, sé undanskilinn hinn frábæri "Warewolf-women of the S.S."-trailer sem var búinn til fyrir Grindhouse Feature-ið, svo vitanlega var ég spenntur.

Myndin er öll hin ógeðslegasta. Þetta er eiginlega bara saga um morð og viðbjóð. Frekar töff.

Allt er ótrúlega skítugt og ógeðslegt og að sjálfsögðu eru morðin hin hrottalegustu.

Firefly-fjölskyldan er búin að drepa alveg helling að liði og er nú umkringt af John Quincy Wydell fógeta, ofstækistrúarmanni og fífli með meiru sem hefur sett sér það að markmiði að útrýma fjölskyldunni. Ekki tekst honum þó ætlunarverkið í byrjun myndarinnar og þeir sem eftir eru af Firefly fjölskyldunni ætla að hefna sín. Og það vel. Þá upphefst röð morða þar sem hvert þeirra virðist vera öðru hrottalegra.

Það er mér fannst skemmtilegast við myndina var hinsvegar hvað maður var alltaf, alltaf í liði með Firefly fjölskyldunni. Það er helvítis fógetinn sem var vondi gæjinn í þessari mynd. Mér fannst það frábært. Að ná allri samúð yfir á þá sem ættu í raun að vera vondu gæjarnir.

En allavega, helvíti skemmtileg mynd. Mæli samt ekki með henni fyrir þá sem þola ekki gore.

4 / 5

PS. Endaatriðið er svo ógeðslega fokking epískt að ég man varla eftir öðru eins. Það eitt er þess virði að tjékka á þessari mynd!

3 comments:

Bóbó said...

Ég er ekki alveg sammála þér. Ég hafði líka samúð með Firefly liðinu en mér fannst það alls ekki skemmtilegt, meira bara ógeðslega disturbing. Mér leið semi illa með sjálfan mig eftirá. Og þótt Wydell hafi vissulega virkað á mann sem vondi gæjinn þá var hann sjálfsagt sá karakter myndarinnar sem þurfti minnst á sálfræðihjálp að halda. Ofstækisfullt hatur hans á Firefly liðinu var þannig fullkomlega réttlætanlegt og ég get ekki sagt annað en það hafi hlakkað í mér þegar hann drap Mother Firefly. Og þessi mynd er 4,5/5, ekki 3,5. :)

Unknown said...

ég er sammála með mother Firefly en eins undarlega og það hljómar þá fannst mér Wydell mun ógeðslegri meira "scary" (þó að Firefly fjölskyldan hafi verið geðveikt ógeðsleg þá samt svona .. æji .. fokk it). Sérstaklega fokking atriðið þar sem hann er að tala við sjálfan sig í speglinum og endurtekur alltaf "Lord, I am your arm of justice!"

Jukk...

En já með stjörnugjöf. Ég ákvað að breyta þessu í 4,0/5 .. mér finnst hún ekki alveg vera 4,5 en alveg klárlega hærri en 3,5

Siggi Palli said...

Hljómar stórfurðulega. Not my cup of tea, held ég. 5 stig.