Það eru liðin ár og öld síðan ég bloggaði hérna síðast. Hef einhvernvegin ekki fundið andann koma yfir mig undanfarið en sá mér ekki annað fært en að skella inn einni færslu hérna svona rétt til að friða yfirvaldið. Ég var reyndar búinn að ákveða að næstu færslur yrðu um myndirnar sem við eigum að vera búnir að horfa á þ.e. Notorious, General og fleira en sökum anna hef ég ekki enn komist í að horfa á þær. Geri það væntanlega um helgina (ekki þó allar kannski)
Eftir að hafa tekið þrefalt hádegishlé með vinunum ákváðum við bara að við höfðum ekkert betra að gera en að eyða deginum í vitleysu/vídjógláp. Svo við yfirgáfum Gráa Köttinn með það að markmiði að horfa á a.m.k. tvær bíómyndir fyrir kvöldmat. Eitthvað drógst þetta þó á langinn hjá okkur svo að nánast allur dagurinn og fyrri hluti kvölds fór í þetta (tíma vel eytt). Planið var semsagt að leigja allavega Fear and loathing in Las Vegas þar sem helmingur hópsins hafði ekki séð hana og restinni finnst hún snilld. Við komum þó að luktum dyrum á Aðalvideoleigunni en létum það ekki stoppa okkur og gengum út á Granda í Bónusvideo. Þar tjáði stelpan í afgreiðslunni okkur að Fear and loathing væri ekki til. Mig grunar reyndar bara að hún hafi verið annaðhvort freðin en kunni ekki að skrifa "loathing". High Fidelity var plan B svo að eftir að ég hafði stafað Fidelity fyrir hana u.þ.b. þrisvar sinnum tókum við hana sem gamla mynd og Hot Fuzz sem nýja mynd. Mig langar líka að koma á framfærri þeirri svívirðilegu vanvirðingu að láta mann borga 650 kr. fyrir skitla videospólu! Anskotinn hafi það! 650 KALL!!
En allavega ... að myndunum:
High Fidelity - 2000
Ég sá þessa mynd fyrst með bróður mínum þegar hún kom út og því löngu kominn tími á að ég sæi hana aftur. Helvíti skemmtileg mynd. Myndin fjallar í grófum dráttum um plötubúðareigandann Rob Gordon (John Cusack) og líf hans. Hann er með áráttu fyrir því að búa til lista yfir nánast hvað sem er og í gegnum myndina fylgjumst við honum segja frá Topp 5 "break-ups" og meðal annars því sem hann stendur í núna. Mikið af myndinni snýst um umræðum um tónlist og allskonar vinylplötur og annað skemmtilegt. Þar sem að ég er forfallinn tónlistaráhugamaður fannst mér einstaklega skemmtilegt að heyra allt þetta tal um músík og myndin þ.a.l. höfðaði mikið til mín.
Leikurinn er mest megnis bara helvíti góður. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi John Cusack en hann stendur sig mjög vel og skilar því sem hann þarf að skila. Mest hafði ég þó auðvitað gaman að karakter Jack Black (Barry) en hann er manískur "vinur" Robs sem gerir ekkert annað en að dreyma um að vera í rokk hljómsveit og hanga í plötubúðinni. Atriðið í enda myndarinnar þar sem Barry syngur "Let´s get it on" er algjörlega ógleymanlegt. Einnig fannst mér Todd Louiso standa sig frábærlega sem feimni vinyl-nördinn.
Tónlistin var helvíti skemmtileg. Mest megnis bara þekkt popplög og annað álíka.
Mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem hafa gaman af virkilega góðum "rómantískum gamanmyndum" (hata þess orðasamsetningu en eiginlega verð að nota hana hér. Ekki samt láta þetta fæla ykkur frá því myndin er í alvöru mjög, mjög góð)
Stigagjöf
3,5 / 5
Hott Fuss - 2007
Ég var dregin á þessa mynd í bíó fyrr á þessu ári og sá fram á hundleiðinlega tvo tíma. Annað kom á dagin. Myndin er ekta bresk, súr gamanmynd með alveg kolsvörtum húmor. Simon Pegg er nátturlega meistari.
Myndin fjallar um ofurlögguna Nicholas Angel (Pegg) sem er sendur út á land þar sem að hann var orðinn það góður að hann varpaði skugga á restina af löggunum í London. Angel lætur það að vera í smábæ ekki stoppa sig í að vera sem allra besta löggu og byrjar að "taka til" í bænum. Undarlega "slys" fara þó að eiga sér stað og Angel er fullviss um að þarna sé ekki allt með feldu. Restin af bænum er þó á öðru máli og setur upp grímu sakleysis þegar Angel fer að tala um morð. Myndin leysist síðan upp í aaaalgjöra kaos og vitleysu en gengur þó aldrei yfir strikið. Síðustu 30 min af myndinni eru alveg rosalegar.
Ég í raun bjóst ekki við neinu af þessari mynd þegar ég sá hana fyrst og þess vegna fannst mér hún kannski svona góð. Þannig að þó að ég sé að lofa hana myndi ég taka þessu með fyrirvara þar sem að hún er alveg örugglega ekki allra. Þetta er bara helvíti góð skemmtun! Mér fannst hún reyndar ekki jafn skemmtileg í seinna skiptið en ég meina fokk it.. skiptir ekki máli.
Stigagjöf
3,5 / 5
Allt í allt var þetta bara helvíti skemmtilegur dagur. Tvær góðar myndir og þrír góðir vinir. Mæli með að taka sér svona frí frá lærdómnum og glápa bara. Getur verið gjéggjað.
Thursday, November 1, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment