í veikindum mínum undanfarna daga horfði ég líka í milljónasta skiptið á Portishead DVD-ið mitt. Þetta er live upptaka af tónleikum sem Portishead héldu í New york. Þar spila þau nánast öll lögin af fyrstu tveimur diskunum sínum Dummy og Portishead. Settingið er ótrúlega töff. Einhver tiltölulega lítil höll sem heitir Roseland Ballroom og áhorfendurnir sitja nánast allan hringinn. Auk Portishead koma fram fullt af auka strengja- og blástursleikurum sem gefa lögunum svolítinn annan keim en á plötunum sjálfum.
Portishead - Roads í ótrúlega flottri útgáfu.
Þetta var þó ekki það sem ég ætlaði að tala um í þessari færlsu heldur það að þegar ég fór að skoða í gegnum aukaefnið á disknum fann ég mynd sem heitir: To Kill A Dead Man og er spæjaramynd gerð og leikin af Portishead árið 1994. Tónlistin í myndinni er að sjálfsögðu eftir þau sjálf. To Kill A Dead Man er eins og áður sagði spæjaramynd sem fjallar um morð og afleiðingar þess.
Fylgist vel með tónlistinni. Hún er mögnuð.
Þess má einnig geta að Portishead er í þann mund að (eða er nýbúin að) senda frá sér nýja plötu eftir margra ára hlé. Hún heitir Third og er einmitt þriðja plata hljómsveitarinnar. Ég fann upptöku á netinu sem kallast Portishead in Portishead þar sem hljómsveitin leikur sjö ný lög í stúdíó sínu í Portishead í Englandi.
Ég er svo fokking mikill sökker fyrir unglingasápuóperum að það nær bara engri átt. Ég fokking elskaði O.C. og átti það til að detta í harkalega One Tree Hill-binge þegar það var sýnt á Skjá einum (eða er það ennþá sýnt þar?)
Það sem ég datt í núna seinast var Gossip Girl sem ég held alveg örugglega að sé byggt á einhverjum bókum fyrir unglingsstelpur. Þessi þættir eru snilld. Þeir eru snilld. Af þeim unglingasápum sem ég hef séð er þetta án efa sú sem er hvað mest brútal og bitchy. Og til að toppa það þá leikur Matthew Settle í þessu!!!
Söguþráðurinn er basicly svona:
Það er narrator í þáttunum og það er rödd stelpu sem heldur úti heimasíðunni Gossip girl sem er, eins og hún segir sjálf: "...your one and only source into the scandalous lives of Manhattan´s elite". Serena Van Der Woodsen er ný flutt aftur til Manhattan eftir að hafa hrökklast þaðan til að ekki kæmist upp um ákveðið leyndarmál og er að reyna að finna fótfestu aftur í hinu yfirborðskennda lífi ríka fólksins í Manhattan. Inn í líf hennar blandast síðan millistéttardrengurinn Dan Humphry en hann hefur verið skotinn í Serena alveg síðan þau voru pínulítil en það er fyrst núna sem hún tekur eftir honum.
Þetta er svona basic plottið. í hverjum þætti er nýtt ótrúlegt vandamál og "vinkonur" Serene með erkitæfuna Blair Waldorf í farabroddi vera alltaf kvikyndislegri. Stundum held ég að það geti í alvörunni ekkert toppað tíkarskapinn í þeim en síðan kemur einhver bomba.
Það að Matthew Settle sé þarna finnst mér alveg ótrúlega fyndið. Maðurinn sem ég heillaðist fyrst af í Band of Brothers sem hinn óttalausi Lt. Speirs og varð síðan ástfanginn af sem Jacob Wheeler í Into the West, að leika í sápuóperu? Það fannst mér ótrúlega skrýtið fyrst en það venst ótrúlega hratt. Hann er líka langbesti leikarinn þarna og ég hef gaman af öllum senunum sem hann kemur nálægt.
Eins og í öllum öðrum unglingasápum má síðan finna alla nýjustu slagarana og í enda hvers þáttar má nánast alltaf stóla á að heyra eins og eitt angurvært popplag eins og t.d. Apologize eftir Timbaland feat. One Republic o.m.fl.
VÓ! Mér tókst næstum því að komast í gegnum þessa færslu án þess að minnast á Chuck. Chuck er klárlega uppáhaldskarakterinn minn í þessum þáttum. Siðlausari gaur er erfitt að vinna í kvikmyndum eða þáttum.
Ég horfði á þessa mynd aftur í dag. Þetta var í annað skipti sem ég sé hana og í bæði skiptin hef ég verið í einhverju rosalega undarlegu skapi. Í fyrra skiptið var ég ógeðslega, ógeðslega þunnur og horfði á hana í tölvunni minni með headphones. Í dag horfði ég á hana í veikindamóki á milli þess sem ég ældi í fötu við hliðina á rúminu. Núna horfði ég á hana í pínulitlu Sharp sjónvarpi sem ég keypti mér þegar ég var 10 ára. Þannig ég á eftir að upplifa myndina í almennilegu sjónvarpi. Hvað þá á bíótjaldi. Það stoppar þó ekki þessa mynd í að vera hugsanlega þá mögnuðustu sem ég hef séð. Dísus kræst! Þessi mynd er svo ótrúlega heartbreaking að það nær ekki átt og ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að ég hef grátið yfir endanum í bæði skiptin sem ég hef séð hana.
Ég og Requiem for a dream höfum átt í ótrúlega löngu og sérkennilegu sambandi. Ég man eftir því þegar allir Vesturbæjar-vinir mínir horfðu á myndina heima hjá Jóni Gunnari og sögðu allir að þetta væri besta mynd sem þeir höfðu séð. Það kveikti áhuga minn á myndinni um leið. Það er ekki eins og ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að leigja hana á videoleigum en afsakaði mig alltaf með því að ég vidli sjá hana við eitthvað sérstakt tilefni. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég rakst á hana í Fona í Kaupmannahöfn eftir Hróaskeldu 2006 að ég ákvað að kaupa hana. Spenntur og ánægður með kaupinn sýndi ég einum samferðamanni mínum, Bóbó, hvaða mynd ég hafði keypt. Það fyrsta sem hann sagði við mig var: "Horfðu á hana einn!"
Það er skemmst frá því að segja að myndin lá heima hjá mér í fleiri mánuði áður en ég þorði að horfa á hana. Á einhvern undarlegan hátt var ég semi hræddur við þessa mynd. Kannski er það hluti af ástæðunni fyrir að mér finnst hún svona fokking gjéggjuð.
Þetta finnst mér vera rosalegasta atriðið í myndinni. Það er þarna sem ég fer alltaf að skæla.
Requiem for a deam er fyrsta og eina myndin sem ég hef séð eftir Darren Aronofsky. Ég hef reyndar heyrt að bæði Pi og The Fountain séu góðar en á eftir að tjékka á þeim. Ég hef reyndar lesið Fountain (myndasöguna) og fannst ekki mikið til koma en Aronofsky skrifaði hana einmitt. Requiem for a dream er hinsvegar gerð eftir samnefndri bók Hubert Selby Jr. en hann og Aronofsky unnu screenplay-ið síðan saman.
Myndin fjallar um hóp af ungu fólki: Harry (leikinn af Jared Leto), Marion (leikin af Jennifer Connelly) og Ty (leikinn af Marlon Wayans) og mömmu Harry, Sara Goldfarb (leikin af Ellen Burstyn) og hvernig fíkn þeirra fer út böndunum. Harry og Ty ákveða að gerast dealer-ar og til að byrja með gengur þeim allt í haginn. Á sama tíma blómstrar ástarsamband Harry og Marion. Mamma Harry, Sara, ákveður að fara á mjög vafasamann megrunarkúr til að geta komist í gamla rauða kjólinn sinn áður en hún er boðuð í sjónvarpsþátt. Sumarið líður hjá áhyggjulaust en með haustinu fer allt að ganga á afturfótunum og endar með hörmulegum afleiðingum.
Jennifer Connelly og Jared Leto fara á kostum. Magnað atriði.
Allir leikararnir sem ég nefndi hér að ofan standa sig alveg einstaklega vel. Jared Leto virðist vera í blóð borið að leika eiturlyfjafílka því að í þau skipti sem ég hef séð hann hefur hann í bæði skiptin verið að leika slíkann þ.e. hér og í Lord of War. Hann ætti allavega að hætta að spila í þessari fokking emo hljómsveit sinni, 30 seconds to Mars, og fara að leika eitthvað af viti því að hæfileika hefur hann drengurinn. Jennifer Connelly man ég ekki eftir í neinu nema Blood Diamond þar sem hún stóð sig mjög vel. Hérna sýnir hún þó stórleik! Ótrúlega magnað að fylgjast með því hvernig fíknin fer verr og verr með hana í andlitinu. Marlon Wayans kannast flestir örugglega við sem gæjann sem gerir Scary Movie myndirnar, Little Man og ömurlega útgáfu af From Hell. Meira að segja hann, maður sem ég hélt að ég gæti aldrei tekið alvarlega, stendur sig prýðilega hérna. Vitaskuld hvílir frekar lítil leikábyrgð á honum en hann skilar því sem hann þarf. Stærsta leiksigurinn þykir mér þó Ellen Burstyn vinna. Ég man ekki eftir að hafa séð hana í neinu öðru en hún er hreint út sagt ótrúleg í hlutverki sínu. Hún er líka karakterinn sem maður vorkennir hvað mest í myndinni því hún er í rauninni sú eina sem hefur "góðan" tilgang fyrir því sem hún gerir og með fullri virðingu fyrir því sem kemur fyrir Harry þá finnst mér hún hljóta verstu málalokin.
Það sem mér fannst sérstaklega töff við myndina, fyrir utan það hvað hún er ógeðslega vel leikin, er það að henni sé skipt upp í kafla: Summer, Fall, Winter. Mér finnst líka mjög töff að það komi aldrei "Spring". Myndin er í rauninni "niðurávið" alveg frá byrjun. Það rofar aldrei til. Hljómar þunglyndislega ég veit en svona er þetta bara.
Ótrúlega fallegt atriði í fyrri helming myndarinnar og sýnir vel hvernig myndin nýtir sér tvískiptan skjá. Þetta er gert oft í myndinni en kemur hvergi betur út en ákkurat þarna.
Ég gæti í rauninni talið endalaust upp atriði í þessari mynd sem mér finnst flott eins og t.d. cutscene-in þegar þau eru að dópa, atriðið þar sem Marion öskrar ofan í baði, þegar Ty og Harry sitja fastir í fanglesi á leiðinni til Florida (Það er svo fokking geðsjúkt aðriði. Fann því miður ekki youtube-link), eða þá bara tónlistina! Ég held samt að tíma þínum, lesandi góður, væri betur varið í að fara og leigja þér þessa mynd hið snarasta!
Þetta er mynd sem mun aldrei fara af Topp 10 listanum mínum.
Stigagjöf:
5/5
PS. Athugið Tónlistarfærsluna fyrir tóndæmi úr tónlistinni í myndinni. Það þekkja allir þetta lag
Mig langar kannski fyrst að minnast á hversu óskaplega glaður ég er að hafa verið í kvikmyndafræði núna í ár en ekki í fyrra. Ég hefði örugglega farið í kvikmyndafræði þó svo að námsefnið hefði nánast bara verið 500 bls bók vegna þess að kvikmyndasaga er skemmtileg en það sem við gerðum í vetur getur ekki verið annað en snilld. Ég held að ég geti alveg fullyrt að þessi kvikmyndafræðiáfangi er það skemmtilegasta sem ég hef lært í MR. Kvikmyndafræði og saga í 3. bekk sem var líka snilld. Það er því með sorg í hjarta sem ég kveð þennan áfanga. Ef bara maður hefði jafn mikinn metnað og áhuga á öllu hinum sem maður lærir í skóla.
