Thursday, March 6, 2008

Eastern Promises


Þessi mynd virtist einhvernvegin fara alveg framhjá mér þegar hún kom bíó. Man ekki einu sinni eftir að hafa séð trailerinn. En eins og svo oft áður fá myndir svona "second hype" þegar þær, eða einhver tengdur þeim, er tilnefndur til óskarsverðlauna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Viggo Mortensen tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þessari mynd, og það skiljanlega. Maðurinn er meistari.

Myndinni er leikstýrt af Kanadíska leikstjóranum David Cronenberg sem einmitt leikstýrði einnig myndinni A History of Violence, sem mér fannst alveg frábær og sportar meira að segja sama aðalleikara og Eastern Promises. Ég renndi yfir listann af bíómyndum sem þessi gæi gefur gert og fann ekkert sem ég þekkti eða hef séð nema þá myndina The Fly síðan 1986. Þar leikur hinn geðþekki Jeff Goldblum breytist í flugu (?).

En nóg um það. Myndin hefur fengið heilmikla athygli fyrir rosalegt plot-twist, ofbeldið og þykir sína mjög svo raunverulega mynd af undirheimum rússnesku mafíunnar, þar á meðal notkun myndarinnar á rússneskum fanga og mafíutattúum, sem var eitt af því sem gerði þessa mynd ógeðslega töff og ég mun koma inn á eftir.

Nikolai ógnar frænda Önnu, Stepan. Fokking hardcore.


Naomi Watts leikur rússneskt ættuðu ljósmóðurina Önnu sem vinnur á spítala í London. Dag einn kemur Tatíana, ung, ólétt, stelpa inn á mótökuna í mjög slæmu ásigkomulagi. Hún síðan deyr rétt eftir að hafa fætt barnið. Anna finnur dagbók og nafnspjald veitingastaðsins Trans-Siberian í fórum stelpunnar og leitar einhvers til að þýða dagbókina. Hún kemur við á veitingastaðnum og ætlar að gá hvort að einhvert samband sé þarna á milli. Þar hittir hún fyrir indæla veitingahúsaeigandann Semyon, leikinn af Armin Mueller-Stahl, sem býðst til að þýða dagbókina fyrir hana. Það sem Anna veit ekki er að Semyon er einn af höfuðpaurum rússnesku mafíunnar í London og að hann og hinn drykkfeldi sonur hans Kirill, leikinn af Vincent Cassel hafa misnotkað Tatíönu og neytt hana til þess að stunda vændi. Karakter Viggo Mortensens, Nikolai Luzhin, vinnur síðan fyrir glæpagengi Semyons Vori v zakone (Thieves In-Law) sem bílstjóri fjölskyldunnar og er einkavinur Kirills.
Anna fær að lokum rússneskan frænda sinn til að þýða dagbókina og kemst að hinu sanna. Hvernig fer?

Tými ekki að segja meira. Plot-twistið er ekkert sérstaklega nýstárlegt en það kemur manni algjörlega að óvörum og virkar alveg einstaklega vel.
Mig langar samt að tala nánar um nokkra hluti við myndina sem mér fannst gera hana að því sem hún var.

Ofbeldið
Ofbeldi er kannski ekki alveg rétt orð en það var það eina sem mér datt í hug. Það sem ég á við hvað öll myndin er ótrúlega grafísk. Stílinn, hvað þetta varðar, er í raun ótrúlega líkur þeim sem var gegnumgangandi í A history of Violence. Það er bara ekki venjulegt í bíómynd að það sé sýnt ótrúlega vel þegar fingurgómar eru klipptir af mönnum eða þegar fólk er skorið á háls. Mér persónulega fannst þetta mjög töff. Ógeðslega brútalt en mjög töff.
Fyrir utan þetta er allt raunverulegt ofbeldi alveg ótrúlega, ótrúlega ... tja .. raunverulegt! Eitt af klímöxum myndarinnar þegar Viggo Mortensen bertst við tvo Tjétjénska bræður, kviknakinn, í baðhúsi. Ógeðslega töff.


Hugsanlega eitt besta bardagaatriði sem ég hef séð
Því miður leyfir youtube mér ekki að embed-a þetta þannig þið verðið bara að ýta á linkinn ef ykkur langar að sjá þetta. Ég vara ykkur samt við. Þetta er einn af hápunktum myndarinnar og ástæða þess að ég set þetta hérna er sú að þeir sem hafa áður séð myndina geti rifjað þetta fokking klikkaða atriði upp.


Tónlistin
Meistainn Howard Shore sér um tónlistina í myndinni. Nafn þessa manns er í raun bara orðinn eins og einskonar gæðastimpill á bíómyndir sem hann tekur þátt í. Hann hefur verið lengi í bransanum og samið tónlist fyrir fullt af eðal bíómyndum á borð við: Lord of the Rings I-III, The Aviator og A History of Violence. Tónlistin er í raun bara ótrúlega mikið í stíl við myndina. Mjög mikil rússnesk eða Austur Evrópsk áhrif. Balalaikur, harmonikkur og strengir. Allt saman mjög töff og passar fullkomlega við myndina. Ef þið horfðuð á klippuna hérna að ofan er smá sýnishorf að finna þar.

Tattúin
Ég hef núna undanfarin ár verið mikill áhugamaður um tattú og man eftir að hafa einhvertíman rambað inn á síðu um rússnesk fanga tattú á wikipedia og fundist mjög áhugavert. Líf rússnesks fanga og/eða mafíumeðlims er ritað á líkama hans í tattúum. Það er ekki bara myndefnið sem skiptir máli heldur líka staðsetningin. Til dæmis tákna stjörnur á hnjánum að sá hinn sami þurfi aldrei að krjúpa fyrir neinum, kettir eru tákn fyrir þjófa og mörg tattú eru notuð til að tákna hversu mörg ár sá hinn sami hafi setið inni.

