Wednesday, April 16, 2008

To Kill A Dead Man


í veikindum mínum undanfarna daga horfði ég líka í milljónasta skiptið á Portishead DVD-ið mitt. Þetta er live upptaka af tónleikum sem Portishead héldu í New york. Þar spila þau nánast öll lögin af fyrstu tveimur diskunum sínum Dummy og Portishead. Settingið er ótrúlega töff. Einhver tiltölulega lítil höll sem heitir Roseland Ballroom og áhorfendurnir sitja nánast allan hringinn. Auk Portishead koma fram fullt af auka strengja- og blástursleikurum sem gefa lögunum svolítinn annan keim en á plötunum sjálfum.

Portishead - Roads í ótrúlega flottri útgáfu.


Þetta var þó ekki það sem ég ætlaði að tala um í þessari færlsu heldur það að þegar ég fór að skoða í gegnum aukaefnið á disknum fann ég mynd sem heitir: To Kill A Dead Man og er spæjaramynd gerð og leikin af Portishead árið 1994. Tónlistin í myndinni er að sjálfsögðu eftir þau sjálf. To Kill A Dead Man er eins og áður sagði spæjaramynd sem fjallar um morð og afleiðingar þess.

Fylgist vel með tónlistinni. Hún er mögnuð.


Þess má einnig geta að Portishead er í þann mund að (eða er nýbúin að) senda frá sér nýja plötu eftir margra ára hlé. Hún heitir Third og er einmitt þriðja plata hljómsveitarinnar. Ég fann upptöku á netinu sem kallast Portishead in Portishead þar sem hljómsveitin leikur sjö ný lög í stúdíó sínu í Portishead í Englandi.

Þetta má finna hér.

Njótið vel!

No comments: