Monday, January 28, 2008

Spirited Away


Það er komin alveg heil eilífð síðan ég ætlaði að horfa á þessa mynd. Hef bara einhverra hluta vegna ekki gefið mér tíma í það. Þetta var einmitt fyrsta myndin af mörgum sem ég horfði á í jólafríinu en ég fékk hana einmitt í jólagjöf. Ekki amalegt það. Satt best að segja bar ég gífurlegar væntingar til þessarar myndar enda ekki við öðru en gæða mynd að búast frá Hayao Miyazaki, meistaranum sem færði okkur Princess Mononoke.

Myndin fjallar um unga stelpu sem flyst með foreldrum sínum í úthverfin en á leiðinni að nýja húsinu taka þau einhverja undarlega beygju og ganga inn í göng sem leiðir þau í heim þar sem guðir, nornir og skrímsli ráða ríkjum. Foreldrar aðalkaraktersins Chichiro lenda í þeirri hörmung að breytast í svín (háma í sig mat sem ekki tilheyrir þeim og er refsað í samræmi við það) og hún neyðist til að vinna í baðhúsi fyrir guðina til að eygja einhverja von á að hitta þau aftur. Skepnurnar sem vinna þar eru í meira lagi mishjálplegar og sumar hreint og beint vondar. Meira vil ég ekki gefa upp.

Myndin er í stuttu máli sagt stórskemmtileg. Allskonar skemmtilegar og skringilegar persónur koma fyrir og myndin sveiflast frá því að vera mjög sorgleg og átakanlega yfir í það að vera mjög svo fyndin. Mest hafði ég nú gaman að öllum skrýtnu skepnunum sem komu fram í myndinni. En hér fyrir neðan er einmitt mynd af uppáhalds skepnunni minni ásamt aðalkarakternum Chichiro:



Það er eitt sem maður veitir að sjálfsögðu alltaf ákveðna eftirtekt þegar horft er á teiknimyndir og það er teiknistíllinn sjálfur. Stíll sem fer í taugarnar á manni getur gjörsamlega rústað fyrir manni mynd. Það á alls ekki við hér. Myndin er æðislega teiknuð. Tók sérstaklega eftir atriðinu í lestinni þar sem sumir karakterarnir eru hálfgagnsæir. Mjög töff.

Allt í allt, frábær mynd. Á alveg skilið full hús stiga!

5/5

3 comments:

Bóbó said...

DUDE, laga þessa mynd efst. Svona lagað kostar þig tíuna í vor.

Unknown said...

hvað meinarðu? of stór? mér finnst hún svo töff!

Siggi Palli said...

5 stig.