Tuesday, November 27, 2007

The Cabinet of Dr. Caligari


Þessi mynd fannst mér vægast sagt klikkuð. Þetta voru mín fyrstu kynni af þýska expressionismanum, fyrirbæri sem maður hefur oft heyrt um en aldrei í rauninni nennt að kíkja á. Mér fannst þetta klikkað. Það greinilegt að nútímaleikstjórar á borð við Tim Burton (sem er einn af mínum uppáhalds og gæti útskýrt afhverju mér finnst hann svona góður eða afhverju mér fannst þessi mynd svona góð) hafa sótt mikið í brunn expressionismans. Til dæmis fannst mér líkindin koma greinilega í ljós í svona skökkum húsum og svona borðum og stólum sem voru algjörlega úr hlutföllum.

Ég nenni ekki alveg að fara út í söguþráð myndarinnar því það er nú kominn alveg ágætis tími síðan við sáum hana og ég vil ekki fara vitlaust með eitthvað. Ég skil í rauninni ekkert í mér að hafa ekki verið löngu búinn að blogga um þessa mynd því mér fannst hún alveg einstaklega töff.

Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af silent myndum en þessi vakti svo sannarlega áhuga minn og The General jók enn meira á hann! Þarf að tjékka á einhverjum fleiri svona classics!

No comments: