Sunday, February 17, 2008

5 bestu trailerar sem ég hef séð

Góður trailer getur gefið til kynna hversu awesomeus myndin getur orðið. Eins getur vondur trailer haft þau áhrif á mann að maður gefur myndinni aldrei séns. Ég á í svona "love/hate" sambandi við trailera (eða teasera eða theatrical trailera eða hvað þetta heitir nú allt saman). Stundum finnst mér ógeðslega gaman að sjá sýnishorn úr myndum sem ég er spenntur fyrir að sjá en stundum finnst mér best að vita ekki neitt. Mér fannst t.d. trailerinn fyrir Sweeney Todd geðveikur og horfði á hann aftur og aftur á meðan ég er búinn að halda mér sem lengst frá trailerunum fyrir No Country for Old Men og There Will Be Blood. Stundum á ég það til að halda fyrir eyrun og horfa niður þegar einhver trailer sem ég vil ekki sjá kemur í bíó (og ég veit að Bóbó gerir þetta stundum líka). Þannig þetta er svolítið svona tvíeggja sverð. Getur verið geðveikt, getur sökkað.

Það var eiginlega frekar mikil skyndiákvörðun að gera þessa færslu þannig ég býst ekki við að ég muni nákvæmlega eftir hvaða trailerar eru 5 bestu trailerar sem ég hef séð. Það væri því gaman að sjá einhverja úr námskeiðinu gera svipaða færslu.

Þetta er þá í engri sérstakri röð þó svo að þetta sé númerað. Og ég er bókað að gleyma einhverju geðveiku.

1. Lord Of The Rings: The Two Towers
Ég veit að ég sagði að þetta ætti ekki að vera í neinni sérstakri röð en ég held samt að þetta sé besti trailer sem ég hef séð. Hann segir reyndar alveg fullt frá myndinni og plotinu en það skipti mig engu máli þar sem ég var búinn að lesa allar þessa bækur áður en myndirnar voru gerðar. Ef þú hefur verið sofandi undanfarin áratug og veist ekkert um hvað Lord of The Rings fjallar þá mæli ég með að þú haldir þig frá þessum trailer, drullir þér á lappir og horfir á þessar myndir. Þetta varð classic um leið og þetta kom út. Það er hugsanlega það epískasta sem ég hef séð þegar lagið úr Requiem for a dream kikkar inn undir miðbik trailersins. Djöfulsins snilld!


Upplýsingar um myndina

2. American Psycho
Ég man reyndar ekkert eftir þessum trailer þegar myndin kom út árið 2000. Enda minnir mig að ég hafði ekki verið alveg kominn inn í svona bíómyndir á þessum tíma. En ég sá þennan trailer fyrst fyrir svona einu og hálfu ári síðan. Hafði einhvertíman ekkert að gera og lék mér að því að skoða trailera úr bíómyndum sem ég hafði séð og fann þennan. Þessi trailer sýnir svo ótrúlega vel hversu geðsjúkur Christian Bale er í þessari mynd að það er fokking óhugnarlegt. Hann gefur þó ekki plottið eða neitt í þá áttina og sýnir aðeins brotabrot úr bestu atriðunum svo að hann er að mínu mati nánast fullkominn. Og þetta quote er svo ógeðslega gott: "I have all the characteristics of a human being, but not a single, clear, identifiable emotion. I simply am not there". Gjéééðveikt


Upplýsingar um myndina

3. The Dark Knight Returns
Þessi er sá nýasti á þessum lista og annars trailerinn með Christian Bale. Ég og Bóbó ræddum um Sweeney Todd yfir bjór um daginn og vorum sammála um flesta hluti. Við hötuðum hana hvorugur jafn mikið og Arnar Már og ég hafði aðeins meira gaman að henni en Bóbó. Það sem við voru þó mest sammála um var hvað það var fokking geðveikt að sjá Dark Knight trailerinn í bíó á undan myndinni. Þetta er... svo fokking töff ... að það nær bara engri átt. Þessi mynd varð legendary um leið og Hearth Ledger dó. Ekki það að hún hafi þurft á dauðsfalli að halda svo að hún yrði legendary því hún mun pottþétt verða það hvort eð er. En núna hefur hún, nánast hálfu ári áður en hún kemur út, öðlast nánast svona cult status. Beat that!


