Tuesday, March 18, 2008

Be Kind Rewind


Ég skellti mér á þessa mynd í bíó síðasta sunnudag. Ætlaði reyndar að kíkja á Horton hears a who! en sá síðan að það var verið að sýna Be Kind Rewind á sama tíma og krafðist þess að farið yrði á hana. Þetta var í stuttu máli sagt eitt skemmtilegast sunnudagsbíó sem ég hef séð lengi.

Ég hef lengi verið hrifinn af Michel Gondry sem sýnir sig kannski best í því að hann á eina af bestu myndum sem ég hef séð Eternal Sunshine of the Spotless Mind og því hversu hrifinn ég var af síðustu mynd sem ég sá með honum, The Science of Sleep, sem ég bloggaði um fyrr í vetur. Það sem mér finnst einna skemmtilegast við Gondry er hvað hann virðist bara taka að sér verkefni sem hann hefur virkilega ástríðu fyrir. Þessu til sönnunnar má benda á öll tónlistarmyndböndin sem hann hefur gert. Oftar en ekki með uppáhalds tónlistarmönnunum sínum t.d. Björk, Radiohead, Daft Punk og Foo Fighters. Það fyrsta sem ég man eftir að hafa séð eftir Michel Gondry (en vissi náttúrulega ekkert að hver hann var á þeim tíma) var fyrsta tónlistarvideo Bjarkar við lagið Human Behaviour. Ég held reyndar að flestir þekki þetta video þannig ég ætla að skella öðru myndbandi hingað með sem ég held að kannski færrum myndir gruna að væri eftir Michel Gondry.



"You name it, we shoot it!"
Myndin fjallar um félagana Mike (Mof Def) og Jerry (Jack Black) og líf þeirra í New Jersey. Mike vinnur á myndbandaleigunni Mr. Fletchers (Danny Glover) Be Kind Rewind sem leigir BARA vhs spólur og Jerry vinnur á bílverkstæði hinum megin við götuna. Til að bjarga búðinni fer Mr. Fletcher í "könnunarleiðangur" til að skoða hvernig hann getur aukið viðskiptin og lætur Mike stjórna á meðan hann er í burtu. Það er skemmst frá því að segja að þegar Mike og Jerry ætla að fara að eyðileggja rafmagnsverið í götunni lendir Jerry í því hræðilega slysi að segulmagnast og eyðileggja þannig, algjörlega óvart, allar spólurnar á leigunni. Í örvæntingu sinni ákveða félagarnir að endurgera Ghostbusters til að gamall fastakúnni kvarti ekki í Mr. Fletcher. The rest is history.


Miðað við Michel Gondry mynd var Be Kind Rewind ótrúlega straight forward. Lítið sem ekkert flakkað í tíma og sagan í rauninni frekar einföld en þrátt fyrir það eru öll klassísku Michel Gondry einkennin til staðar.

Úr færlsunni um The Science of Sleep:

Mér fannst þess vegna mjög gaman að sjá hvernig stílbrögð hans sem leikstjóra kom sterkt í gegn í myndum hans. Í báðum myndum leikur hann sér mikið með liti og litasamsetningar. Stóri munurinn er þó sá að Eternal Sunshine.. inniheldur stórann og flókinn söguþráð (en skapar samt þetta flotta andrúmsloft) á meðan The Science of sleep hefur, eins og áður hefur komið fram, þennan rosalega einfalda söguþráð. Ég veit ekki alveg hvort ég fíla betur og sé í rauninni ekki neinn tilgang í að velja heldur.


Þetta er allt til staðar ennþá nema bara með ennþá einfaldari söguþráð. Eða ekki endilega söguþráð bara það að myndin er miklu "skiljanlegri" en aðrar Gondry myndir sem ég hef séð. Ekki þar með sagt að þetta sé bara einhver vella. Alls ekki. Þessi mynd er snilld. Ótrúlega skemmtileg.

Hvað leik varðar standa allir sem einhverju máli skipta sig mjög vel. Jack Black er bara Jack Black. Ef þú fílar hann yfirhöfuð þá er hann snilld í þessari mynd og Danny Glover leikur í einhverju almennilegu í fyrsta skipti í langan tíma. Ég man ekki eftir að hafa séð Mof Def leika áður en hann er ágætis rappar og stendur sig einmitt ágætlega hér. Það er í rauninni enginn að vinna einhvern leiksigur í þessari mynd. Enda algjör óþarfi. Þetta er jú í grunninn gamanmynd.

Eins og ég sagði í byrjun færslunnar þá var þetta eitt skemmtilegasta sunnudagsbíó sem ég hef séð lengi og ég mæli hiklaust með þessari.

Stigagjöf

4,5/5

3 comments:

birkir said...

Mig langaði engan veginn að sjá þessa mynd fyrr en ég las þessa færslu, svolítið shaky pæling ein þeir virðast hafa náð þessu ágætlega. Hlakka til að sjá hana.

Siggi Palli said...

Mér finnst þetta alveg æðisgengin pæling og dauðlangar til þess að sjá myndina.

Annars fín færsla. 5 stig.

Siggi Palli said...

Endurskoðuð stigagjöf. 7 stig.