Ég veit ekki alveg hvort að þessi færsla flokkist beint undir það sem við eigum að vera að gera á þessu bloggi en ég meina tónlistarvideo eru náttúrulega kvikmyndagerðarlist út af fyrir sig. Þau bestu eru meira að segja á við mjög góðar stuttmyndir. Ég ákvað því að láta vaða.
Ég verð reyndar að viðurkenna áður en lengra er haldið að ég er búinn að vera með þessa færslu í maganum í alveg heillangan tíma. Ég er algjör tónlistarnörd eins og flestir sem ég þekki geta vottað og þar af leiðandi hef ég alltaf haft alveg einstaklega gaman að því að horfa á tónlistarvideo. Þess vegna fannst mér það tilvalið að gera færslu um þetta efni. Ég í raun gaf sjálfum mér afsökun til að horfa á eitthvað í kringum 80-90 tónlistarvideo á youtube. Bæði reyndi ég að muna eftir tónlistarvideoum sem mér hafði fundist sérstaklega flott og svo fór ég líka í gegnum nokkra svona "Best music videos ever" lista og skoðaði það sem mér fannst áhugavert.
Ég endaði síðan með alveg einhver 40 tónlistarvideo sem mér gat dottið í hug að setja inn á Topp 10 listann minn. Það, eins og alltaf þegar ég þarf að gera topp lista, endaði með skelfingu. Ég var í fleiri, fleiri daga að ákveða hvaða video ættu að vera þarna. Það er fyrst núna sem ég er orðinn sáttur með hann.
Það var eitt sem mér fannst áhugavert og fannst þess vert að minnast á áður en ég byrja þessa niður talningu. Það er hversu oft það gerðist að sama hljómsveitin átti mörg geðveikt tónlistarvideo. Radiohead til dæmis eiga alveg heeeelling af geðveikum tónlistarvideoum. Sömuleiðis eiga Interpol, Sigur Rós, Wu-Tang Clan (þá sérstaklega Gravel Pit!), Björk og Efterklang alveg glás af flottum tónlistarvideoum.
Hér eru nokkur sem voru rétt við það að komast inn á listann:
Feist - 1, 2, 3, 4.
OK GO - Here it goes again
Hop Chip - Boy from school
Radiohead - There There
Interpol - Slow Hands
Weezer - Buddy Holly
Efterklang - Mirador
Sigur Rós - Viðrar vel til loftárása
Radiohead - Street Spirit
Justin Timberlake - My Love
Enrique Iglesias - Do You Know? (The Ping Pong Song)
En að listanum, gjöriði svo vel:
10. UNKLE - Burn My Shadow
Uppáhalds tónlistarvideoin mín eru oftast þau sem annaðhvort segja einhverja töff sögu, hvort sem hún tengist laginu beint eða ekki, eða þar sem hljómsveitin er sýnd spila lagið sjálf. Þetta video finnst mér alveg ótrúlega töff. Þetta er í raun eins og bara ótrúlega góð stuttmynd um mann sem vaknar upp með einhvern niðurteljara á brjóstkassanum og veit ekkert hvað er í gangi. Óttinn og spennan síðan stigmagnast með laginu og ná síðan alveg ótrúlega töff klímaxi undir lokin í mjög töff pönuðu slowmotion skoti. Það er hann Goran Visnjic góðkunningi þeirra sem fylgdust með Neyðarvaktinni eða ER þegar það var og hét (eða er það ennþá í gangi?) sem leikur aðalhlutverkið.
9. Fatboy Slim - Weapon of choice
Mér þykir nú reyndar ekkert sérstaklega vænt um þetta lag, þó það sé svo sem ágætt, en það er video-ið sem mér finnst algjörlega frábært. Það snýst bara um það að sýna Christopher Walken dansa á einhverjum geðveikt fancy hóteli. Þetta bara steinliggur. Eiginlega ekkert meira um það að segja. Þessi maður er bara svo ógeðslega töff. Þetta komment undir youtube video-inu segir eiginlega allt sem segja þarf:
"Christopher Walken = Win.
Fatboy Slim = Win.
Both combined into one kick ass music video = Epic Win."