Það sem mér hefur fundist skemmtilegast er hvað við höfum getað haft mikil áhrif á námskeiðið, þ.e. við höfum svona fengið að þróa það með Sigga Palla. Bloggið er líka epísk snilld og ég hef vellt því fyrir mér hvort að maður haldi þessu ekki bara áfram eftir að skóla lýkur. Samkeppnin sem myndaðist innan allavega ákveðins hóps fannst mér líka skemmtileg og töff þegar við svona fórum að átta okkur á því hvað væri hægt að gera við þetta blogg. Ég held að ég ljúgi því t.d. ekki að ég hafi verið fyrstur að setja inn Youtube link og Bóbó fyrstur til að kvóta í sína eigin færslu. Svo ekki sé minnst á sniðugt einkunnakefi Marinós (metrar af filmu) sem hann virðist reyndar vera búinn að gefast upp á og nýstárleg færsla Jóns um The Matrix. Einnig fannst mér skemmtilegt hvað það var mikið gert úr RIFF-vikunni. Áhuginn hjá Sigga Palla smitaði alveg út frá sér og ég fór á fleiri myndir á hátíðinni heldur en ég hélt að ég myndi nokkurntíman gera. Það væri kannski hægt að gera eitthvað svipað í kringum kvikmyndahátíðir Græna Ljóssins. Bara pæling.
Það eina sem mér datt í hug að mætti breyta er að láta þetta helvítis próf gilda 50% á móti öllu hinum sem maður gerir allan veturinn. Ég get skilið að þetta hafi verið svona þegar að vera í kvikmyndasögu var bara eins og læra fyrir sögupróf en við höfum eiginlega ekki farið í neitt bóklegt í vetur og þess vegna þykir mér asnalegt að prófið gildi til hálfs við vinnuna allan veturinn. Ég veit að það er í rauninni ekkert hægt að gera í þessu vegna þess að þetta eru bara skólareglur en ef gefinn er góður fyrirvari hlýtur að vera hægt að endurskoða þetta eitthvað. Mér datt ekkert í hug sem mætti henda alveg út.
Það sem mér fannst ég læra mest af var stuttmyndagerðin og kennslan sem fór fram í kringum hana. Þegar ég var í 9. og 10. bekk gerðum við félagarnir alveg helling af misgóðum stuttmyndum en flöskuðum oft á svona grundvallaratriðum. Mér fannst líka skemmtilegt að gera eina stuttmynd bara í myndavélinni því það var ákveðið challenge útaf fyrir sig og svo fékk maður allt aðra upplifun af stuttmyndagerð þegar maður fékk að vinna með rándýrt forrit í rándýrri tölvu. Mér fundust þeir bíótímar sem ég mætti í líka mjög skemmtilegir og gerðu mér kleyft að sjá myndir sem ég myndi annars örugglega alveg horfa á. Mér fannst líka skemmtilegt að ég kannaðist ekki við nema einhverjar örfáar myndir sem Siggi sýndi. Best var náttúrulega Man Bites Dog en ég er ennþá alvarlega að pæla í að setja hana á Topp 10 listann minn.
Ég vil þá bara enda á því að þakka þér (Siggi Palli) kærlega fyrir frábært námskeið og fyrir almennan meistaraskap.
Takk kærlega fyrir mig og þakkir til allra þeirra sem nenntu að lesa þessi skrif mín!
Tónlist í kvikmyndum hefur lengi verið mér mjög hjartfólgin og er oft það fyrsta sem ég tek eftir í bíómyndum. Því fannst mér það tilvalið að deila með ykkur hugleiðingum mínum um efnið. Ég er búinn að tala oft um ambience hljóð og áhrif einfaldra stefa í fyrri færslum þannig ég ætla að sleppa því alveg núna og einbeita mér að "alvöru" tónlist. Já eða fjarveru tónlistar. Að mínu mati er nefnilega alveg jafn mikilvægt að vita hvar tónlistin á að vera og hvar ekki og að tónlistin sé góð. En ég kem nánar inn á þetta á eftir.
Hvaða máli skiptir tónlistin? Ég held að flestir geti verið sammála um mikilvægi þess að hafa tónlist í kvikmyndum. Þegar kvikmyndagerð hófst voru myndirnar í fyrstu, eins og allir vita, þöglar og því tónlistin stór hluti myndanna. Þá miðaðist tónlist sem mest við að túlka líðan og tilfinningar persónanna í myndinni og þá sérstaklega aðalpersónunnar. Tónlistin var því hröð þegar persónan hljóp, hugljúf þegar hana dreymdi og ógnvekjandi þegar hún lenti í klípu. Hlutverk tónlistarinnar er ennþá nokkuð svipað en áherslurnar hafa breyst mikið. Núna miðast tónlist oftast við að búa til andrúmsloft í annaðhvort atriði eða því sem er orðið nokkuð algengt núna undanfarið heilu bíómyndanna. Þetta er þó ekki eina hlutverkið heldur hefur tónlist þann ótrúlega mátt að geta magnað upp nánast hvaða tilfinningu sem er, hvort sem það er gleði, sorg, ótti eða hlátur. Dæmin eru endalaus. Lokaatriðið í Requiem for a dream, Ecstacy of Gold í The Good the Bad and the Ugly og til að taka nærlægara dæmi: endaatriðið í Juno. Tónlistin setur andrúmsloftið og magnar það þannig að maður getur virkilega samsvarað sig með persónu bíómyndarinnar. Það ætti því að vera dagljóst að tónlist er órjúfanlegur hluti góðra bíómynda.
Munurinn á Soundtrack og Score Mig langaði aðeins að koma þessari skilgreiningu með því ég hef oft vellt þessu fyrir mér og fannst tilvalið að leita svara við gerð þessarar færslu. Munurinn er satt best að segja sáralítill en af því sem mér skildist þá er orðið Score notað um tónlist sem er saman í kringum myndina til dæmis stef sumra bíómynda og svona lítil skiptistef. Soundtrack er síðan víst notað um "lögin" í myndinni þ.e. þá tónlist sem gæti alveg staðið ein og sér sem lag. Soundtrack er síðan notað líka þegar talað er um tónlist úr bíómynd sem gefin hefur verið út á geisladisk. Bæði þessi hugtök geta víst átt um frumsamda tónlist annað en ég hélt alltaf. Munurinn er samt sáralítill og ég held að ég haldi mig bara við að tala alltaf um soundtrack hvort heldur sem átt er við eiginlegt soundtrack eða score.
