Tuesday, September 4, 2007

Transformers - 2007

Sælir,

Ákvað að bomba inn einni stuttri færslu um Transformers. Við Ingólfur skelltum okkur á hana núna klukkan 22:40. Þvílíkt og annað eins hef ég bara sjaldan séð. Tæknibrellurnar voru solid, sagan var solid og epíkin maður .. fokking epíkin. Þetta var alltof alltof geðveikt. Sérstaklega fyrir gamla Transformers aðdáendur á við mig og Bóbó.

Fyrir þá sem ekki vita fjallar myndin um baráttu tveggja geimvélmenna-gengja: Auto Bots og Decepticons sem undir handleiðslu foringja sinna: Optimus Prime og Megatron berjast um að vera fyrstir að finna "the allspark" ... æji fokk itt .. farið bara og sjáið þessa mynd. Sjáið hana helst í bíó líka því þetta er algjör upplifun.

Það sem mér fannst þó best við þessa mynd var að hún datt aldrei í væmna ameríska sjittið. Ég hoppaði næstum því úr sætinu sem þeir "eyðilögðu" eina atriðið sem bauð upp á slíka þvælu.

En allavega, ég geri kannski betri færslu um þess mynd einhvertíman í vikunni en ég bara varð að koma einhverju frá mér núna.



Stigagjöf:

4/5 (já hún er svona fokking góð)

2 comments:

Siggi Palli said...

Eruð þið ekki of ungir til þess að vera Transformers-aðdáendur? Ég man að ég horfði á teiknimyndirnar með áfergju þegar ég var svona 8-9 ára. Voru þær sýndar svona lengi?

Annars langar mig ekkert sérstaklega að sjá þessa mynd, þrátt fyrir gott umtal. Einhvern veginn er Michael Bay ekki mikill gæðastimpill í minni bók. En þetta á reyndar að vera með hans betri myndum, þ.a. kannski maður gefi henni séns...

Unknown said...

Michael Bay er einn mesti aula-leikstjóri sem ég veit um. Ég sé eftir þessum klukkutímum sem ég eyddi í Pearl Harbor, ein skelfilegasta mynd sem ég hef séð. Satt best segja vissi ég ekki að þetta væri Micheal Bay mynd fyrr en í intro-inu. En ég meina, góð mynd er góð mynd sama hver gerir hana.

En Transformers var sýnt fram eftir öllu. Man eftir þessu í barnatímanum þegar ég var lítill. Svo höfum við líka lagst yfir þetta svona í seinni tíð.

Ég sé kannski eitthvað meira intellectual næst!