Upplýsingar um myndina

4. Big Fish
Ef ég man rétt þá sá ég þennan trailer í bíó með Bóbó (djöfull er oft minnst á Bóbó í þessari færslu) rétt áður en hún kom út. Athuglir lesendur sjá kannski að þetta er að mínu mati ein af 10 bestu bíómyndum sem ég hef séð svo það kemur kannski ekki á óvart að þessi trailer sé héf á þessum lista. Þessi trailer er bara svo frábær. Eins og þessi mynd er. Ég veit ekki alveg hvað það er sem fær mig til að elska þessa mynd svona mikið en það er eitthvað svo ótrúlega skemmtilegt andrúmsloft í henni. Ef þið hafið ekki séð hana gerið ykkur þá þann greiða að sjá hana sem fyrst!


Upplýsingar um myndina

5. Sin City
Ég man hvað þessi trailer gerði mig ógeðslega, ógeðslega fokking spenntan fyrir þessari mynd. Ég var nýbúinn að klárar myndasögurnar þegar þessi trailer kom og ég varð gjörsamlega óður. Þetta er svo svalt. Ég hef engin orð. Horfið bara á þetta.


Upplýsingar um myndina

Führerns Elit



Ég er búinn að vera að horfa á þessa mynd í videoleigum, DVD hillum útum allt og að lokum heima hjá mér í það sem virðist vera fleiri ár. Það sem ég er að reyna að segja er að ég er búinn að ætla að horfa á þessa mynd alveg heillengi. Nafnið kitlar óneitanlega forfallinn áhugamann um seinni heimstyrjöldina eins og sjálfan mig. Ég skil í rauninni ekkert hvað er búið að halda mér frá því að horfa á þessa mynd. Ég er búinn að hafa ótal tækifæri til að leigja eða kaupa hana og fékk hana svo loks í jólagjöf en hafði samt ekki horft á hana fyrr en í síðustu viku. Kannski er þetta eitthvað svona syndrome hjá mér. Ég hagaði mér eins með Requiem for a dream. Ég keypti hana ári áður en ég horfði á hana í fyrsta skipti. Ekki það að mig skorti áhugann til að horfa á hana heldur bara einhvernvegin gerði ég það aldrei. Undarlegt.

"Men make history. We make the men."

Eins og áður er sögusvið myndarinnar Þýskaland í miðri Seinni Heimstyrjöldinni. En myndin fjallar um ungan mann að nafni Friedrich Weimer (leikinn af Max Riemelt) og valið sem hann stendur frammi fyrir þegar honum er boðin innganga í skóla að nafni NaPolA (National Political Academy) sem elur af sér ungsveitir S.S. hreyfingarinnar. Friedrich er nefnilega efnilegur hnefaleikamaður og það er eftir að útsendari frá skólanum sér hann slást sem honum býðst þetta.
Þegar komið er í skólann er brugðið upp frábærri mynd af þeim gífurlega aga og um leið breglun sem Nasisminn er. Friedrich fellur reyndar fljótt inni þar sem hann er hraustur drengur og þar sem talinn gífurlegt efni í góðan hermann. Það er ekki fyrr en hann hittir Albrecht Stein (leikinn af Tom Schilling) sem hann fer að efast. Albrecht er skáld og hugsjónamaður og er af þeim ástæðum einum hataður af foreldrum sínum sem hafa ekkert nema fyrirlitningu í garð viðkvæmni sonar síns.

Hér er ein af þolraununum sem þessir gaurar þurftu að ganga í gegnum í "leikfimitímum", synda úr einni vök í aðra.


