Mig langar kannski fyrst að minnast á hversu óskaplega glaður ég er að hafa verið í kvikmyndafræði núna í ár en ekki í fyrra. Ég hefði örugglega farið í kvikmyndafræði þó svo að námsefnið hefði nánast bara verið 500 bls bók vegna þess að kvikmyndasaga er skemmtileg en það sem við gerðum í vetur getur ekki verið annað en snilld. Ég held að ég geti alveg fullyrt að þessi kvikmyndafræðiáfangi er það skemmtilegasta sem ég hef lært í MR. Kvikmyndafræði og saga í 3. bekk sem var líka snilld. Það er því með sorg í hjarta sem ég kveð þennan áfanga. Ef bara maður hefði jafn mikinn metnað og áhuga á öllu hinum sem maður lærir í skóla.
Það sem mér hefur fundist skemmtilegast er hvað við höfum getað haft mikil áhrif á námskeiðið, þ.e. við höfum svona fengið að þróa það með Sigga Palla. Bloggið er líka epísk snilld og ég hef vellt því fyrir mér hvort að maður haldi þessu ekki bara áfram eftir að skóla lýkur. Samkeppnin sem myndaðist innan allavega ákveðins hóps fannst mér líka skemmtileg og töff þegar við svona fórum að átta okkur á því hvað væri hægt að gera við þetta blogg. Ég held að ég ljúgi því t.d. ekki að ég hafi verið fyrstur að setja inn Youtube link og Bóbó fyrstur til að kvóta í sína eigin færslu. Svo ekki sé minnst á sniðugt einkunnakefi Marinós (metrar af filmu) sem hann virðist reyndar vera búinn að gefast upp á og nýstárleg færsla Jóns um The Matrix.
Einnig fannst mér skemmtilegt hvað það var mikið gert úr RIFF-vikunni. Áhuginn hjá Sigga Palla smitaði alveg út frá sér og ég fór á fleiri myndir á hátíðinni heldur en ég hélt að ég myndi nokkurntíman gera. Það væri kannski hægt að gera eitthvað svipað í kringum kvikmyndahátíðir Græna Ljóssins. Bara pæling.
Það eina sem mér datt í hug að mætti breyta er að láta þetta helvítis próf gilda 50% á móti öllu hinum sem maður gerir allan veturinn. Ég get skilið að þetta hafi verið svona þegar að vera í kvikmyndasögu var bara eins og læra fyrir sögupróf en við höfum eiginlega ekki farið í neitt bóklegt í vetur og þess vegna þykir mér asnalegt að prófið gildi til hálfs við vinnuna allan veturinn. Ég veit að það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu vegna þess að þetta eru bara skólareglur en ef gefinn er góður fyrirvari hlýtur að vera hægt að endurskoða þetta eitthvað. Mér datt ekkert í hug sem mætti henda alveg út.
Það sem mér fannst ég læra mest af var stuttmyndagerðin og kennslan sem fór fram í kringum hana. Þegar ég var í 9. og 10. bekk gerðum við félagarnir alveg helling af misgóðum stuttmyndum en flöskuðum oft á svona grundvallaratriðum. Mér fannst líka skemmtilegt að gera eina stuttmynd bara í myndavélinni því það var ákveðið challenge útaf fyrir sig og svo fékk maður allt aðra upplifun af stuttmyndagerð þegar maður fékk að vinna með rándýrt forrit í rándýrri tölvu.
Mér fundust þeir bíótímar sem ég mætti í líka mjög skemmtilegir og gerðu mér kleyft að sjá myndir sem ég myndi annars örugglega alveg horfa á. Mér fannst líka skemmtilegt að ég kannaðist ekki við nema einhverjar örfáar myndir sem Siggi sýndi. Best var náttúrulega Man Bites Dog en ég er ennþá alvarlega að pæla í að setja hana á Topp 10 listann minn.
Ég vil þá bara enda á því að þakka þér (Siggi Palli) kærlega fyrir frábært námskeið og fyrir almennan meistaraskap.
Takk kærlega fyrir mig og þakkir til allra þeirra sem nenntu að lesa þessi skrif mín!
-Árni Þór
Wednesday, April 16, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Fínar athugasemdir.
Ég vona að þér sárni það ekki þó ég láti vera að gefa þér stig fyrir afganginn. Það er alveg ljóst að þú færð vel rúmlega fullt hús stiga. Fljótt á litið sýnist mér að þú myndir enda með 120-130 stig. Ég vil frekar lesa færslurnar sem eftir eru þegar ég hef tíma frekar en að renna leifturhratt yfir þetta núna til þess að gefa þér stig sem breyta engu.
Takk fyrir veturinn.
Post a Comment