Wednesday, April 16, 2008

Requiem for a dream


Ég horfði á þessa mynd aftur í dag. Þetta var í annað skipti sem ég sé hana og í bæði skiptin hef ég verið í einhverju rosalega undarlegu skapi. Í fyrra skiptið var ég ógeðslega, ógeðslega þunnur og horfði á hana í tölvunni minni með headphones. Í dag horfði ég á hana í veikindamóki á milli þess sem ég ældi í fötu við hliðina á rúminu. Núna horfði ég á hana í pínulitlu Sharp sjónvarpi sem ég keypti mér þegar ég var 10 ára. Þannig ég á eftir að upplifa myndina í almennilegu sjónvarpi. Hvað þá á bíótjaldi. Það stoppar þó ekki þessa mynd í að vera hugsanlega þá mögnuðustu sem ég hef séð. Dísus kræst! Þessi mynd er svo ótrúlega heartbreaking að það nær ekki átt og ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að ég hef grátið yfir endanum í bæði skiptin sem ég hef séð hana.

Ég og Requiem for a dream höfum átt í ótrúlega löngu og sérkennilegu sambandi. Ég man eftir því þegar allir Vesturbæjar-vinir mínir horfðu á myndina heima hjá Jóni Gunnari og sögðu allir að þetta væri besta mynd sem þeir höfðu séð. Það kveikti áhuga minn á myndinni um leið. Það er ekki eins og ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að leigja hana á videoleigum en afsakaði mig alltaf með því að ég vidli sjá hana við eitthvað sérstakt tilefni. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég rakst á hana í Fona í Kaupmannahöfn eftir Hróaskeldu 2006 að ég ákvað að kaupa hana. Spenntur og ánægður með kaupinn sýndi ég einum samferðamanni mínum, Bóbó, hvaða mynd ég hafði keypt. Það fyrsta sem hann sagði við mig var: "Horfðu á hana einn!"

Það er skemmst frá því að segja að myndin lá heima hjá mér í fleiri mánuði áður en ég þorði að horfa á hana. Á einhvern undarlegan hátt var ég semi hræddur við þessa mynd. Kannski er það hluti af ástæðunni fyrir að mér finnst hún svona fokking gjéggjuð.

Þetta finnst mér vera rosalegasta atriðið í myndinni. Það er þarna sem ég fer alltaf að skæla.


Requiem for a deam er fyrsta og eina myndin sem ég hef séð eftir Darren Aronofsky. Ég hef reyndar heyrt að bæði Pi og The Fountain séu góðar en á eftir að tjékka á þeim. Ég hef reyndar lesið Fountain (myndasöguna) og fannst ekki mikið til koma en Aronofsky skrifaði hana einmitt. Requiem for a dream er hinsvegar gerð eftir samnefndri bók Hubert Selby Jr. en hann og Aronofsky unnu screenplay-ið síðan saman.

Myndin fjallar um hóp af ungu fólki: Harry (leikinn af Jared Leto), Marion (leikin af Jennifer Connelly) og Ty (leikinn af Marlon Wayans) og mömmu Harry, Sara Goldfarb (leikin af Ellen Burstyn) og hvernig fíkn þeirra fer út böndunum. Harry og Ty ákveða að gerast dealer-ar og til að byrja með gengur þeim allt í haginn. Á sama tíma blómstrar ástarsamband Harry og Marion. Mamma Harry, Sara, ákveður að fara á mjög vafasamann megrunarkúr til að geta komist í gamla rauða kjólinn sinn áður en hún er boðuð í sjónvarpsþátt. Sumarið líður hjá áhyggjulaust en með haustinu fer allt að ganga á afturfótunum og endar með hörmulegum afleiðingum.

Jennifer Connelly og Jared Leto fara á kostum. Magnað atriði.


Allir leikararnir sem ég nefndi hér að ofan standa sig alveg einstaklega vel. Jared Leto virðist vera í blóð borið að leika eiturlyfjafílka því að í þau skipti sem ég hef séð hann hefur hann í bæði skiptin verið að leika slíkann þ.e. hér og í Lord of War. Hann ætti allavega að hætta að spila í þessari fokking emo hljómsveit sinni, 30 seconds to Mars, og fara að leika eitthvað af viti því að hæfileika hefur hann drengurinn. Jennifer Connelly man ég ekki eftir í neinu nema Blood Diamond þar sem hún stóð sig mjög vel. Hérna sýnir hún þó stórleik! Ótrúlega magnað að fylgjast með því hvernig fíknin fer verr og verr með hana í andlitinu. Marlon Wayans kannast flestir örugglega við sem gæjann sem gerir Scary Movie myndirnar, Little Man og ömurlega útgáfu af From Hell. Meira að segja hann, maður sem ég hélt að ég gæti aldrei tekið alvarlega, stendur sig prýðilega hérna. Vitaskuld hvílir frekar lítil leikábyrgð á honum en hann skilar því sem hann þarf. Stærsta leiksigurinn þykir mér þó Ellen Burstyn vinna. Ég man ekki eftir að hafa séð hana í neinu öðru en hún er hreint út sagt ótrúleg í hlutverki sínu. Hún er líka karakterinn sem maður vorkennir hvað mest í myndinni því hún er í rauninni sú eina sem hefur "góðan" tilgang fyrir því sem hún gerir og með fullri virðingu fyrir því sem kemur fyrir Harry þá finnst mér hún hljóta verstu málalokin.

Það sem mér fannst sérstaklega töff við myndina, fyrir utan það hvað hún er ógeðslega vel leikin, er það að henni sé skipt upp í kafla: Summer, Fall, Winter. Mér finnst líka mjög töff að það komi aldrei "Spring". Myndin er í rauninni "niðurávið" alveg frá byrjun. Það rofar aldrei til. Hljómar þunglyndislega ég veit en svona er þetta bara.

Ótrúlega fallegt atriði í fyrri helming myndarinnar og sýnir vel hvernig myndin nýtir sér tvískiptan skjá. Þetta er gert oft í myndinni en kemur hvergi betur út en ákkurat þarna.


Ég gæti í rauninni talið endalaust upp atriði í þessari mynd sem mér finnst flott eins og t.d. cutscene-in þegar þau eru að dópa, atriðið þar sem Marion öskrar ofan í baði, þegar Ty og Harry sitja fastir í fanglesi á leiðinni til Florida (Það er svo fokking geðsjúkt aðriði. Fann því miður ekki youtube-link), eða þá bara tónlistina! Ég held samt að tíma þínum, lesandi góður, væri betur varið í að fara og leigja þér þessa mynd hið snarasta!

Þetta er mynd sem mun aldrei fara af Topp 10 listanum mínum.

Stigagjöf:

5/5

PS. Athugið Tónlistarfærsluna fyrir tóndæmi úr tónlistinni í myndinni. Það þekkja allir þetta lag

No comments: