Ég stóðst ekki freistinguna. Mig er búið að dauðlanga að sjá almennilega teiknimynd geðveikt lengi. Ég missti af Ratatouille og Cars einhverra hluta vegna en var staðráðinn í að sjá mynd um fíl og dýravini hans.
Ég verð reyndar að viðurkenna að ég týmdi ekki að fara í bíó aftur þannig ég náði í myndina á netinu. Eintakið sem ég náði í var hinsvegar svona cam-version af myndinni. Reyndar það góð cam-version að ég nennti að horfa á hana en cam-version engu af síður. Fyrir þá sem ekki vita hvað cam-version er þá er það eintak af myndinni sem er tekið upp með venjulegri video cameru í bíósalnum. Ótrúlegt en satt eru til gæjar sem mæta með þrífót og videocameru í bíó og taka upp myndina. Til hvers?! Það er ekki eins og þeir græði neitt á því. Þeir bomba þessu bara á netið og fá "THX m8!" í comment. Æji ég bara skil þetta ekki. Allt þetta vesen án nokkurs gróða.
Ekki misskilja mig samt. Ég hef ekkert móti sjóræningja útgáfum af þáttum eða bíómyndum á netinu. Ég vil bara hafa þetta í DVD Screener gæðum.
Söguþráðurinn er eins og við má búast frá Dr. Seuss: skemmtilegur, furðulegur og heimspekilegur. Myndin fjallar um hjálpsama fílinn Horton sem nær sambandi við agnarsmátt samfélag að nafni Whoville. Dag einn á meðan Horton er að baða sig feykir vindurinn framhjá honum pínulítilli örðu og Horton finnst hann heyra kall á hjálp. Enginn trúir honum en hann stendur fast á sínu. Hann leggur síðan líf sitt og limi undir þegar hann reynir að koma örðunni á öruggan stað. Kengúran, sjálfskipuð alvaldur frumskógarins, finnst Horton vera vond fyrirmynd fyrir börnin og gerir hvað sem er í sínu valdi stendur til að útrýma örðunni. Inn í þetta allt saman blandast vangaveltur Dr. Seuss um hvort að heimurinn okkar sé bara lítil arða í einhverju öðru risastóru samfélagi. "A person´s a person, no matter how small."
Horton og áhrifgjörnu börnin. Tjékkið á litla gula hnoðranum!
Það sem mér finnst alltaf einkenna svona teiknimyndir er hvað þær virka ótrúlega vel bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrir börn er þessi mynd uppfull af ótrúlega sætum dýrum og skemmtilegum og aulalegum atriðum (t.d. þegar Horton er fastur á brúnni) en fyrir fullorðna er ótrúlega mikið af svona orðagríni og kaldhæðnislegum bröndurum. Vlad brandarinn er til dæmis ógeðslega fyndinn og í rauninni er hrægammurinn Vlad eiginlega uppáhalds karakterinn minn í myndinni enda er það meistarinn Will Arnett úr Arrested Development sem tala fyrir hann.
Þetta atriði hér gefur mjög góða mynd af húmornum í myndinni (og eyðileggur ekki neitt):
"Good luck with your imagenary superiority" heheheh
Talsetningin í myndinni er fyrsta flokks. Jim Carrey (Horton) er búinn að vera fremsti grínleikari Hollywood í mörg, mörg ár og það er saman að heyra í gamla góða Jim Carrey aftur eftir að hann hefur verið að prufa sig áfram með alvarlegri hlutverk (t.d. Eternal Sunshine of the Spotless Mind). En ég get samt alveg ímyndað mér að það hafi verið erfitt fyrir svona grínleikara sem leikur alltaf svo rosalega mikið með líkamanum að ná að koma gríninu til skila með því að nota aðeins röddina. Steve Carell er líka mjög skemmtilegur í hlutverkið bæjarstjórans í Whoville. Ég held reyndar að Steve Carell sé svolítill svona "Hate him or love him" gæji. Mér persónulega finnst hann mjög skemmtilegur og hann nær að koma með fullt af svona Steve Carell töktum í karakterinn sinn. Áðurnefnur Will Arnett er snilld og Seth Rogen (önnur af löggunum úr Superbad) er frábær sem Morton, besti vinur Horton.
Útkoman er frábær skemmtun fyrir bæði fullorðna og krakka. Ég hafði allavega rosalega gaman að henni. En ekki sjá hana á íslensku. Ég held að hún missi algjörlega marks þannig. Whoville heitir til dæmis Hveragerði í íslensku talsetningunni! Hvað heita íbúarnir þá? Hverir?
Allavega. Sjáið hana á ensku. Þá er hún frábær!
Stigagjöf
4/5
2 comments:
Hljómar nokkuð skemmtilega. Ætli maður bíði samt ekki þangað til maður getur nálgast hana í betri gæðum.
Ágætisfærsla. 6 stig.
Endurskoðuð stigagjöf. 8 stig.
Post a Comment