Wednesday, November 14, 2007

This is England - 2007

Sá þessa mynd á Græna Ljósinu síðast liðinn laugardag. Svo ég haldi áfram þeirri hefð að tala um eitthvað allt annað en bíómyndina sjálfa í byrjun færslu þá vil ég byrja á því að hrósa Græna Ljósinu. Ég hélt alltaf að þetta væri einhver svona bara .. ný stefna hjá Regnboganum þ.e. að höfða til fólks sem þolir ekki að bíða yfir 20 min af auglýsingum á undan 20 min af trailerum. En, nei. Ég komst að því að þetta kemur Regnboganum í sjálfu sér ekkert við fyrir utan það að GR leigir af þeim sal. Myndin byrjaði semsagt á réttum tíma og hætt var að selja inn eftir að myndin byrjaði. En ég er búinn að geyma það besta þangað til núna - EKKERT HLÉ!!!! Djöfull elska ég að fara í bíó og það er ekki hlé. Hef reyndar ekki gert það oft en það er fokking frábært! Sökk gjörsamlega inn í myndina í staðinni og naut hennar mun betur heldur ef það hefði verið hlé.

Allavega.


This is England

Ég vissi í rauninni ekkert um hvað þessi mynd var þegar ég fór á hana fyrir utan það að hún fjallaði um enska öfga þjóðernissinna. Ég var ekkert með neinar sérstaklega miklar væntingar en hafði samt alveg trú á því að þetta yrði góð ræma (enda hafði títt nefndur Ingólfur Halldórsson mælt með henni). Það má með sanni segja að Shane Meadows hafi tekist að framreiða eina allra bestu bíómynd sem ég hef séð lengi. Já ég veit að þetta eru stór orð en ég stend við þau.

1. Söguþráður
Myndin fjallar um ungan dreng að nafni Shaun sem missti pabba sinn í stríðinu um Falklandseyjar árið 1983. Honum er strítt í skólanum og finnst lífið með einstæðri móður sinni frekar skítt. Lífið gengur sinn vanagang alveg þangað til að hann rekst á hóp róttækra pönkara á leið heim úr skólanum. Þeim verður strax vel til vina og þrátt fyrir töluverðan aldursmun er Shaun brátt fagnað sem einum af genginu. Lífið var gott - en aðeins um stund. Þegar höfuð hópsins Combo snýr aftur eftir nánst 4 ára fangelsisvist tvístrast hópurinn. Combo er mjög nálægt því sem ég myndi bara stimpla sem nýnasista og er með mjög ákveðnar skoðanir hvað varðar útlendinga í sínu ástkæra Englandi. Shaun flækist síðan inn í þetta allt saman og spennan magnast. Ætla ekki að segja meira. Sjáið þetta bara!

2. Look
Look-ið á þessari mynd fannst mér alveg einstaklega töff. Myndin var einhvernvegin eins og hún hefði í alvöru verið tekin upp árið 1983 (þá ég við myndgæði) þ.e. hún var alveg einstaklega trúleg! Búningarnir voru líka geðveikir.


Trailer myndarinnar


Leikurinn
Leikurinn er vægast sagt frábær! Thomas Turgoose á frábæran leik sem litli strákurinn Shaun. Á meðan ég sat í bíóinu velti ég því fyrir mér hversu gamall þessi drengur er. Ég var handviss um að hann væri yngri en karakterinn sem hann lék (sem var 12 ára). Ég komst síðan að því, mér til mikillar undrunnar, að hann er fæddur 1992. Sem gerir hann ári eldri en yngsti nemandi Menntaskólans í Reykjavík og mun yngri en Baltasar Breki Baltasarsson, stórstjarna MR-inga.
Thomas Turgoose í hlutverki Shaun


Stephen Graham stendur sig vel eins og alltaf í hlutverki Combo og Joseph Gilgun á líka frábæran leik sem Woody, höfuðpaur pönkarahópsins sem Shaun vingast við.


Frábær leikur. Frábært setting. Frábær tónlist. Frábær saga. Frábær mynd!


Stigagjöf:

4,5 / 5

1 comment:

Siggi Palli said...

Flott færsla. Þetta er ein af mörgum myndum sem ég ætla að kíkja á í jólafríinu.