Það er í raun ekki veikan punkt að finna á þessari mynd. Klippingin er frábær og allt "look" á myndinni er ótrúlega flott, sbr. plagatið fyrir myndina efst í þessari færslu. En það sem kom mér hvað mest á óvart var það hversu ótrúlega góðir leikarar strákarnir tveir (Albrecht og Friedrich) eru. Því að í raun væri þessi mynd ekki neitt nema með góðum leikurum í aðalhlutverkum. Það hafa verið gerðar milljón myndir um Seinni Heimstyrjöldina, flestar nátturlega frá sjónarhóli Ameríkana, og þess vegna þykir mér alltaf mjög gaman að sjá myndir frá hinni hliðinni t.d. þessi mynd og Der Untergang. Þó svo að þessi munur sé alltaf til staðar þ.e. frá hvaða sjónarhorni myndin er gerð fjallar þetta allt um sama hlutinn. Það sem þarf er því góður leikur til að skera myndina frá öllu hinu draslinu. Það tekst fullkomlega í þessari mynd. Ég er viss um að þessir strákar eiga eftir að "meika það" hvort sem það er á Þýskalandsmarkaði eða í Hollywood!

Skemmtilegt dæmi um rosalegt atriði sem hefði verið gert alveg ógeðslega dramantískt og slepjukennt í Hollywood mynd en er þarna ógeðslega töff.


Ég held ég geti hiklaust sagt að allir þeir sem hafa minnsta áhuga á þessu umfjöllunarefni eigi eftir að fíla þessa mynd. Og þeim sem er alveg sama og langar bara að sjá vel leikna, vel skotna og vel samda bíómynd verða ekki fyrir vonbrigðum.

Næst þegar ég virðist ætla að fara að geyma mynd svona ætla ég að reyna að taka meðvitaða ákvörðun um horfa bara á hana um leið. Ég vildi að ég hefði gert það með þessa mynd (og hvað þá Requiem for a dream) því þetta er ein af betri myndum sem ég hef séð lengi (Reyndar sá ég No Country for Old Men í gær og það var ein magnaðasta bíóupplifun sem ég hef lent í. En þangað til ég sá hana var þetta ....).

Stigagjöf:

4,5 / 5

Monday, January 28, 2008

Óskars-seasonið í nánd

Þá fer bráðum að renna í hlað uppáhalds tímabil margra kvikmyndaáhugamanna, nefnilega Óskars-seasonið. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að öllum þeim myndum sem spáð er hvað bestu gengi á Óskarsverðlaununum er alltaf hrúað öllum í febrúar mánuð hérna á Íslandi. Getur verið helvíti skemmtilegt þegar maður á pening, jafn ömurlegt þegar maður á ekki pening. Ég hef blessunarlega séð mest megnið af þessum "Óskars-myndum" (ef svo skildi kalla) undanfarin tvö ár og vonast til að gera það sama í ár. Mig langaði bara aðeins að renna yfir þær myndi sem ég er hvað spenntastur fyrir.

Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street
Ég er alltaf spenntur þegar Tim Burton gerir nýja mynd, hvað þá með Johnny Depp í aðalhlutverki. Þetta combó á eiginlega ekki að geta klikkað. Myndin er gerð eftir Broadway söngleiknum um Sweeney Todd sem sýndur hefur verið um árabil við góðar undirtektir. Ég hef reyndar aldrei nennt að kynna mér þessa sögu neitt fyrr en ég vissi að Tim Burton væri að gera mynd eftir henni. Hún fjallar um mann að nafni Benjamin Barker sem missir fjölskyldu sína og æru í hendur dómara að nafni Turpin (leikinn af Alan Rickman) en svo ég quote-i í trailerinn: "...and in his sorrow a new man was born" þ.e. Sweeney Todd. Hann kemur síðan á fót rakarastofu og ætlar sér að ná sér niður á mönnunum sem sviptu hann öllu. Fokking kúl.



There will be blood
Þegar Daniel Day Lewis ákveður loksins að leika í nýrri mynd boðar það nánast alltaf gott. Ég hef reyndar ekki séð þær margar og aðeins þær frægustu en maður er án nokkurs vafa einn allra mesti núlifandi leikarinn. Hvað varðar myndina veit ég reyndar frekar lítið um hana og ætla mér eiginlega að halda því þannig. Slagorð myndarinnar: "There will be blood. There will be vengence" lofar þó óneitanlega einhverri epík.



ATH ég hef ekki horft á þennan trailer sjálfur þannig ég tek enga ábyrgð á spoilerum

No country for old men
Það er eins með þessa mynd og There Will be Blood, ég veit rosalega lítið um hana og langar að halda því þannig. Allt sem ég hef séð eftir Coen bræður er snilld þannig að ég bíst ekki við neinu nema epík. Fullt af nettum leikurum líka: Tommy Lee Jones, Javier Bardem (sem ætti að vera fyrrverandi samnemendum mínum í spænsku kunnugur), Woody Harrelson og síðast ekki síst meistarinn Josh Brolin (djöfull er hann fokking svalur). Sá þessa setningu um myndina á imdb: "Violence and mayhem ensue after a hunter stumbles upon some dead bodies, a stash of heroin and more than $2 million in cash near the Rio Grande". Ég hlakka til



ATH ég hef ekki horft á þennan trailer sjálfur þannig ég tek enga ábyrgð á spoilerum

Juno
Ég held að þessi mynd verði frábær. Einhverra hluta vegna hef ég séð hana í toppsæti kvikmyndalista margar tónlistarblaða veit reyndar ekkert hvað ég á að skilja af því. En já, það sem heillar mig eiginlega mest við þessa mynd og um leið það sem segir mér að þessi mynd er alveg bókað ógeðslega fokking fyndin er það eitt að Micheal Cera og Jason Bateman, George Micheal og Micheal út Arrested Development (fyndnustu sjónvarpsþáttum sem gerðir hafa verið) leika aðalhlutverk í myndinni. Held að þetta verði alveg svona solid grínmynd í anda Thank you for smoking, Gardan State og fleiri svona intelligent grínmynda. Mæli með trailernum, hann er frábær!




Það lítur því allt út fyrir að þetta verði frekar feitt Óskars-season.

The Devil´s Rejects


Áfram í jólamyndunum. Nyrjan var svo ótrúlega jólalegur að gefa mér þessa mynd í jólagjöf. Ég var hinn kátasti með þessa gjöf enda höfðu bæði Nyjan og Bóbó hlaðið hana lofi fyrir að vera ógeðslega fokking mikið gore. Ég er nú reyndar ekki maður sem finnst það neitt sérstaklega skemmtilegt en ákvað að láta á reyna, var nefnilega líka búinn að heyra að endaatriðið væri eins epískt og þau gerast.

Ég verð nú reyndar að viðurkenna að þetta er það fyrsta sem ég sé eftir Rob Zombie, sé undanskilinn hinn frábæri "Warewolf-women of the S.S."-trailer sem var búinn til fyrir Grindhouse Feature-ið, svo vitanlega var ég spenntur.

Myndin er öll hin ógeðslegasta. Þetta er eiginlega bara saga um morð og viðbjóð. Frekar töff.

Allt er ótrúlega skítugt og ógeðslegt og að sjálfsögðu eru morðin hin hrottalegustu.

Firefly-fjölskyldan er búin að drepa alveg helling að liði og er nú umkringt af John Quincy Wydell fógeta, ofstækistrúarmanni og fífli með meiru sem hefur sett sér það að markmiði að útrýma fjölskyldunni. Ekki tekst honum þó ætlunarverkið í byrjun myndarinnar og þeir sem eftir eru af Firefly fjölskyldunni ætla að hefna sín. Og það vel. Þá upphefst röð morða þar sem hvert þeirra virðist vera öðru hrottalegra.

Það er mér fannst skemmtilegast við myndina var hinsvegar hvað maður var alltaf, alltaf í liði með Firefly fjölskyldunni. Það er helvítis fógetinn sem var vondi gæjinn í þessari mynd. Mér fannst það frábært. Að ná allri samúð yfir á þá sem ættu í raun að vera vondu gæjarnir.