Algengasta gerð kvikmyndatónlistar Algengasta gerð kvikmyndatónlistar þ.e. sú sem við heyrum oftast er sú sem prýðir flestar allar Hollywood myndir. Það sem ég meina með þessu er í rauninni myndir þar sem öll tónlistin er spiluð af stórri sinfóníuhljómsveit og er í flestum tilfellum alveg ótrúlega óáhugaverð. Ég er ekki að gagnrýna neitt en það geta allir ímyndað sér tónlistina í "How to lose a guy in 10 days" og "Notting Hill". Þetta er bara einhver svona klysja sem er "auðvelt" eða gera. Það er, menntaðir tónsmiðir eiga ekki í miklum vanda með að skella í eitt þannig soundtrack. Voða sakleysisleg tónlist. Þrátt fyrir þetta allt saman eru nokkrir meistarar í Hollywood sem skara framúr hvað varðar gerð tónlistar í þessum dúr og gera það virkilega, virkilega vel. Þá detta mér strax í hug Howard Shore, sem ég minntist á í færslunni um Eastern Promises, og gamla góða John Williams. Það eru auðvitað mýmargir góðir höfundar í Hollywood en þar sem ég er hrifnastur af þessum tveimur ætla ég að taka þá sem dæmi.
Howard Shore - Lord of the Rings I-III Þessi maður hefur samið tónlist fyrir alveg glás af bíómyndum en ég tek Lord of the Rings trilógíuna sem dæmi þar sem ég held að nánast allir hafi séð þessar myndir. Tónlistin er í raun frekar hefbundin fyrir Hollywood mynd (ég veit að þetta er mjög vafasamt term yfir LOTR en það sem ég meina er að þetta sé svona vinsæl stórmynd) en hún nær einhvernvegin algjörlega að fanga stemmninguna í sögum J.R.R. Tolkien og verður aldrei klysjukennd. Þetta er aftur á móti ein epískasta kvikmyndatónlist sem ég hef heyrt og nægir að benda á aðalstef myndanna því til sönnunar. Howard Shore hefur m.a. komið að The Silence of the lambs, Ed Wood, Se7en, High Fidelity, The Departed og The Aviator.
John Williams - Star Wars John Williams er maðurinn á bak við "The Imperial March" og alla hina Star Wars klassíkerana. Ég held að það geti lang flestir sönglað að minnsta kosti eitt stef út Star Wars myndunum. Svo þekktar eru þær. Þessi maður hefur unnið við svo margar stórmyndir að það er nánast ekki hægt að festa tölu á þetta allt saman. Dæmi: Jaws, Superman, E.T., Jurasic Park, Indiana Jones, Schindler´s list og Harry Potter. Hann hefur auk þess samið þemalag Ólympíuleikanna hvorki meira né minna en fjórum sinnum. The American Film Institute segir soundtrackið í Star Wars sé það best sem nokkurtíman hefur verið samið. Beat that!
Öðruvísi tónlist í kvikmyndum Hér erum við komin að því sem ég hef sérstaklega gaman að: myndir sem bjóða upp á tónlist sem er aðeins utan "normsins". Ég hef mjög gaman að því þegar það er pælt aðeins meira í tónlistinni heldur en að setja bara hvern sem er í verkið. Sérstaklega finnst mér þó gaman þegar hljómsveitir eru fengnar til að semja alveg heilt soundtrack fyrir bíómynd. Það gefur svona heildarstíl yfir tónlistina sem ég hef bara ekki fundið annarsstaðar. Það eru samt sem áður alveg endalaus dæmi um myndir með góðri og vel útpældri tónlist en mig langar að taka svona það sem mér er efst í huga þegar ég hugsa um svona alternitive tónlist í bíómyndum.
1. Jonny Greenwood - There Will Be Blood Jonny Greenwood er gítar- og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Radiohead. Það sem gerði mig einna mest spenntar fyrir þessari mynd var staðreyndin að hann semdi tónlistina (fyrir utan allar hinar augljósu ástæðurnar). Ég held alveg örugglega að þetta sé í fyrsta skipti sem hann gerir eitthvað þessu líkt en þetta heppnast alveg þrælvel hjá honum. Tónlistin er reyndar ekki allra og sellóleikarinn sem sat við hliðina á mér í bíóinu fannst þetta svolítið eins og maður að búa til klassískt-inblásna tónlist án þess þó að búa yfir neinni sérstakri þekkingu á því hvaða hljóðfæri hljómuðu vel saman og þar fram eftir götunum. Ég get svosem alveg verið sammála þessu. Tónlistin byggist mest á strengjahljóðfærum og alls kyns ásláttarhljóðfærum. Það sem mér fannst sérstaklega töff var hvernig tónlistin flakkaði rosalega mikið hvað hljóðstyrk varðar. Ég mæli eiginlega bara með því að þið kíkið á þessa mynd og pælið aðeins í tónlistinni á meðan.
2. Air - Virgin Suicides Þetta er ógeðslega töff. Þeir sem hafa heyrt í Air geta velt fyrir sér hvernig nokkrum manni gat dottið í hug að láta þá semja tónlist fyrir mynd sem heitir Virgin Suicides. Tónlistin í myndinni er í rauninni ekki langt frá því sem Air gera venjulega þó þeir séu kannski á örlítið drungalegri nótum. Margir kannast örugglega við lagið "Playground Love" en það er einmitt úr þessari mynd. Stefið er síðan notað oft í allskonar útgáfum í gegnum myndina. Vel þess virði að tjékka á.
3. Svartur köttur, hvítur köttur Þessi mynd er svo ótrúlega góð. Ég man eftir að hafa séð hana í bíó þegar ég var 10 eða 11 ára og ég man ennþá eftir henni. Það sem situr þó fastast í mér er tónlistin. Hún er vægast sagt geðveik. Allir sem hafa minnsta áhuga á Balkan tónlist ættu að tjékka á þessu. Þetta eru mennirnir á bakvið þessa snilld: Nele Karajlić, Voja Aralica, Dejo Sparavalo. Ég þekki reyndar engan af þeim og held að þeir hafi ekki neitt merkilegt síðan. Ég komst reyndar að því með hjálp Wikipedia að Nele Karajlić "is a Serbian rock and roll musician, composer, actor and television director." Magnað.
