Wednesday, April 16, 2008

Gossip Girl


Ég er svo fokking mikill sökker fyrir unglingasápuóperum að það nær bara engri átt. Ég fokking elskaði O.C. og átti það til að detta í harkalega One Tree Hill-binge þegar það var sýnt á Skjá einum (eða er það ennþá sýnt þar?)

Það sem ég datt í núna seinast var Gossip Girl sem ég held alveg örugglega að sé byggt á einhverjum bókum fyrir unglingsstelpur. Þessi þættir eru snilld. Þeir eru snilld. Af þeim unglingasápum sem ég hef séð er þetta án efa sú sem er hvað mest brútal og bitchy. Og til að toppa það þá leikur Matthew Settle í þessu!!!

Söguþráðurinn er basicly svona:

Það er narrator í þáttunum og það er rödd stelpu sem heldur úti heimasíðunni Gossip girl sem er, eins og hún segir sjálf: "...your one and only source into the scandalous lives of Manhattan´s elite". Serena Van Der Woodsen er ný flutt aftur til Manhattan eftir að hafa hrökklast þaðan til að ekki kæmist upp um ákveðið leyndarmál og er að reyna að finna fótfestu aftur í hinu yfirborðskennda lífi ríka fólksins í Manhattan. Inn í líf hennar blandast síðan millistéttardrengurinn Dan Humphry en hann hefur verið skotinn í Serena alveg síðan þau voru pínulítil en það er fyrst núna sem hún tekur eftir honum.

Þetta er svona basic plottið. í hverjum þætti er nýtt ótrúlegt vandamál og "vinkonur" Serene með erkitæfuna Blair Waldorf í farabroddi vera alltaf kvikyndislegri. Stundum held ég að það geti í alvörunni ekkert toppað tíkarskapinn í þeim en síðan kemur einhver bomba.

Það að Matthew Settle sé þarna finnst mér alveg ótrúlega fyndið. Maðurinn sem ég heillaðist fyrst af í Band of Brothers sem hinn óttalausi Lt. Speirs og varð síðan ástfanginn af sem Jacob Wheeler í Into the West, að leika í sápuóperu? Það fannst mér ótrúlega skrýtið fyrst en það venst ótrúlega hratt. Hann er líka langbesti leikarinn þarna og ég hef gaman af öllum senunum sem hann kemur nálægt.

Eins og í öllum öðrum unglingasápum má síðan finna alla nýjustu slagarana og í enda hvers þáttar má nánast alltaf stóla á að heyra eins og eitt angurvært popplag eins og t.d. Apologize eftir Timbaland feat. One Republic o.m.fl.

VÓ! Mér tókst næstum því að komast í gegnum þessa færslu án þess að minnast á Chuck. Chuck er klárlega uppáhaldskarakterinn minn í þessum þáttum. Siðlausari gaur er erfitt að vinna í kvikmyndum eða þáttum.

Þið verðið að tjékka á þessum þáttum!

Bitch-Viiiiiiibe!

1 comment:

Ingólfur said...

Hmmm... ég datt reyndar aldrei inn í OC eða one-tree hill, finnst það ekkert sérstaklega skemmtilegt. En ég er ekki syndlaus í þessu frekar en öðru þar sem ég hef óstjórnlega mikið gaman af því að horfa á Gilmore Girls og hið ömurlega melódrama Everwood(seinni þættirnir eru bara frábærir vegna þess hvað þeir eru asnalegir og vondi kallinn í Phantom leikur aðalhlutverkið)