En allavega, helvíti skemmtileg mynd. Mæli samt ekki með henni fyrir þá sem þola ekki gore.

4 / 5

PS. Endaatriðið er svo ógeðslega fokking epískt að ég man varla eftir öðru eins. Það eitt er þess virði að tjékka á þessari mynd!

Spirited Away


Það er komin alveg heil eilífð síðan ég ætlaði að horfa á þessa mynd. Hef bara einhverra hluta vegna ekki gefið mér tíma í það. Þetta var einmitt fyrsta myndin af mörgum sem ég horfði á í jólafríinu en ég fékk hana einmitt í jólagjöf. Ekki amalegt það. Satt best að segja bar ég gífurlegar væntingar til þessarar myndar enda ekki við öðru en gæða mynd að búast frá Hayao Miyazaki, meistaranum sem færði okkur Princess Mononoke.

Myndin fjallar um unga stelpu sem flyst með foreldrum sínum í úthverfin en á leiðinni að nýja húsinu taka þau einhverja undarlega beygju og ganga inn í göng sem leiðir þau í heim þar sem guðir, nornir og skrímsli ráða ríkjum. Foreldrar aðalkaraktersins Chichiro lenda í þeirri hörmung að breytast í svín (háma í sig mat sem ekki tilheyrir þeim og er refsað í samræmi við það) og hún neyðist til að vinna í baðhúsi fyrir guðina til að eygja einhverja von á að hitta þau aftur. Skepnurnar sem vinna þar eru í meira lagi mishjálplegar og sumar hreint og beint vondar. Meira vil ég ekki gefa upp.

Myndin er í stuttu máli sagt stórskemmtileg. Allskonar skemmtilegar og skringilegar persónur koma fyrir og myndin sveiflast frá því að vera mjög sorgleg og átakanlega yfir í það að vera mjög svo fyndin. Mest hafði ég nú gaman að öllum skrýtnu skepnunum sem komu fram í myndinni. En hér fyrir neðan er einmitt mynd af uppáhalds skepnunni minni ásamt aðalkarakternum Chichiro:



Það er eitt sem maður veitir að sjálfsögðu alltaf ákveðna eftirtekt þegar horft er á teiknimyndir og það er teiknistíllinn sjálfur. Stíll sem fer í taugarnar á manni getur gjörsamlega rústað fyrir manni mynd. Það á alls ekki við hér. Myndin er æðislega teiknuð. Tók sérstaklega eftir atriðinu í lestinni þar sem sumir karakterarnir eru hálfgagnsæir. Mjög töff.

Allt í allt, frábær mynd. Á alveg skilið full hús stiga!

5/5

Sunday, December 9, 2007

The Science of Sleep / La Science des rêves

Ég er búinn að ætla mér að sjá þessa mynd alveg heillengi núna en alltaf þegar ég hef séð hana úti á vidjóleigu hef ég hætt við þar sem að ég var svo rosalega viss um að hún væri of súr fyrir þann tímapunkt. Ég valdi þess vegna súrasta tíma ársins, prófatörnina, til að horfa á þessa mynd. Sé ekki eftir því.

Myndin fjallar um Stephane (Gael Garcia Bernal), ungan mexíkóskan draumóramann sem flyst til Parísar vegna vinnu sem frönsk móðir hans hefur reddað honum. Það kemur síðan á daginn að vinnan er allt öðruvísi en hann hafði gert ráð fyrir. Móðir hans hafði lofað honum skapandi stafi við að búa til dagatöl en í stað þess eyðir hann tíma sínum við að líma saman plagöt í kjallara í miðri París með óþolandi samstarfsmönnum. Stephane dreymir um að sleppa frá þessum ömurlega veruleika og gleymir sér í draumaheimi þar sem hann getur gert hvað sem hann vill. En eftir að hann flyst inn í íbúðina sína í París verður hann skotinn í stelpunni sem býr í íbúðinni á móti, Stephanie (Charlotte Gainsbourg), og þau þróa með sér ansi skrýtið og sætt samband. Eftir því sem á líður myndinni missir Stephane sig meira og meira í þessum draumaheimi sínum og skilin milli raunveruleika og draums verða sífellt óskýrari.

Töff atriði þar sem Stephane ræðst á samstafsmenn sína í draumi.

Ég hef alltaf verið hrifinn af myndum sem hafa lítinn, einfaldann söguþráð og ganga meira út á að skapa andrúmsloft eins og t.d. Lost in Translation, Fear and loathing in Las Vegas ofl. Þessari mynd tekst það svo sannarlega og allt útlit í þessari mynd er alveg svakalega flott. Síðasta (og reyndar eina myndin) sem ég hef séð eftir Micheal Gondry var Eternal Sunshine of the spotless mind, sem er án efa ein af mínum uppáhalds. Mér fannst þess vegna mjög gaman að sjá hvernig stílbrögð hans sem leikstjóra kom sterkt í gegn í myndum hans. Í báðum myndum leikur hann sér mikið með liti og litasamsetningar. Stóri munurinn er þó sá að Eternal Sunshine.. inniheldur stórann og flókinn söguþráð (en skapar samt þetta flotta andrúmsloft) á meðan The Science of sleep hefur, eins og áður hefur komið fram, þennan rosalega einfalda söguþráð. Ég veit ekki alveg hvort ég fíla betur og sé í rauninni ekki neinn tilgang í að velja heldur.

En aðeins aftur að útliti myndarinnar. Það sem mér fannst flottast var hvernig draumaheimur Stephanes er eiginlega allur úr pappa og mörg atriði virðast hafa verið tekin upp fyrir framan green screen og síðan hafa verið settur inn þessi flotti pappa bakgrunnur. Sérstaklega fannst mér töff pælingin með innviði höfuðsins á honum en þar er allt úr bylgjupappa og atriðin sett upp eins og hann sé þáttastjórnandi í eigin lífi.

Atriði sem gerist inni í höfði Stephanes


Hvað leik varðar standa aðalleikararnir tveir sig, Gael Garcia Bernal og Charlotte Gainbourg, alveg frábærlega. G. G. Bernal á það til að fara rosalega í taugarnar á mér sem leikari, eins og t.d. í Babel, en getur líka verið algjörlega frábær, eins og t.d. í Motorcycle diaries. Hann stendur sig með prýði í hlutverki Stephanes og ég man í rauninni ekki eftir að hafa séð hann leika jafn vel. Charlotte Gainbourg hafði ég ekki séð leika áður (allavega ekki svo ég muni) og hún skilar öllu sem hún þarf að skila með stakri prýði. Leikararnir ná upp mjög góðu "chemistry" á milli sín og maður virkilega finnur til með Stephanie þegar draumar Stephanes byrja að fokka í sambandi þeirra (vil eiginlega ekki gefa neitt upp, eyðileggur svolítið upplifunina).

Virkilega skemmtileg mynd sem ég mæli með fyrir alla sem fíla svona atmosphere myndir með smá sýru ívafi. Ég væri reyndar meira en til í að horfa á hana aftur þar sem það var á köflum erfitt að skilja skilin milli draums og raunveruleika en það var auðvitað þannig sem það átti að vera og maður náði einhvernvegin tengingu við það sem Stephane var að ganga í gegnum.

Stigagjöf:

4/5

Wednesday, December 5, 2007

Uppgjör við haustönn

Jæja. Þá fer þessarri blessuðu önn að ljúka og mig langaði svona að taka aðeins saman hvernig upplifun mín af þessum kvikmyndafræði-kúrs hefur verið.

Ég verð eiginlega bara að byrja á að viðurkenna að ég hef aldrei nokkurtíman verið jafn spenntur fyrir tímum í skólanum. Enda kannski ekki á öðru von þar sem tilhugsunin um að læra um eitthvað sem maður hafði virkilegan áhuga, í stað tegurreiknings og þróunarsprengingarinnar í enda Kambríum, einstaklega framandi.