Engin tónlist Það magnaða við tónlist er að það er ekki aðeins gæði tónlistarinnar sjálfrar sem skiptir máli heldur skiptir staðsetningin í myndinni líka gríðarlega miklu máli. Það að klippa á tónlistina eða hafa enga tónlist í ákveðnu atriði getur kallað fram nákvæmlega sömu hughrif og tónlist. Hver kannast ekki við það að vera að horfa á hryllingsmynd og svo allt í einu er grafarþögn og þú heyrir í sjálfum þér anda og spennast upp. Annað frábært dæmi um eitthvað svona er brotið sem við horfðum á úr The Godfather í tímanum á mánudaginn. Tónlistin (sem var eins og Siggi sagði okkur um daginn púsluð saman út A og B stefjum) byggði upp spennuna í atriðinu en um leið og hesthausinn sést og öskrin byrja þá er klippt á tónlistina. Þetta eykur mjög mikið áhrifin. Bæði það að öskrin hefðu ekki heyrst jafn vel með tónlistina í bakgrunninum og líka það að það hefði verið fáránlegt að halda áfram með tónlistina því að atriði nær algjörum klímaxi við öskrin og því fáránlegt að ætla að byggja upp spennu á meðan eða strax eftir á. Annað gott dæmi er eiginlega bara öll A History of Violence myndin. Það er alveg rosalega lítil tónlist í henni. Mér finnst það einmitt vera helsti kostur hennar. Myndin líður hjá í makindum og svo allt í einu gerist eitthvað rosalegt og þá fylgir tónlistin með. Skortur á tónlist getur því verið alveg jafn magnaður og góð tónlist. Hér er síðan brot úr annarri færslu sem ég skrifaði fyrir jól þar sem ég tek svipað dæmi úr meistaraverkinu The Thing:
Stefið mig langar að tala um kemur fram á ýmsum stöðum í myndinni t.d. í byrjuninni þegar Kurt Russel og félagar fara að kanna norsku rannsóknarstöðina og í atriðinu þar sem þeir eru að gera blóðprufuna (sem er svona by the by eitt mest spennandi atriði sem ég man eftir, þið sem hafið séð þessa mynd hljótið að vera sammála mér). Stefið er í raun bara einn tónn og trommusláttur undir. Kemur svona eins og taktfast bank eða "thud" en nær á einhvern hátt sem mér er ómögulegt að útskýra að byggja upp alveg ótrúlega spennu. Ég fór reyndar að pæla í því eftir á að það er kannski ekki bankið sjálft sem er svona ógnvekjandi heldur þögnin á milli þeirra. Ég veit reyndar ekki alveg hvert ég er að fara með þá pælingu en það er oft raunin að þögn gerir meira en hávaði.
Hugsanlega mest spennandi atriði sem ég hef séð.
Uppáhalds tónskáldin mín Fyrstan langar mig að nefna meistarann Yann Tiersen. Hann er meistarinn sem gerði tónlistina í Amelie og Goodbye Lenin! Þessi maður spilar á ALLT! Gítar, trommur, píanó, bassa, harmonikku, fiðlu ... bara allt! Enda er mjög fyndið að kíkja inn í diskana hans og sjá "Yann Tiersen: Everything". Tónlistin er í eðli sínu rosalega svona frönsk og þjóðlagakennd. Það sem mér finnst samt skemmtilegast við Yann Tiersen, fyrir utan það hvað tónlistin hans er ótrúlega flott bara stök, er hvað tónlistin smellpassar alltaf í myndirnar. Það er sama hvort hann er að gera tónlist fyrir hugljúfa franska mynd (Amelie) eða mynd sem gerist í kringum fall Berlínarmúrsins (Goodbye Lenin!) þetta passar alltaf fullkomlega við. Ég held að flestir kannist við aðalstefið úr Amelie en ef ekki kíkið á þetta hér að neðan (reyndar ekki úr Amelie en mjög flott). Það ætti kannski líka að minnast á það að hann gerði geðveikan geisladisk með söngkonu sem heitir Shannon Wright (Dæmi) sem ég mæli með að fólk kíki á.
Næstan skal nefna Danny Elfman. Ef þú hefur einhvertíman horft á sjónvarp eða horft á bíómynd held ég að ég geti sagt með nokkurri vissu að þú hafir heyrt í Danny Elfman. Hann samdi meðal annars Simspons-þemalagið (ég hugsa að það sé frægasta þemalag í heimi) og Desperate Housewives-byrjunarstefið. Hann hefur líka gert tónlist við ótal bíómyndir t.d. Red Dragon og Good Will Hunting. Ást mín á honum er þó nátengd ást minni á Tim Burton. Danny Elfman gerir tónlistina í nánast öllum myndum Tim Burtons. Og það ótrúlega er að hún er alltaf jafn ótrúlega góð. Músíkin hans hefur alltaf yfir sér svona ævintýrakeim og þess vegna finnst mér hún passa svo fullkomlega við myndir Tim Burtons. Samstarf þeirra tveggja má finna í t.d. : Big Fish, Edward Scissorhands, Nightmare Before Christmas, Corpse Bride, Batman og Batman Returns.
Uppáhalds lagið mitt úr The Nightmare Before Christmas. Dæmigert fyrir stíl Danny Elfman. Ef ég man rétt syngur hann nánast öll lögin líka.
Gegnumgangandi stef Mig langar svona rétt í lokin að tala aðeins um stef sem eru gegnumgangandi í gegnum heilu bíómyndirnar og áhrifin sem þau geta haft. Það sem gerir endurtekið stef magnað er það að stefið er iðulega spila nokkrum sinnum á vendipunktum í myndinni og þá oft á tíðum í mismunandi útsetningum. Dæmi úr gamalli færslu um El Labirinto del Fauno:
Í byrjun myndarinnar þegar mæðgurnar eru á leið sinni til Capitán Vidal í hestvagninum þá er "aðalstefið" í myndinni undir. Það minnir svolítið á einhverskonar vögguvísu, rosalega angurvært og fallegt, spilað af einhverri lítilli sinfóníusveit. Svo þegar þær stoppa og Ofelia fer út og setur brotið úr styttunni aftur á réttan stað þá kemur nákvæmlega sama stef nema spilað mjög djúpt á kontrabassa svo að merking stefis breytist gjörsamlega úr því að vera fallegt yfir í að vera drungalegt. Guillermo er að vinna rosalega mikið með svona pælingar í myndinni sem mér finnst frábært.
