Tuesday, September 25, 2007

Shoot ´em up - 2007


Það hefur oft komið mér vel að eiga kærustu sem vinnur í bíó og þegar á það er litið hafa flestir vinir mínir gagnast á því líka. Þetta gerir mér kleyft að sjá allskonar myndir sem ég veit að eru algjör "B-material" (ókeypis) en mig væri samt alveg til í að fara og sjá þó ekki væri nema útaf nachos með heitir ostasósu og kók. Ein af þessum myndum var Shoot ´em up. Ég vissi ekki nokkurn skapaðan hlut um þessa mynd nema það að aðalleikararnir voru töffarar og að Monica Belluci léki klæðalitla persónu. Ég gat samt alveg gert mér í hugarlund hvernig þessi mynd var, þ.e. út frá plagatinu. Þessi mynd var alveg nákvæmlega það sem ég hélt að hún yrði. Alveg ótrúlega "over-the-top" skot- og töffaramynd. Ég held að það hafi í alvörunni ekki liðið meira en svona 20 sekúndur áður en fyrsti gæjinn dó.

Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að karakter Clive Owens, Smith, dregst inní vafasama atburðarrás þar sem Paul Giamatti gengur manna fremst í því að reyna að drepa barn sem Clive Owen er alveg ótrúlega staðráðinn í að bjarga. Karakter Monicu Bellucci flækist inn í þetta líka á fáránlegan hátt og reyna Clive og Monica að komast að því afhverju Paul Giamatti og félagar eru svona staðráðnir í að drepa þetta barn. Inn í þetta blandast svona skrilljón henchmen, billjón skrilljón byssur og beinmergsrannsóknir (?).

Ég veit, þetta hljómar fáránlega. Og er það líka. Söguþráðurinn er líka í sjálfur sér algjört drasl en ég meina þessi mynd var aldrei gerð útaf honum. Hún var gerð til að láta Clive Owen slátra geðveikt mörgum (með gulrótum meira að segja) og sýna Monicu Bellucci í eggjandi klæðnaði. Þetta er svona ein af þessum myndum sem eru BARA gerðar afþreyingarinnar vegna og hún er bara nokkuð góð til síns brúks.

Tæknibrellur voru bara helvíti fínar og öll bardaga og skotatriði vel útfærð. Þó þessi mynd hafi kannski ekki verið ætluð fyrir óskarsverðlaunin þá er alveg greinilegt að þeir hafa ekki bara kastað til hendinni (enda Hollywood bíómynd).

Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að gefa þessari mynd einkunn. Á ég að dæma hana eftir því hvort mér fannst hún skemmtileg og góð afþreying eða sem "alvöru bíómynd". Þetta er samskonar spurning og flestir kvikmyndagagnrýnendur standa frammi fyrir þegar þeir horfa á myndir eins og t.d. Pirates of the Caribean. Ég satt best að segja bara veit það ekki. Mér fannst þetta fínasta skemmtun og poppið var alveg sérstaklega gott í Smárabíói þetta kvöldið þannig sem uppfylling á tíma mínum skorar þessi mynd alveg ágætlega bara. En aftur á móti er þessi bíómynd semi-drasl. Þannig ég hef ákveðið að sleppa bara stigagjöf á þessa mynd. En ég meina, ef ykkur langar í popp og kók og horfa á eitthvað sem tekur nákvæmlega ekkert ykkur þá er þetta ágætis mynd. Fáránleg, en ágæt.

3 comments:

Siggi Palli said...

Ég hef yfirleitt gaman af myndum sem taka Hollywood-klisjur og ýkja þær upp í algjöran fáránleika, og mig hefur langað til þess að sjá þessa mynd síðan Ebert skrifaði um hana (ég held að hann hafi gefið henni 3½ af 4 mögulegum).

Ef maður ætlar á annað borð að vera með stiga- eða stjörnugjöf þá er einmitt spurning hvort maður noti sama viðmið á allar myndir. Á mynd sem ætlar sér bara að skemmta okkur og gerir það vel að fá færri eða fleiri stjörnur en mynd sem ætlar sér alveg rosalega hluti en mistekst það algjörlega?

Þumalputtareglan hjá Ebert er að gefa stjörnur í samræmi við það hvernig mynd þetta er og hvað hún ætlar sér. Samkvæmt þeirri pælingu þá á góð, vel gerð hasarmynd ekki að fá lélegan dóm bara af því að hún er hasarmynd.

Árni Þór Árnason said...

ég er sammála því .. mér finnst engan vegin hægt að nota sama skala yfir allar myndir. það væri t.d. fáránlegt að bera saman þessa mynd og myndina sem ég sá á undan þessari nefnilega Fargo.

Ég held ég taki bara upp reglu Eberts og skelli 3,5-4/5 á þessa mynd. Enda var hún helvíti fín í því sem hún ætlaði sér að gera!

Annars finnst mér þetta var það sem margir gagnrýnendur í Mogganum feila á. Til dæmis má nefna hana Heiðu sem gaf bæði Death Proof og Planet Terror tvær stjörnur af fimm mögulegum (eða var það kannski Sæbjörn/Snæbjörn sem skrifaði annan þessara dóma? Skiptir ekki máli hann er jafn asnalegur). Báðar þessar myndir eru meistaraverk í sínum flokki og engan vegin sambærilegar við þær dramamyndir sem voru í gangi á sama tíma (mig minnir að léleg einkunn Planet Terror hafi verið útskýrð út frá einhverri fáránlegri dramamynd sem var í sýningu. Get samt ómögulega munað hvaða mynd þetta var).

Stigagjöf f. Shoot ´em up:

3,5-4 / 5

Bóbó said...

Fari Heiða í rassgat