8. Beirut - Postcards from Italy
Þetta er eitt flottasta lag sem ég hef heyrt og það að þessi strákur hafi verið jafngamall okkur þegar hann samdi það er fokking ótrúlegt. Tónlist Beirut ber mikinn svona Austur-Evrópskan keim og þess vegna finnst mér video-ið passa svo fullkomlega við tónlistina. Video-ið sem slíkt er ekkert meistaraverk en það er hvernig tónlistin og myndirnar virka saman sem gerir þetta svona frábært. Video-ið sýnir bæði svona gömul og stundum nánast ónýt myndskeið sem passa að texta lagsins en einnig sýnir það Beirut sjálfan (rétt nafn Zach Condon) að leika sér á hjólabretti og chilla með kærustunni sinni. Algjörlega áhyggjulaust líf, í anda lagsins, alveg þangað til í endan. Tjékkið á þessu.
7. Jenny Wilson - Let my shoes lead me forward
Alltaf þegar ég sé þetta video þá hugsa ég: "Fokk! Hver nennir þessu!". Ég hef lengi verið mjög hrifinn af stop-motion tækninni þó svo að ég hafi aldrei látið á það reyna að gera eitthvað með henni. Glöggir lesendur hafa jafnvel rekið augun í það að það eru tvær stop-motion myndir á listanum yfir myndir sem komast næstum því inn á Topp 10 Bíómyndalistann minn þ.e. Nightmare Before Christmas og Vincent. Hvað lagið varðar er þetta eina lagið með þessari gellu sem er eitthvað varið í. Ég sá hana líka á Airwaves í fyrra og beið allan tíman eftir þessu lagi og beilaði um leið og það var búið. En þetta er frekar töff finnst mér!
6. Converge - No Heroes
Ég held að ég geti sagt, án alls efa, að þetta sé epískasta tónlistarmyndband sem ég hef séð. Það er nú reyndar ekki mjög algengt að svona hardcore bönd geri yfirhöfuð video, hvað þá eitthvað í þessa líkingu þar sem þetta er greinilega svona frekar "high-budget" myndaband. Það er í raun engin saga í þessu video. Bara töff myndir af hljómsveitinni að spila í ógeðslega töff og creepy umhverfi. Myndabandið nær síðan epískum hápunkti þar sem söngvarinn öskrar "In my world of enemies I walk alone!" (2:21 min.).
5. Aphex Twin - Come to daddy
Ohh, fokk. Þetta video er svo ógeðslegt maður! Anskotinn. Ég fékk marthraðir eftir að ég sá þetta í sjónvarpinu í fyrsta skipti. Minnir að þetta hafi verið sýnt einu sinni eða tvisvar á Íslandi og síðan bannað. Ekki misskilja mig samt. Þetta er ekki ógeðslegt í þeirri meiningu að þetta sé eitthvað of graphic eða eitthvað. Þetta er bara svo ógeðslega fokking creepy. Fullt af litlum börnum, öll með andlit tónlistarmannsins (Richards D. James (Aphex Twin)) hlaupandi um í einhverjum svona enskum iðnaðarblokkkum. Æji horfið bara á þetta.
4. Radiohead - Just
Ég held að það séu fá tónlistarvideo sem sé meira talað um á netinu heldur en ákkurat þetta. Allt útaf endinum. Ég vil eiginlega ekki segja meira en þið ættum bara að tjékka á þessu. Cliffhangerinn í þessu tónlistarvideoi er betri en í flestum bíómyndum. Þetta sýnir bæði mjög töff leik og kvikmyndatöku. Það eru reyndar held ég bara einhverjir dudes sem fengu hugmyndina að þessu videoi og fórum með hana til Radiohead. Síðan var fenginn einhver ódýr leikstjóri til að leikstýra þessu en það bara kom svona helvíti vel út. En eins og ég segi þá vil ég eiginlega ekki segja meira því það spoilar þessu bara.
3. Blur - Coffee & TV
Nú er ég kominn að videoi sem ég held að margir hafi sé og ég veit að er rosalega vinsælt á svona Topp 100 "Best videos ever" listum. Ástæðan fyrir því er alveg ótrúlega einföld. Mjólkurfernan. Já ég sagði mjólkurfernan. Það er bara ekki hægt að elska ekki þessa yndislega mjólkurfernu sem leggur upp í leiðangur til að finnan týndan son fjölskyldunnar sem hún "býr" hjá. Þetta er bara svo skemmtilegt video. Svo sem ekkert byltingarkennt við það en það er bara svo frábært eitthvað.