Þetta er ein áhrifaríkasta leiðin til að vekja hughrif fyrir tónlist hjá áhorfandanum.
Tökum dæmi:
Ég held að flestir ættu að kannast við aðalstefið úr Brokeback Mountain. Ef ekki þá skiptir það ekki svo miklu máli. En allavega, þetta mjög svo fallega stef kemur fyrir nokkrum sinnum í myndinni og þá alltaf á einhverskonar vendipunkti í myndinni. Þetta kemur t.d. fyrst þegar þeir átta sig á tilfinngum sínum í garð hins og virkar þá rosalega hugljúft og fallegt. Stefið kemur síðan aftur seinna í myndinni þegar þeir átta sig á að þeir geti aldrei verið saman og þá er þetta hugljúfa stef, þó svo að það sé tæknilega séð alveg nákvæmlega eins, orðið alveg ótrúlega sorglegt. Það eina sem hefur breyst eru aðstæður persónanna í myndinni.
Svipað dæmi má taka úr eðalmyndinni Requiem for a Dream.
Tónlist er, og mun alltaf vera, órjúfanlegur hluti af kvikmyndaupplifun. Áhrifin geta verið mismunandi. Tónlist hefur þann undraverða mátt að geta dregið fram það sem kvikmyndaleikstjórinn er að reyna að segja með myndinni og aukið áhirfin sem hún hefur á áhorfandann. Þess vegna mun góð bíómynd alltaf verða betri með góðri tónlist.
Mig langaði bara geðveikt mikið að deila þessum fundi með ykkur:
Ég er búinn að lesa svo mikið um þetta video í blöðunum undafarið, m.a. að það hafi verið gert undir áhrifum sveppa (hverjum er ekki drullusama), þannig að ég varð að sjá þetta! Ég held að ég geti hiklaust sagt að ef ég væri að gera Topp 10 Tónlistarmyndbönd núna væri þetta á listanum.
Ég fann líka þetta "Making of" video sem er frekar töff!
Eins og sést í því er þetta video blanda af svona brúðuleik, tölvuteikni vinnu og leik. Mér finnst útlitið á þessu myndbandi alveg ótrúlega flott. Slow-motion skotin eru t.d. geðveik aðallega bara út af umhverfinu (sérstaklega í endann). "Söguþráðurinn" er líka svolítið skemmtilegur.
In the video, a group of buffalos crowd beside a river bank. Björk, in an ancient Mongolian tribal costume, appears amongst them and creates a river from the ground. She rises up and leads the herd into the river, and they all float downstream, with Björk on the back of one of the buffalos. Throughout the video, a doppelganger comes out of her backpack and tries to attack her. Finally, a god creates a waterfall and Björk falls off the edge and into the water below, where a pair of hands capture her.
Það er samt ekkert í þessu myndbandi sem toppar buffalóana. Þeir eru svo flottir!
Ég hef nú ekki verið tíður gestur í bíótímunum í vetur en ég hef verið ánægður með þær myndir sem ég hef séð hingað til. belgíska mockumentarymyndin Man Bites Dog toppar þó eiginlega flest sem ég hef séð. Hún er svo fokking rosaleg maður! Díses! Sjaldan eða aldrei hef ég fyllst jafn miklum viðbjóði yfir bíómynd en samt verið svona mikið "in awe" hvað hún var ógeðslega vel leikin, vel skrifuð og solid bíómynd. Það sem mér finnst magnaðast við þetta er að þetta var bara eitthvað útskriftarverkefni hjá gæjunum sem gerðu myndina: Rémy Belvaux, André Bonzel, Benoît Poelvoorde, Vincent Tavier. En allir þessir náungar komu að myndinni á einhvern hátt; klipptu, skutu, leikstýrðu eða skrifuðu. Myndin er nefnilega nokkuð sérstök að því leiti að allir koma fram undir réttnefni þ.e. allir karakterarnir í myndinni heita sínum réttu nöfnum. Enda var ég mikið að pæla í þessum eftir myndina hvort að credit listinn væri "fake" þegar nöfnin á gæjunum birtust. Ég fór þ.e.a.s. að pæla í því hvort að náungarnir sem gerðu myndina hafi viljað ná fram einhverjum svona realískum factor með því að setja nöfn karakterana í credit listann. Ég áttaði mig ekki á því hvernig á stóð fyrr en ég kom heim og skoðaði wikipedia. Töff samt. Töff að myndin hafi látið mig efast svona.
Myndin fjallar um kvikmyndatöku lið sem er að gera mynd um mann að nafni Benoît. Benoît er raðmorðingi með aðsetur í París og drepur eiginlega nákvæmlega eins og honum sýnist. Til dæmis sýnir setningin: "I usually start the month with a postman" heilmikið um hversu anskotans sama honum er um þá sem hann drepur. Eftir því sem á líður smitast kvikmyndatökuliðið af vondum og brengluðum áhugamálum Benoît og virkilega truflandi hlutir fara að gerast.
Í tímanum fyrir bíótímann var ég í sálfræði að flytja fyrirlestur um andfélagslega persónuleikaröskun og tók þar sem dæmi raðmorðingja sem ég held að flestir ættu að þekkja nefnilega Ted Bundy en hann er einmitt þekktasta dæmið um mann með andfélagslega persónuleikaröskun á háu stigi. Meðal einkenna þessarar röskunnar er að sjúklingurinn iðrast ekki gjörða sinna á nokkurn hátt og er algjörlega óttalaus. Þessi lýsing fannst mér eiga alveg ótrúlega vel við um Benoît. Hann er maður sem drepur algjörlega iðrunarlaust og er að því er virðist óttalaus. Til dæmis finnst honum ekki mikið til þess koma þegar ítalska mafían fer að senda honum og fjölskyldunni hans rottur reknar í gegn með priki eftir að hann drepur "óvart" einn af þeirra mönnum.
Benoît, eftir að hafa skotið ítalskan mafíumeðlim og heilt kvikmyndatökulið sem var að mynda hann.
