Friday, November 9, 2007

Romeo & Juliet - 1997


Romeo & Juliet
Ég er búinn að vera að hugsa um það alveg ótrúlega lengi hvað mig langar að sjá þessa mynd aftur og lét loksins verða af því í síðustu viku. Þar sem ég rausaði alveg helling um hneykslun mína á háu leiguverði Bónusvideo þá vil ég byrja á að hrósa videoleigunni James Böndum fyrir frábæra þjónustu og lágt verð (ætlaði að leigja myndina og var þá tilkynnt að ég gæti annaðhvort leigt hana á 200 kall eða keypt hana á 100 kall). Það er alveg augljóst hvert ég mun beina viðskiptum mínum í framtíðinni!

En að myndinni. Myndin er stílfærð útgáfa af frægasta leikriti Williams Shakespears, Rómeó og Júlíu, eins og titillinn gefur augljóslega í ljós. Ég á einhvernvegin frekar erfitt með að útskýra þetta en prufið að ímynda ykkur söguna um Rómeó og Júlíu tekna úr miðaldar-settinginu sem hún gerðist í og troða síðan öllu heila klabbinu með upprunalegum texta og öllu í miðja stórborg nútímans. Það er svo í grófum dráttum það sem Baz Luhrman gerði við þetta meistaraverk Shakespears.

Þetta er atriðið þar sem Rómeó og Júlía sjá hvort annað í fyrsta skipti (í grímubúningapartí hjá Capulet ættinni)


Fyrst um sinn fannst mér það pínulítið skrýtið að sjá Rómeo (Leonardo DiCaprio) og Júlíu (Claire Danes) flytja upprunalegan texta leikritsins í svona nútímalegu umhverfi en það vandist fljótt og varð eiginlega bara virkilega, virkilega töff. Þetta hefði aldrei virkað nema vegna þess hversu ótrúlega vel þessi tvö og í raun allir hinir leikarar myndarinnar standa sig ótrúlega vel! Ég get ímyndað mér að það sé allt annað en auðvelt að flytja þennan texta, sem allur er á frekar fornri ensku, og leika þetta vel í leiðinni. Sérstaklega fannst mér Pete Postlethwaite sem lék prest og vin Rómeós og Harold Perrineau sem lék besta við Rómeos Merkútíó leika sín hlutverk frábærlega.
Tónlistin í myndinni er gjörsamlega geðveik. Ég átti reyndar soundtrackið löngu áður en ég sá myndina. Mig minnir að ég hafi stolið því frá bróður mínum einhverntíman því á því voru tvö Radiohead lög, Talk Show Host og Exit Music. Fyrrnefnda lagið gengur eiginlega eins og þema í gegnum nánast alla myndina og ég man allavega eftir 3 mjög mikilvægum atriðum þar sem lagið var undir. Exit music, sem var í raun aðeins samið fyrir myndina en fékk síðan að vera með á meistaraverkinu OK Computer, kemur síðan yfir credit listann á einhvernvegin ótrúlega vel við þarna (gæsahúð). Fyrir utan þessi lög, eitt Moby lag og nokkur trip-hop lög, er restin af tónlistini mest megnis einhverskonar kóratónlist eða falleg klassík tónlist leikin af sinfóníuhljómsveit.
Mig langar líka aðeins að tala um allt umhverfið í myndinni sem mér fannst alveg ótrúlega töff. Í þessari stílfæringu á þessum löngu klassíska leikriti er einhvernvegin allt rifið úr samhengi en virkar samt fullkomlega. Til dæmis fannst mér pælingin með að sýna mikilfengleika og í leið óvináttu Capulet og Montague ættanna með því að stilla upp risastórum skýjakljúfum hvorrar ættar andspænis hvorum öðrum í miðri Verona borg. Einnig fannst mér mér pælingin með risastór "leiksviðið" niðri á ströndinni, þar sem Montague-strákarnir réðu ríkjum, geðveik. Atriðið milli Rómeós og Tíbalt er t.d. eitt það flottasta sem ég man eftir.

Allavega. Ég bar alveg helvíti miklar væntingar til þessarar myndinar og í stuttu máli sagt stóðst hún allar mínar væntingar og gott betur! Eftir að maður hafði aðeins vanist því að hlusta á þennan gamla enska texta varð þetta allt alveg ótrúlega töff og það rann upp fyrir manni hvað það voru margar virkilega góðar pælingar í gangi þarna. Til dæmis að láta alla karakterana fara með byssurnar sínar eins og sverð fannst mér mjög flott. Síðan er sagan auðvitað geðveik. Forboðin ást, hatur og morð eru náttúrulega löngu orðin klassík yrkisefni en sjaldan hefur tekist betur til en hér. Mæli með þessari!

Stigagjöf:

4/5

3 comments:

Bóbó said...

Sammála, geðveik mynd. Þessi og What's Wating Gilbert Grape staðfestu mig í trúnni að Leonardo DiCaprio er einn besti leikari samtímans.

Árni Þór Árnason said...

Á einmitt alltaf eftir að sjá Gilbert Grape. En ég er sammála einn af allra allra bestu leikurum samtímans. Mér fannst hann til að mynda frábær í hinni ótrúlega vanmetnu mynd The Beach og svo nátturulega The Aviator og fleiri góðar. Meistari.

Björn Brynjúlfur said...

Ég hefði verið til í að sjá þessa með þér - ótrúlega langt síðan ég sá hana!

Hringdu í mig ef þig langar í kósý spólukvöld aftur á næstunni ;)