2. UNKLE - Rabbit in your headlights
Ég þurfti í rauninni ekki að leita lengi áður en að ég vissi hvaða tvö myndbönd yrðu í efstu tveimur sætunum. Þetta eru þau myndbönd sem eru mér hvað minnisstæðust. Ég held að ég hafi bara verið búinn að sjá þetta video einu sinni eða tvisvar áður en ég lagðist í undirbúning fyrir þessa færslu. Samt sem áður var ég algjörlega viss um að það yrði annað hvort í fyrsta eða öðru sæti. Það var eiginlega ekki fyrr en ég fór að skrifa þessa færslu að ég ákvað röðina. Það sem mér finnst best við þetta video er hvað það er hægt að túlka það á ótrúlega marga vegu. Ég mæli með að ef fólk hefur yfirhöfuð einhvern áhuga á þannig pælingum að lesa kommentin fyrir neðan á youtube síðunni. Það eru líka einhverjar pælingar um þetta á wikipedia minnir mig. Mér finnst þetta bara svo magnað. Ég veit ekki alveg afhverju. Í sjálfu sér er þetta frekar atburðalítið video en það er eitthvað við það.
1. Björk - All is full of love
Þetta myndband og þetta lag er alveg rosalegt. Lagið til að byrja með er einstakt. Ekkert minna. Myndbandið er síðan, á einhvern mjög undarlegan hátt, það fallegasta, sorglegasta og það tilfinningaþrungnasta sem ég hef séð. Það er ekkert video sem hefur snert svona við mér. Það er á sama tíma skrýtið, grafískt og sexy. Algjörlega frábært. Ég vil í rauninni ekki segja eitt einasta orð um það en ég mæli með að allir sem nenna að lesa þetta færslu þó svo að þeir horfi ekki á öll videoin horfi á þetta. Þetta finnst mér vera kvikmyndagerðarlist í einu af sínu bestu formum. Tónlistin og myndin passa fullkomlega saman. Ég er búinn að horfa þetta video örugglega svona 10 sinnum og ég fæ alltaf gæsahúð.
7 comments:
Ekki sammála. Ég er að digga snoop grúvin persónulega.
Fyndið. Ég er búinn að horfa á All is full of love nokkrum sinnum núna og fæ alltaf gæsahúð uppúr 1:50 og út lagið. Geðveikt myndband.
Ég er ekki alveg jafn hrærður yfir þessum efstu tveimur og þú þótt mér finnist þau mjög töff bæði, sérstaklega Unkle myndbandið. Annars fannst mér Just myndbandið flottast af öllum þessum, þótt ég sé búinn að horfa á Ping Pong Song myndbandið svona 20 sinnum síðan ég talaði við þig í gær. Skemmtileg pæling, alltaf gaman að horfa á góð tónlistarmyndbönd, næstum því jafn gaman og það er leiðinlegt að horfa á glötuð tónlistarmyndbönd.
Frábær færsla. Verð að játa að ég horfi allt of lítið á tónlistarmyndbönd, líklegast vegna þess að mér finnst margfalt leiðinlegra að horfa á léleg myndbönd við tónlist sem ég fíla ekki en að horfa á góð myndbönd.
Tek undir það að Radiohead myndböndin eru oft djöfulli góð.
Fíla líka Red Hot Chili Peppers myndbandið sem er í stíl við Cabinet of Dr. Caligari (mest af því hvað ég elska þetta expressjónista-lúkk).
Eins og ég elska Beirut, þá var þetta myndband ekki að hreyfa neitt sérstaklega við mér.
Frumleg, áhugaverð, vel unnin færsla. 7 stig.
Kíkti líka á stop-motion myndbandið. Flott.
Ef þú fílar stop-motion þá muntu fíla Jan Svankmajer og Quay bræður. Svankmajer animeitar allt - það eru senur þar sem kjötbitar öðlast líf...
Já Beirut myndbandið stakk örlítið í stúf við hin. En ég veit það ekki. Mér finnst það eitthvað svo ótrúlega flott.. aðallega útaf músíkinni kannski. Það er eitthvað við það samt sem alveg gerir það fyrir mig.
Og já Bóbó. Just myndbandið var uppáhalds alveg mjööög lengi. Ógeðslega töff. Mér finnst bara UNKLE og Bjarkar video-ið vera í öðrum klassa. Þau eru bara svo ógeðslega ógeðslega góð. Ping pong song er síðan nátturulega klassík líka.
Endurskoðuð stigagjöf. 10 stig.
Post a Comment