Friday, September 28, 2007

RIFF #1 - Híena (2007) + RIFF party


Ég ætla mér að blogga um allar myndir sem ég sé á RIFF, góðar og slæmar. Þessi mynd, Híena, fellur því miður (fyrir hana) í seinni dálkinn. Myndin var gjörsamlega vonlaus. Ég vil helst eyða sem fæstum orðum í þessa mynd en hún leið nokkuð mikið fyrir það að vera sýnd í stafrænum myndgæðum í 15 manna sal í Regnboganum. Gæðin á myndinni voru eins og ef maður hefði tengt skjávarpa við YouTube og hljóðið var fáránlegt. Ég veit reyndar ekki hvort það voru gæði hljóðsins sem voru að skíta á sig eða hljóðkerfið í salnum en allt hljómaði mjög "peek"-að og hljóðkerfið svona hvæsti á mann allan tímann. Fyrir utan allt þetta var sagan hundleiðinleg. Ég nenni ekki að skrifa þetta neitt nákvæmlega upp en ef þið viljið vita söguþráðinn getiði kíkt á bloggið hjá Arnari eða Sigga.

En að öðru og miklu betra. RIFF partí. Það má eiginlega segja að ég hafi verið alveg einstaklega pirraður á svona lélegri byrjun á RIFF sérstaklega í ljósi þess að ég hefði getað farið á Heima hefði ég keypt mér miða aðeins fyrr (ég fer á hana í kvöld þannig þetta er svosem allt í lagi). En á leiðinni heim berst mér símtal frá nokkrum vinum og vinkonum mínum sem segjast eiga aukamiða í RIFF partí í Johnson og Kaaber húsinu. Ég var nokkuð skeptískur á þetta í fyrstu enda ekki alveg í besta skapinu til að fara að vera innan um elítu kvikmyndabransans en eftir nokkra sannfæringu var ég tældur í þetta partí. Satt best að segja sé ég ekkert eftir því. Staðurinn var töff, munch-ið var geeeeðveikt (ótrúlega mikið af jamon og osti) og endalaust frítt áfengi. Þar sem að undirritaður er löghlýðinn prýðispiltur voru veigarnar alveg látnar í friði þetta kvöldið (enda á bíl). En þetta var bara helvíti gaman.

Í dag ætla ég að skella mér á a.m.k. tvær myndir, ef ekki þrjár. Ég á miða á bæði Girls Rock (kl. 18:00) og Heima (kl. 20:00) og er síðan að velta fyrir mér hvort ég eigi að skella mér á Shotgun Stories líka kl. 22:00. Er reyndar ekki alveg viss á því þar sem ég er með þrjár bíóferðir planaðar á morgun. En ég hlakka mikið til eftirmiðdegisins og kvöldsins. Nóg í bili.

1 comment:

Siggi Palli said...

Kraftur í þér! Það verður gaman að heyra hvernig Heima og Girls Rock leggjast í þig.