Það sem gerir þessi mynd eins óhugnarlega og hún er í raun og veru er stórkostlegur leikur Benoît Poelvoorde. Það er hreint út sagt ótrúlegt hversu "eðlilegur" karakterinn er á milli þess sem hann er ekki að fremja einhver hrottaverk. Dýptin í karakternum er svo mikil. Gott dæmi er þegar hann bendir kvikmyndatökuliðinu á dúfuna á húsþakinu og fer með ljóðið sitt "Pigeon" eða þá þegar hann segist hafa grafið tvo múslima á byggingasvæði en "facing Mecca, of course." Þó svo að maðurinn sé alveg einstaklega sturlaður þá eru svona mannlegir eiginleikar sem koma sífellt í ljós sem gera hann að svo óhugnarlegur karakter því hann gæti í rauninni verið hver sem er. Hann gæti verið strætóbílstjóri eða læknirinn þinn eða bara hver sem er. ÞAÐ fokkar mér upp.
Hinir leikarar myndarinnar , þ.e. kvikmyndatökuliðið, standa sig allir mjög vel. Breyting þeirra frá því að vera bara venjulegir menn yfir í það að smitast af óhugnarlegum athöfnum Benoît og verða í raun skrímsli eins og hann er mjög trúverðug. Það er annar punktur sem gerir þess mynd svona rosalega. Þetta er svo trúlegt!
Þetta atriði er ótrúlega táknrænt fyrir það hvernig kvikmyndatökuliðið er alltaf að týnast meira og meira í þessum óhugnarlega heimi Benoît.
Það eru nokkur alveg ótrúleg atriði í þessari mynd. Atriði sem ég held að ég muni seint, ef einhvertíman, gleyma. Það fyrst sem ég man eftir er einmitt atriði eftir atriði í youtube klippunni hérna fyrir ofan þegar Benoît og kvikmyndatökuliðið er hent blindfullu út af bar og taka til við að syngja "cinema, CINEMA!". Það er eitthvað, sem ég get ekki alveg komið auga á, sem ljáir þessu atriði ótrúlega spennu. Maður bara veit að það er eitthvað að fara að gerast. Og þá gerist það. Benoît og kvikmyndatökuliðið ræðst inn á par og svo nauðga allir konunni. Og eins og það væri ekki nógu ógeðslegt þá er næsta skot eftir það skot af íbúðinni eftir að þeir eru farnir og þá er það fyrsta sem sést sundurskorið lík konunnar og maðurinn dauður ofan í vaski. Ógeðslegt.
Annað er þegar kvikmyndatökuliðið manar Benoît til að brjóast inn hjá ríku fólki því að þeir höfðu tekið eftir að hann dræpi aðeins fólk á jaðri samfélagsins. Hann tekur að sjálfsögðu áskoruninni og brýst inn í einhverja villu. Það sem mér fannst einna ógeðslegast í myndnni gerðist einmitt þarna þegar hann kæfir krakkann (!) og útskýrir á meðan aftur honum sé illa við að drepa börn! Dísus! Ég fæ alveg svona hnút í magann við það að hugsa um þetta. Annað ógeðslegt sem gerist inni í þessu húsi var þegar hann ætla að snúa heimilisföðurinn úr hálslið og biður hljóðgæjann um að setja mic-inn upp að hnakkanum svona að hljóðið heyrist! OJ!
Hvað varðar hljóð og mynd þá er þessi mynd alveg nákvæmlega eins og hún á að vera. Myndin er tekin upp á eina svona handy-cam sem getur einmitt verið frekar vafasöm pæling en þessir meistarar ná oft á tíðum alveg ótrúlega flottum skotum. Annað sem ég vill minnast á er hvað mér finnst það hjálpa myndinni mikið að vera svart-hvít. Andrúmsloftið verður miklu flottara þannig. Og ég tala nú ekki um það hvað það hjálpar myndinni mikið að vera á frönsku! Ég ætla rétt að vona að það verði aldrei gerð Hollywood útgáfa af þessari mynd fyrir utan það að ef einhver hefði yfir höfuð áhuga á því væri það örugglega búið og gert.
Hvað varðar tónlist man ég ekki eftir neinni tónlist í myndinni. Nema eftir einu lagi sem Benoît og vinkona hans Valerie spila saman. En svona á meðan ég man tók ég eftir einu í því atriði sem ég skammast mín eiginlega fyrir að viðurkenna og skiptir nákvæmlega engu máli þ.e. að þegar þau byrja aftur á laginu þá segir Benoît að það sé í 4/4 takt en það er í 3/4.
Allavega hljóð og mynd eru nákvæmlega eins og þau eiga að vera. Ekkert meistaraverk á hvorugu sviðinu en það þurfti heldur ekki og hefði algjörlega skemmt myndina.
Eins og ég sagði í byrjun er langt síðan bíómynd hefur haft svona áhrif á mig og fullt mig jafn miklum viðbjóði. Ég mæli þó með því að sem flestir sjái þessa mynd því hún er algjört meistaraverk. Ef hún er jafn góð í annað skiptið (sem ég efast ekki um að hún sé) þá fer hún beint á topp 10 listann minn!
Ég stóðst ekki freistinguna. Mig er búið að dauðlanga að sjá almennilega teiknimynd geðveikt lengi. Ég missti af Ratatouille og Cars einhverra hluta vegna en var staðráðinn í að sjá mynd um fíl og dýravini hans.
Ég verð reyndar að viðurkenna að ég týmdi ekki að fara í bíó aftur þannig ég náði í myndina á netinu. Eintakið sem ég náði í var hinsvegar svona cam-version af myndinni. Reyndar það góð cam-version að ég nennti að horfa á hana en cam-version engu af síður. Fyrir þá sem ekki vita hvað cam-version er þá er það eintak af myndinni sem er tekið upp með venjulegri video cameru í bíósalnum. Ótrúlegt en satt eru til gæjar sem mæta með þrífót og videocameru í bíó og taka upp myndina. Til hvers?! Það er ekki eins og þeir græði neitt á því. Þeir bomba þessu bara á netið og fá "THX m8!" í comment. Æji ég bara skil þetta ekki. Allt þetta vesen án nokkurs gróða. Ekki misskilja mig samt. Ég hef ekkert móti sjóræningja útgáfum af þáttum eða bíómyndum á netinu. Ég vil bara hafa þetta í DVD Screener gæðum.
