Tuesday, September 18, 2007
Topp 10 (Hluti III) - Fear and loathing in Las Vegas - 1998
Það er orðið alveg ótrúlega langt síðan ég sá þessa mynd fyrst. Mig minnir að bróðir minn hafi sýnt mér hana eitthvað í kringum árið 2000 og þá var hún þegar orðin einhverskonar cult mynd í MH. Vitanlega skildi ég ekkert hvað var í gangi fyrst þegar ég sá hana því að svo ótrúlega mörgu leiti er þessi mynd fáránleg. En það er alltaf eitthvað við þess mynd sem mér finnst svo geðveikt.
Myndin fjallar um ferðalang blaðamannsins Raoul Duke og "lögfræðings" hans Dr. Gonzo inn í eyðimörk Nevada fylkis til þess að fylgjast með kappakstri. Það er allavega ástæðan fyrir að þeir félagar fara til Las Vegas en myndin í sjálfu sér snýst ekki á nokkurn hátt um þetta. Þessir menn eru nefnilega með svolítið annað í huga. Mæli með því að þið horfið á þetta upphafsatriði hérna (ég lofa að það skemmir ekki myndina á nokkurn hátt)
(takið eftir Toby Maguire í enda clip-unnar)
Aðalhlutverkin í myndinni eru leikin af Johnny Depp (Raoul) og Benicio del Toro (Gonzo). Báðir túlka sín hlutverk snilldarlega en ég verð að viðurkenna að Johnny Depp á ekkert minna skilið en óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd. Hann er, afsakið orðbragðið, fokking geðveikur! Eftir að ég sá þessa mynd ákvað ég að sjá allar þær Johnny Depp myndir sem ég hef komist í. Ég hef reyndar ekki klárað þetta ætlunarverk ennþá en ég hef séð ansi margar. Eins og ég minntist á áðan leikur Toby Maguire lítið hlutverk í þessari mynd. Það eru svosem alveg fullt af þekktum leikurum þarna en þeir leika allir tiltölulega lítil hlutverk. Helst ber kannski að nefna Christinu Ricci, Gary Busey og Cameron Diaz.
Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Hunter S. Thompson upphafsmann svokallaðrar Gonzo blaðamennsku. Gonzo blaðamennskan gengur út á það að blaðamaðurinn sökkvir sér svo algjörlega í það sem hann er að skrifa um að hann sjálfur verður aðalpersónan í umfjölluninni, ergo, karakter Johnny Depps í þessari mynd er í alvörunni Hunter S. Thompson. Þetta kemur einmitt mjög skýrt fram í myndinni (sem er eitt af því sem mér finnst gera hana svona frábæra) í þessu atriði:
Raoul Duke: [Beginning to narrate the "Jefferson Airplane" hallucination] There I was...
[Seeing the actual Hunter S. Thompson sitting in the scene]
Raoul Duke: Mother of God, there I am! Holy fuck...
Myndin er uppfull af svona línum.
Tæknileg atriði:
Myndatakan er mjög fín. Hún er kannski ekkert sérstaklega frumleg eða listræn en hún gerir nákvæmlega það sem hún þarf að gera. Enda bíður þessi mynd ekki upp á neinar gloríur í sambandi við myndatöku.
Tónlistin er algjörlega frábær. Ég held að það hafi ekki verið samin nein tónlist fyrir þessa mynd en uppistaðan í soundtrackinu eru lög frá 7. áratugnum. Jefferson Airplane, Bob Dylan og fleira gott er spilað.
Þó svo að þessi mynd/bók sé í raun eitt risastórt skrall hjá þeim félögum er ljóst að Hunter S. Thompson var mjög þjakaður maður. Það eru einmitt bara rétt rúm tvö ár síðan hann tók sitt eigið líf, 67 ára að aldri. Lögreglan sem rannsakaði málið sagði þetta hafi ekki verið skyndiákvörðun heldur vel ígrundað. Hann sendi meira að segja konu sinni sjálfsmorðsbréf fjórum dögum áður en hann tók sitt eigið líf. Bréfið hét "Football season is over" og var svohljóðandi:
"No More Games. No More Bombs. No More Walking. No More Fun. No More Swimming. 67. That is 17 years past 50. 17 more than I needed or wanted. Boring. I am always bitchy. No Fun — for anybody. 67. You are getting Greedy. Act your old age. Relax — This won't hurt"
Hunter S. Thompson var sérstakur rithöfundur og karakter en einnig einn af þeim allra bestu. Ég mæli með að fólk kynni sér bækurnar hans og þá sérstaklega Fear and loathing in Las Vegas og Rum diary. En Johnny Depp er einmitt að leika í mynd sem gerð er eftir Rum Diary, þeir voru einmitt miklir vinir og Johnny Depp hélt meira að segja ræðu í jarðarför Thompsons. En ég mæli með þessari mynd fyrir alla þá sem hafa gaman af virkilega fyndnum og skemmtilegu bíómyndum og þola smá sýru.
Stigagjöf:
5/5
Skemmtilegar setningar úr myndinni
[watching Dr. Gonzo leave]
Raoul Duke: There he goes. One of God's own prototypes. A high-powered mutant of some kind never even considered for mass production. Too weird to live, and too rare to die.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Góð mynd, en ég trúi ekki því sem þú segir um myndatökuna. Myndatakan í þessari mynd er snilld, allt frá "close-up"unum í bílnum með Tobey að sýruatriðunum, eðluatriðið sérstaklega. Algjörlega útpæld snilld.
það sem ég meina er að það er svosem ekkert nýtt að gerast í myndatökunni. auðvitað er close-upið í fyrsta atriðinu ("get in") töff en ég meina það er ekkert revolutionary ..
kannski þarf ég samt bara að pæla betur í þessu. skrifaði þetta án þess að vera búinn að horfa á þessa mynd í svolítinn tíma. en það sem ég var að fara með þessu var að myndatakan var ekki eitthvað sem ég tók mikið eftir.
anywho, snilldar mynd!
Flott færsla um frábæra mynd. Tek undir með Bóbó: myndatakan er allt annað en venjuleg. En það er rétt, að það er kannski ekkert byltingarkennt í henni heldur. En últra-víðar linsur gegna skemmtilegu hlutverki í myndinni, svo maður nefni bara eitt atriði...
það er kannski snilldin við myndatökuna í þessari mynd- að maður taki ekki endilega eftir henni. Hún lýsir nátturulega ástandinu sem þessi menn voru í fullkomlega (sbr. eins og Bóbó sagði sýruatriðin (t.d. atriðið þar sem Duke tekur hreint adrenalín))
ég einmitt tók mig til eftir þetta comment frá Bóbó og horfði á myndina (í svona 10. skipti) og reyndi einmitt að pæla í myndatökunni. mér fannst eiginlega skotin í eyðimörkinni t.d. þegar löggan er að elta Duke vera þau sem mér fannst hvað flottust þ.e. viðlinsuskotin eins og Siggi benti á.
ég verð samt að segja að atriðið þar sem johnny depp vaknar á hótelherberginu með krókudílshala á afturhlutanum, mic límdann við andlitið á sér og segulbandstæki á bringunni er hugsanlega fyndnasta atriði sem ég hef séð.
Post a Comment