Monday, November 19, 2007

Uppbótarfærla #1 - The General og American Movie

Ég veit, ég veit. Það eru allir löngu búnir að blogga um þessar myndir en þar sem að ég er svo mikill auli að mæta aldrei í sýningartímana ætla ég að taka allar þessar myndir og blogga um þær (þó ekki væri nema til þess minnsta kosti að fá mætingu í tímana og auðvitað að sjá öll þessi tímalausu meistaraverk).

Ég tók ákvörðun um að reyna að gera þetta í svona sæmilegri tímaröð. Útfrá þeirri röð sem myndirnar voru sýndar í þ.e.a.s. ekki eiginlegri tímaröð og ákvað því að byrja á The General og færa mig svo yfir í American Movie. Það hefði ég betur ekki gert. Þetta var rosalega mikið eins og að borða kökuna sem var ætluð í eftirrétt á undan ofelduðu steikinni sem var aðalrétturinn. Það sem ég á við að ég þurfti gjörsamlega að þröngva mér í gegnum American Movie því eftir að hafa horft á jafn frábæra mynd og The General var gjörsamlega ömurlegt. Það ömurlegt að ég hætti eftir helming myndarinnar.

En allavega.

The General
Ég sé eiginlega engan tilgang í að vera að fara eitthvað ýtarlega út í söguþráð þessarar myndar þar sem að þið eruð örugglega búnir að lesa þetta einhverstaðar annarsstaðar eða sáuð bara einfaldlega myndina sjálfa. Það er þó alltaf gaman að tala örlítið um þetta. Myndin fjallar í mjög, mjög grófum dráttum um mann sem ekki þykir "fit" til að vera í hernum og sinnast þess vegna við kærustuna. Upp hefst síðan svakalegur eltingaleikur þar sem Buster Keaton sýnir ótrúlega fimi og framkvæmir hluti sem hafa örugglega þótt algjörlega fáránlegir á þessum tíma. Buster Keaton er þarna í aðallhlutverki en hann skrifaði einnig myndina ásamt Clyde Bruckman. Hlutverkið gjörsamlega smellpassar manninum (sem á örugglega orsök sín í því að hann skrifaði myndina).
Ég hef aldrei verið neinn sérstakur áhugamaður um silent tímabilið en þó haft mikið gaman af einstaka Chaplin myndum og svona. Þessi mynd fannst mér hinsvegar svo helvíti skemmtileg að ég get fullyrt það að ég ætla að kynna mér þetta betur í ró og næði í jólafríinu.




American Movie
Ég hef ekkert gott að segja um þessa mynd. Mér fannst hún bara drepleiðinleg. Nenni svona semi ekki að eyða orðum í hana. Sorry Siggi en ég bara get það ekki. Verður bara að gefa mér skróp fyrir þessa tíma ef þessi færsla er ekkki fullnægjandi. Bóbó sagði eiginlega allt sem ég hef að segja um þessa mynd. Ég vísa því í færsluna hans

1 comment:

Siggi Palli said...

Ég er ekkert yfir mig sár. Það er greinilegt að American Movie er ekki allra, og ég efast um að ég noti hana í framtíðinni. Mér fannst hún bara svo djöfulli skemmtileg...