Tuesday, March 11, 2008

Hearts of Darkness

"My movie is not about Vietnam, my movie is Vietnam."

Það er ágætt kannski að fjalla örstutt um þessa mynd sökum þess hve fámennt var í síðasta sýningar-tima.

Ég held að það viti flestir um hvað myndin fjallar en hún rekur gerð Francis Ford Coppola á stórvirkinu Apocalypse Now. Það vægast sagt fór allt úrskeiðis. Tökum seinkaði gríðarlega og urðu á endanum 268 daga. Þá erum við bara að tala um upptökurnar. Myndin kom ekki út fyrr en tveimur og hálfu ári seinna. Þannig það hefur örugglega verið alveg jafn mikið maus að klippa þessa mynd og það var að taka hana. Fyrir utan það hvað tökunum seinkaði mikið komu upp margskonar aðrir erfileikarar. Í fyrsta lagi voru aðstæðurnar náttúrulega skelfilegar. Ógeðslega heitt og rakt í miðjum frumskógi. Enda voru flestir þeirra sem unnu myndina mjög svo léttklæddir. Coppola var t.d. mestmegnis ber að ofan í þessari heimildarmynd. Síðan fékk Martin Sheen hjartaáfall (sem seinkaði tökum um rúman mánuð), Harvey Keitel var einmitt skipt út fyrir Martin Sheen eftir að tökur hófust, Monsún-stormur skall á tökuliðið og stór hluti leikmyndanna eyðilagðist og svo til að bæta gráu ofan á svart mætti Marlon Brando, hæstlaunaðasti leikari myndarinnar, akfeitur á tökustað. Svo feitur að Coppola bauðst til að breyta karakternum hans. Hann tók það reyndar ekki í mál og lét alla bíða á meðan hann "stúderaði" karakterinn sem hann átti að leika. Á fullum launum af sjálfsögðu. Svo var hann ekki einu sinni búinn að lesa bókina sem myndin er byggð á. Hann vissi í rauninni ekkert hvað hann var að gera þarna. Ég hefði rekið manninn á stundinni.

Martin Sheen að fá hjartaáfall.


Mér fannst þessi hemildarmynd alveg helvíti góð bara. Hún var í rauninni ótrúlega lík myndinni bara. Ótrúlega þrúgandi andrúmsloft og allt gengur á afturfótunum. Það verður seint sagt að Apocalypse Now sé skemmtilegasta og/eða minnst langdregna mynd í heimi en hún nær að skapa rosalega sérstakt andrúmsloft sem skilaði sér mjög vel í heimildarmyndina. Kannski þetta sé ástæðan fyrir því að hún er af mörgum talin besta heimildarmynd allra tíma. Ég get svo sem ekki tekið afstöðu til þess. En hún var ansi skemmtileg.

Það sem mér fannst samt skemmtilegast við hana var það að efninu í henni var mestmegnis safnað af konu Coppola, Elenor. Þetta gefur ótrúlega svona skemmtilega og persónulega innsýn inn í myndina. Það varð líka alveg átakanlegt að hlusta á Coppola tala um að hann ætti bara að skjóta sig í hausinn því hann "vissi" að hann væri að gera lélega mynd.

Hvað sem því leið þá endaði myndin samt sem áður á því að sanka að sér verðlaunum m.a. tveimur Óskarsverðlaunum.

Þetta er svo geðveikt!


Mér man eftir tveimur sérstaklega skemmtilegum quote-um í þessari mynd. Það fyrra man ég ekki hver lét út úr sér en þegar það var verið að tala um hversu psychadelískt Víetnam stríðið hafi verið og allir hefðu verið að droppa sýru og eitthvað:

"The Vietnam war was a rock and roll war"


Það seinna er minnir mig bara ein af fyrstu setningum myndarinnar þar sem Coppola er á einhverskonar blaðamanna fundi held ég og líkir gerð myndarinnar við það sem hermennirnir í stríðinu sjálfu lenntu í:

There were too many of us, we had access to too much equipment, too much money, and little by little we went insane.


Í heildina séð góð og vönduð mynd sem nær andrúmsloftinu í Apocalypse Now rosalega vel.

3 comments:

Siggi Palli said...

Flott færsla. 5 stig.

Ég ætti að taka það fram að ég kallaði hana með bestu "making of" myndum allra tíma (eða ætlaði að gera það). Heimildarmyndir eru miklu breiðara svið, og þó svo að þessi sé góð, þá myndi ég ekki ganga svo langt að setja hana á toppinn í þeim flokki.

Árni Þór Árnason said...

Æji ég meinti það! My bad.

Siggi Palli said...

Endurskoðuð stigagjöf. 8 stig.