Í fyrsta tímanum, þar sem Siggi fór með okkur í gegnum námskeiðið, sá ég strax að þetta yrði geðveikt. Hugmyndin um að halda úti blogg síðu og skrifa dóma um bíómyndir fannst mér alveg klikkuð (og finnst enn.. þetta er lang skemmtilegasta heimavinna sem ég hef haft!). Einning hlakkaði ég helvíti mikið til að fá að gera stuttmyndir með almennilegri myndavél. Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar ég og Ingólfur vorum í 9. og 10. bekk stofnuðum við stuttmyndafélag, ásamt félaga okkar Gunnari Snæ Júlíussyni, sem hét Mussamyndir. Við bjuggum til, að mig minnir, þrjár alvöru stuttmyndir og alveg helling af svona klippum og skotum. Við byrjuðum meira að segja á að gera eina mynd sem alveg silent. Önnur myndin var síðan einhverskonar grínmynd um illan klóna aðalpersónunnar. Eftir að hafa gert þessar tvær myndir fengum við allir hrikalega mikinn áhuga á zombie myndum og fórum að gera zombie myndir og klippur. Þetta er allt til einhverstaðar held ég.. þarf að finna þetta. En allavega. Það var semsagt ein af ástæðunum sem ég hafði svona mikinn áhuga á þessu námskeiði að ég fengi að gera stuttmynd aftur, enda komið langt síðan ég dundaði mér við það. Það var þess vegna alveg einstaklega gaman að fá að gera stuttmynd um miðbik annarinnar og þrátt fyrir ákveðnar hömlur á því hvernig mátti vinna stuttmyndina var þetta bara mjög svo skemmtileg upplifum. Ég hlakka mikið til að fá að gera aðra stuttmynd eftir áramót og þá vinna út frá almennilegu handriti, klippa í tölvu og allt það.

Fyrirlestrarnir voru líka mjög fróðlegir og náðu sumir þeirra að vekja áhuga minn á leikstjórunum. Til dæmis dauðlangar mig núna að sjá fleiri Ingmar Bergmann myndir og fyrirlesturinn um Kurusawa ýtti ennþá meira undir það hvað mig langar að sjá myndirnar hans (læt verða af því í jólafríinu). Fyrirlesturinn sem ég, Ari, Ingólfur og Marinó gerðum vakti líka eftirtek mína á þessum merka leikstjóra, Billy Wilder. Því þó ég kannaðist við margar að myndunum hans hafði ég ekki séð eina einustu og aldrei heyrt þetta nafn áður. Fyrirlesturinn var því kærkomin kynning á manninnum.

Mig langar líka aðeins að tala sérstaklega um þetta blogg, þó svo að ég hafi komið inn á það áðan líka. Eins og ég sagði finnst mér þetta alveg frábær hugmynd að heimavinnu. Ég byrjaði fullur metnaðar og gerði einhverjar 15-16 færslur í september. Í október kom ákveðin ládeyða í þetta blogg sem hefur örugglega eitthvað að gera með Airwaves vikuna og allt það sem ég þurfti að stússast í kringum tónlist þann mánuðinn. Þegar nóvember byrjaði og ég sá að ég hafði bara gert eina skitna færslu mánuðinn á undan fékk ég samviskubit (sem ég fæ venjulega ekki yfir að hafa ekki unnið heima) og ákvað að drulla mér til að skrifa fleiri færslur. Ég ætla að reyna að halda þessu tempó-i gangandi í jólafríinu og eftir áramót því þegar ég kem mér í gírinn finnst mér þetta alveg óbærilega gaman.

Næsta önn
Ég hlakka mikið til að sjá hvernig næsta önn í kvikmyndafræðinni verður. Margt að hlakka til. Ég ætla að reyna að fara að mæta í þessa sýningartíma sem ég hef verið ansi latur við að mæta í hingað til og blogga meira. Ég á eftir að tala um alveg fullt af myndunum af Topp 10 listanum mínum og svo auðvitað allar myndirnar sem ég sé í jólafríinu.

En annars bara takk kærlega fyrir frábært námskeið hingað til.