Tuesday, April 1, 2008

Man Bites Dog


Ég hef nú ekki verið tíður gestur í bíótímunum í vetur en ég hef verið ánægður með þær myndir sem ég hef séð hingað til. belgíska mockumentarymyndin Man Bites Dog toppar þó eiginlega flest sem ég hef séð. Hún er svo fokking rosaleg maður! Díses! Sjaldan eða aldrei hef ég fyllst jafn miklum viðbjóði yfir bíómynd en samt verið svona mikið "in awe" hvað hún var ógeðslega vel leikin, vel skrifuð og solid bíómynd. Það sem mér finnst magnaðast við þetta er að þetta var bara eitthvað útskriftarverkefni hjá gæjunum sem gerðu myndina: Rémy Belvaux, André Bonzel, Benoît Poelvoorde, Vincent Tavier. En allir þessir náungar komu að myndinni á einhvern hátt; klipptu, skutu, leikstýrðu eða skrifuðu. Myndin er nefnilega nokkuð sérstök að því leiti að allir koma fram undir réttnefni þ.e. allir karakterarnir í myndinni heita sínum réttu nöfnum. Enda var ég mikið að pæla í þessum eftir myndina hvort að credit listinn væri "fake" þegar nöfnin á gæjunum birtust. Ég fór þ.e.a.s. að pæla í því hvort að náungarnir sem gerðu myndina hafi viljað ná fram einhverjum svona realískum factor með því að setja nöfn karakterana í credit listann. Ég áttaði mig ekki á því hvernig á stóð fyrr en ég kom heim og skoðaði wikipedia. Töff samt. Töff að myndin hafi látið mig efast svona.

Myndin fjallar um kvikmyndatöku lið sem er að gera mynd um mann að nafni Benoît. Benoît er raðmorðingi með aðsetur í París og drepur eiginlega nákvæmlega eins og honum sýnist. Til dæmis sýnir setningin: "I usually start the month with a postman" heilmikið um hversu anskotans sama honum er um þá sem hann drepur. Eftir því sem á líður smitast kvikmyndatökuliðið af vondum og brengluðum áhugamálum Benoît og virkilega truflandi hlutir fara að gerast.

Í tímanum fyrir bíótímann var ég í sálfræði að flytja fyrirlestur um andfélagslega persónuleikaröskun og tók þar sem dæmi raðmorðingja sem ég held að flestir ættu að þekkja nefnilega Ted Bundy en hann er einmitt þekktasta dæmið um mann með andfélagslega persónuleikaröskun á háu stigi. Meðal einkenna þessarar röskunnar er að sjúklingurinn iðrast ekki gjörða sinna á nokkurn hátt og er algjörlega óttalaus. Þessi lýsing fannst mér eiga alveg ótrúlega vel við um Benoît. Hann er maður sem drepur algjörlega iðrunarlaust og er að því er virðist óttalaus. Til dæmis finnst honum ekki mikið til þess koma þegar ítalska mafían fer að senda honum og fjölskyldunni hans rottur reknar í gegn með priki eftir að hann drepur "óvart" einn af þeirra mönnum.

Benoît, eftir að hafa skotið ítalskan mafíumeðlim og heilt kvikmyndatökulið sem var að mynda hann.


Það sem gerir þessi mynd eins óhugnarlega og hún er í raun og veru er stórkostlegur leikur Benoît Poelvoorde. Það er hreint út sagt ótrúlegt hversu "eðlilegur" karakterinn er á milli þess sem hann er ekki að fremja einhver hrottaverk. Dýptin í karakternum er svo mikil. Gott dæmi er þegar hann bendir kvikmyndatökuliðinu á dúfuna á húsþakinu og fer með ljóðið sitt "Pigeon" eða þá þegar hann segist hafa grafið tvo múslima á byggingasvæði en "facing Mecca, of course." Þó svo að maðurinn sé alveg einstaklega sturlaður þá eru svona mannlegir eiginleikar sem koma sífellt í ljós sem gera hann að svo óhugnarlegur karakter því hann gæti í rauninni verið hver sem er. Hann gæti verið strætóbílstjóri eða læknirinn þinn eða bara hver sem er. ÞAÐ fokkar mér upp.

Hinir leikarar myndarinnar , þ.e. kvikmyndatökuliðið, standa sig allir mjög vel. Breyting þeirra frá því að vera bara venjulegir menn yfir í það að smitast af óhugnarlegum athöfnum Benoît og verða í raun skrímsli eins og hann er mjög trúverðug. Það er annar punktur sem gerir þess mynd svona rosalega. Þetta er svo trúlegt!