Tattúin voru gerð með þeim áhöldum og efnum sem voru við hendi í rússneskum fangelsum. Oftast voru þetta nálar og rakvélablöð og bleki sem búið var til úr pissi, sóti af brenndum skóhælum og sjampói. Eins og gefur að skilja voru sýkingar mjög algengar og leiddu jafnvel til dauða.



Ef einhver er staðinn að því að vera með tattoo sem hann á ekki skilið, þ.e. sem gefa ef til vill til kynna að hann hafi verið hærra settur innan glæpasamfélagsins en hann raunverulega var, er hann látinn fjarlægja þau með því sem hendi er næst t.d. sandpappír, glerbrotum eða rakvélablöðum. Því næst er hann barinn til bana af samföngum sínum (þ.e. ef um fanga var að ræða. Þetta var samt sem áður mjög svipað í rússnesku mafíunni enda flestir í henni fyrrverandi fangar).

Mér finnst þetta gefa myndinni svo ótrúlega mikla dýpt og tattúin eru mjög mikilvægur hluti myndarinnar. Atriðið þar sem Nikolai er á fundi með mafíuforingjum London er t.d. mjög, mjög töff. Þetta líka gefur karakterunum öllum svo mikið backstory. Mér finnst þetta algjörlega ómissandi hluti af myndinni.

Hreimurinn
Eins og við mætti búast sporta allir leikararnir, sem leika Rússa, rússneskum hreim. Kannski var það vegna þess að ég kannaðist aðeins lítillega við flesta leikarana, nema náttúrulega Viggo okkar, að þessi hreimur fór ekki vitund í taugarnar á mér og ég trúði því í rauninni algjörlega að allir þessir leikarar væru bara Rússar. Þó fannst mér Vincent Cassel sem leikur Kirill alveg frábær. Ég var handviss um að hann væri að minnsta kosti frá Austur-Evrópu og brá því allsvakalega þegar ég komst að því að hann franskur! Það fór í píííínulítið í taugarnar á mér að hlusta á Viggo Mortensen tala með rússneskum hreim en það hvarf eftir fyrstu mínúturnar (enda var hann með helvíti fínan hreim).

Niðurstaða
Frábær mynd í alla staði. Viggo Mortensen fer á fokking kostum og sannar enn of aftur afhverju hann er einn virtasti leikari samtímans. Það er greinilegt að hann hefur virkilega sökkt sér ofan í karakterinn og það skilar sér margfalt. Vincent Cassel koma mér líka skemmtilega á óvart. Hann fór frábærlega með erfitt hlutverk. Naomi Watts hefði svo sem getað vera hvaða ljóshærða gella í heiminum. Hún leggur í raun ekki mikið til myndarinnar, leiklega séð, en eyðileggur heldur ekki neitt. Hún er alveg sannfærandi í hlutverki sínu en gerir engar gloríur.

Ég get hiklaust mælt með þessari mynd. Hún kom mér heldur betur á óvart!

Stigagjöf:

4/5

4 comments:

Ingólfur said...

Þetta er snilldar mynd og ég verð sérstaklega að minnast á nakta bardagann. Þegar ég horfði á þetta atriði varð ég svo spenntur að ég stóð upp og gekk um gólf, alveg hreint mögnuð sena. Hún gerir líka það sem Beowulf klikkaði á og sýnir okkur drjólann á Viggo frekar snemma í bardaganum þannig að maður er ekki alla senuna að bíða eftir því að drjólinn laumist í skot. Þetta pirraði mann í Beowulf en truflar mann ekkert hér því þarna er hann og þá er manni alveg sama. Ég skellti þessari alveg á topplista yfir bestu myndir síðasta árs og er mjög sáttur með það placement. Eðal mynd.

birkir said...

Þessi mynd hefur alveg farið fram hjá mér. Hún er núna efst á mínum "To See List". Ég tek undir það með Bóbó að þetta nakta bardagaatriði var hreint magnað. Í byrjun senunnar var ég reyndar að dást að því hvernig þeir náðu að fela drjólann á honum þegar þeir tóku þetta atriði þangað til hann kom loksins og þá fannst mér restin ekki jafnspennandi.
Hlakka til að sjá þessa mynd.

Siggi Palli said...

7 stig.
Glæsileg færsla og minnir mig á hvað ég er að missa af. Ég er búinn að ætla að sjá þessa síðan hún var frumsýnd í Toronto í september. Hún var ein af tveimur myndum sem Roger Ebert lýsti sem fullkomnum (hin var No Country for Old Men).
Ég veit ekki af hverju ég er ekki löngu búinn að sjá hana. Ég er líka ansi hrifinn af leikstjóranum, David Cronenberg. Þessi og History of Violence eru reyndar ekki beinlínis dæmigerðar fyrir hann - hann er þekktur fyrir áhuga sinn á líkamlegu ógeði (senurnar í The Fly þar sem Goldblum er að missa tennurnar og það detta af honum ógeðslegir slímugir líkamshlutar eru gott dæmi um þetta).
Ég mæli sérstaklega með Videodrome og Naked Lunch - báðar brilljant á sinn hátt. Svo er söngkonan í Blondie líka nakin í Videodrome, það var heldur ekki leiðinlegt.

Siggi Palli said...

Endurskoðuð stigagjöf. 9 stig.