
Þessi mynd var án efa sú skemmtilegasta sem ég hef séð hingað til af þessum myndum sem við höfum átt að horfa á. Ingmar Bergmann hitti algjörlega í mark þarna.
Í fyrsta lagi finnst mér conceptið mjööög töff. Að láta miðaldar riddara tefla við dauðann í mjög svo drungalegri fjöru finnst mér alveg ógeðslega töff. Myndin gerist þegar svarti dauði herjar á Evrópu og svo ég vitni nú í okkar ástkæra Inspector sem mér fannst komast svo vel að orði:
"Hræðsla, ofstækistrú, ofbeldi og hatur eru allsráðandi og dauðinn herjar á annan hvern mann."
Í öðru lagi fannst mér contrastinn sem myndin var tekinn upp í geðsjúklega töff. Svart og hvítt með alveg rosalega skörpum skila á milli litanna. Þetta minnti mig örlítið á 300 sem var líka tekin upp í svona rosalegum contrast og allir litirnir urðu eiginlega svona óraunverulegir. Mjög töff.
Í þriðja lagi vakti þessi mynd virkilega mikinn áhuga minn á þessum leikstjóra. Ég ætla hiklaust að kíkja á fleiri myndir eftir Bergmann. Er það ekki annars punkturinn með að sýna okkur þessar myndir? Að vekja áhuga okkar á þessum legendary leikstjórum og myndunum þeirra? Siggi, þér tókst það svo sannarlega í þetta skiptið! Props!
1 comment:
Húrra fyrir mér! En jú, það er einmitt pointið með þessum sýningum - að opna augu ykkar fyrir einhverju nýju.
Post a Comment