Þetta atriði er ótrúlega táknrænt fyrir það hvernig kvikmyndatökuliðið er alltaf að týnast meira og meira í þessum óhugnarlega heimi Benoît.


Það eru nokkur alveg ótrúleg atriði í þessari mynd. Atriði sem ég held að ég muni seint, ef einhvertíman, gleyma. Það fyrst sem ég man eftir er einmitt atriði eftir atriði í youtube klippunni hérna fyrir ofan þegar Benoît og kvikmyndatökuliðið er hent blindfullu út af bar og taka til við að syngja "cinema, CINEMA!". Það er eitthvað, sem ég get ekki alveg komið auga á, sem ljáir þessu atriði ótrúlega spennu. Maður bara veit að það er eitthvað að fara að gerast. Og þá gerist það. Benoît og kvikmyndatökuliðið ræðst inn á par og svo nauðga allir konunni. Og eins og það væri ekki nógu ógeðslegt þá er næsta skot eftir það skot af íbúðinni eftir að þeir eru farnir og þá er það fyrsta sem sést sundurskorið lík konunnar og maðurinn dauður ofan í vaski. Ógeðslegt.

Annað er þegar kvikmyndatökuliðið manar Benoît til að brjóast inn hjá ríku fólki því að þeir höfðu tekið eftir að hann dræpi aðeins fólk á jaðri samfélagsins. Hann tekur að sjálfsögðu áskoruninni og brýst inn í einhverja villu. Það sem mér fannst einna ógeðslegast í myndnni gerðist einmitt þarna þegar hann kæfir krakkann (!) og útskýrir á meðan aftur honum sé illa við að drepa börn! Dísus! Ég fæ alveg svona hnút í magann við það að hugsa um þetta. Annað ógeðslegt sem gerist inni í þessu húsi var þegar hann ætla að snúa heimilisföðurinn úr hálslið og biður hljóðgæjann um að setja mic-inn upp að hnakkanum svona að hljóðið heyrist! OJ!

Hvað varðar hljóð og mynd þá er þessi mynd alveg nákvæmlega eins og hún á að vera. Myndin er tekin upp á eina svona handy-cam sem getur einmitt verið frekar vafasöm pæling en þessir meistarar ná oft á tíðum alveg ótrúlega flottum skotum. Annað sem ég vill minnast á er hvað mér finnst það hjálpa myndinni mikið að vera svart-hvít. Andrúmsloftið verður miklu flottara þannig. Og ég tala nú ekki um það hvað það hjálpar myndinni mikið að vera á frönsku! Ég ætla rétt að vona að það verði aldrei gerð Hollywood útgáfa af þessari mynd fyrir utan það að ef einhver hefði yfir höfuð áhuga á því væri það örugglega búið og gert.

Hvað varðar tónlist man ég ekki eftir neinni tónlist í myndinni. Nema eftir einu lagi sem Benoît og vinkona hans Valerie spila saman. En svona á meðan ég man tók ég eftir einu í því atriði sem ég skammast mín eiginlega fyrir að viðurkenna og skiptir nákvæmlega engu máli þ.e. að þegar þau byrja aftur á laginu þá segir Benoît að það sé í 4/4 takt en það er í 3/4.

Allavega hljóð og mynd eru nákvæmlega eins og þau eiga að vera. Ekkert meistaraverk á hvorugu sviðinu en það þurfti heldur ekki og hefði algjörlega skemmt myndina.

Eins og ég sagði í byrjun er langt síðan bíómynd hefur haft svona áhrif á mig og fullt mig jafn miklum viðbjóði. Ég mæli þó með því að sem flestir sjái þessa mynd því hún er algjört meistaraverk. Ef hún er jafn góð í annað skiptið (sem ég efast ekki um að hún sé) þá fer hún beint á topp 10 listann minn!

5/5

4 comments:

Bóbó said...

Great minds think alike, eða var þetta gamla góða copy/paste? :)

Árni Þór Árnason said...

Skil hvað þú meinar, var að lesa þína núna rétt í þessu. Ég verð að skjóta á great mind think alike því ég var ekki búinn að lesa þína áður en ég skrifaði. Gæti haft áhrif að við töluðum um þetta í gær á leiðinni heim.

Siggi Palli said...

Fantafín færsla. 8 stig.

Siggi Palli said...

Til hamingju Árni! Eftir samantekt og endurskoðaða fyrirgjöf ertu með 100 stig á vorönn.

Minni samt á það að þú varst með 9,5 á haustönn, þ.a. ef þú ætlar að fá hreina tíu fyrir bloggið þarftu eina færslu til viðbótar.

Ennfremur, ef þú vilt skila Tónlistar-færslunni sem sérverkefni (sjá comment við þá færslu) þá detta þau 10 stig auðvitað út.