Tuesday, November 27, 2007

8 1/2


Það eina sem ég vissi um þennan leikstjóra fyrir áhorfið var að þetta var uppáhaldsleikstjóri eiturlyfjaneytandanna og geðsjúklinganna í The Mars Volta. Þessa tengingu skil ég mjög vel enda var myndin jafn súr og síðasti diskur þessara meistara.

Myndin fannst mér alveg einstaklega furðuleg og þrátt fyrir nokkrar mjög svo flottar senur var hún samhengislaus og skrýtin. Ég veit ekki hvort að þetta er bara ég en ég get ekki sætt mig bara við nokkra tíma af einhverju listrænu rúnki. Ég verð að fá söguþráð. Bara smá, bið ekki um mikið, bara smá. Tökum sem dæmi eina af mínum uppáhaldsmyndum: Fear and Loathing in Las Vegas. Hún er í rauninni ekki með neinn svona solid söguþráð en hún byggir upp svo geðveikt andrúmsloft og er í það minnsta ekki algjörlega samhengislaus.

Ég get ekki sagt að ég sjái eftir að hafa horft á myndina (eins og t.d. American Movie) en ég get alveg fullvissað ykkur um að ég ætla ekki að sækjast í það að sjá fleiri Fellini myndir þ.e.a.s. ef þær eru allar svona.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ég hef nú ekki séð nema þrjár myndir eftir karlinn, en ég held ég geti ábyrgst það að þær eru ekki allar svona óaðgengilegar. Ég mæli t.d. hiklaust með Amarcord.