Söguþráðurinn er eins og við má búast frá Dr. Seuss: skemmtilegur, furðulegur og heimspekilegur. Myndin fjallar um hjálpsama fílinn Horton sem nær sambandi við agnarsmátt samfélag að nafni Whoville. Dag einn á meðan Horton er að baða sig feykir vindurinn framhjá honum pínulítilli örðu og Horton finnst hann heyra kall á hjálp. Enginn trúir honum en hann stendur fast á sínu. Hann leggur síðan líf sitt og limi undir þegar hann reynir að koma örðunni á öruggan stað. Kengúran, sjálfskipuð alvaldur frumskógarins, finnst Horton vera vond fyrirmynd fyrir börnin og gerir hvað sem er í sínu valdi stendur til að útrýma örðunni. Inn í þetta allt saman blandast vangaveltur Dr. Seuss um hvort að heimurinn okkar sé bara lítil arða í einhverju öðru risastóru samfélagi. "A person´s a person, no matter how small."
Horton og áhrifgjörnu börnin. Tjékkið á litla gula hnoðranum!
Það sem mér finnst alltaf einkenna svona teiknimyndir er hvað þær virka ótrúlega vel bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrir börn er þessi mynd uppfull af ótrúlega sætum dýrum og skemmtilegum og aulalegum atriðum (t.d. þegar Horton er fastur á brúnni) en fyrir fullorðna er ótrúlega mikið af svona orðagríni og kaldhæðnislegum bröndurum. Vlad brandarinn er til dæmis ógeðslega fyndinn og í rauninni er hrægammurinn Vlad eiginlega uppáhalds karakterinn minn í myndinni enda er það meistarinn Will Arnett úr Arrested Development sem tala fyrir hann.
Þetta atriði hér gefur mjög góða mynd af húmornum í myndinni (og eyðileggur ekki neitt):
"Good luck with your imagenary superiority" heheheh
Talsetningin í myndinni er fyrsta flokks. Jim Carrey (Horton) er búinn að vera fremsti grínleikari Hollywood í mörg, mörg ár og það er saman að heyra í gamla góða Jim Carrey aftur eftir að hann hefur verið að prufa sig áfram með alvarlegri hlutverk (t.d. Eternal Sunshine of the Spotless Mind). En ég get samt alveg ímyndað mér að það hafi verið erfitt fyrir svona grínleikara sem leikur alltaf svo rosalega mikið með líkamanum að ná að koma gríninu til skila með því að nota aðeins röddina. Steve Carell er líka mjög skemmtilegur í hlutverkið bæjarstjórans í Whoville. Ég held reyndar að Steve Carell sé svolítill svona "Hate him or love him" gæji. Mér persónulega finnst hann mjög skemmtilegur og hann nær að koma með fullt af svona Steve Carell töktum í karakterinn sinn. Áðurnefnur Will Arnett er snilld og Seth Rogen (önnur af löggunum úr Superbad) er frábær sem Morton, besti vinur Horton.
Útkoman er frábær skemmtun fyrir bæði fullorðna og krakka. Ég hafði allavega rosalega gaman að henni. En ekki sjá hana á íslensku. Ég held að hún missi algjörlega marks þannig. Whoville heitir til dæmis Hveragerði í íslensku talsetningunni! Hvað heita íbúarnir þá? Hverir?
Ég skellti mér á þessa mynd í bíó síðasta sunnudag. Ætlaði reyndar að kíkja á Horton hears a who! en sá síðan að það var verið að sýna Be Kind Rewind á sama tíma og krafðist þess að farið yrði á hana. Þetta var í stuttu máli sagt eitt skemmtilegast sunnudagsbíó sem ég hef séð lengi.
Ég hef lengi verið hrifinn af Michel Gondry sem sýnir sig kannski best í því að hann á eina af bestu myndum sem ég hef séð Eternal Sunshine of the Spotless Mind og því hversu hrifinn ég var af síðustu mynd sem ég sá með honum, The Science of Sleep, sem ég bloggaði um fyrr í vetur. Það sem mér finnst einna skemmtilegast við Gondry er hvað hann virðist bara taka að sér verkefni sem hann hefur virkilega ástríðu fyrir. Þessu til sönnunnar má benda á öll tónlistarmyndböndin sem hann hefur gert. Oftar en ekki með uppáhalds tónlistarmönnunum sínum t.d. Björk, Radiohead, Daft Punk og Foo Fighters. Það fyrsta sem ég man eftir að hafa séð eftir Michel Gondry (en vissi náttúrulega ekkert að hver hann var á þeim tíma) var fyrsta tónlistarvideo Bjarkar við lagið Human Behaviour. Ég held reyndar að flestir þekki þetta video þannig ég ætla að skella öðru myndbandi hingað með sem ég held að kannski færrum myndir gruna að væri eftir Michel Gondry.
"You name it, we shoot it!" Myndin fjallar um félagana Mike (Mof Def) og Jerry (Jack Black) og líf þeirra í New Jersey. Mike vinnur á myndbandaleigunni Mr. Fletchers (Danny Glover) Be Kind Rewind sem leigir BARA vhs spólur og Jerry vinnur á bílverkstæði hinum megin við götuna. Til að bjarga búðinni fer Mr. Fletcher í "könnunarleiðangur" til að skoða hvernig hann getur aukið viðskiptin og lætur Mike stjórna á meðan hann er í burtu. Það er skemmst frá því að segja að þegar Mike og Jerry ætla að fara að eyðileggja rafmagnsverið í götunni lendir Jerry í því hræðilega slysi að segulmagnast og eyðileggja þannig, algjörlega óvart, allar spólurnar á leigunni. Í örvæntingu sinni ákveða félagarnir að endurgera Ghostbusters til að gamall fastakúnni kvarti ekki í Mr. Fletcher. The rest is history.
Miðað við Michel Gondry mynd var Be Kind Rewind ótrúlega straight forward. Lítið sem ekkert flakkað í tíma og sagan í rauninni frekar einföld en þrátt fyrir það eru öll klassísku Michel Gondry einkennin til staðar.
Úr færlsunni um The Science of Sleep:
Mér fannst þess vegna mjög gaman að sjá hvernig stílbrögð hans sem leikstjóra kom sterkt í gegn í myndum hans. Í báðum myndum leikur hann sér mikið með liti og litasamsetningar. Stóri munurinn er þó sá að Eternal Sunshine.. inniheldur stórann og flókinn söguþráð (en skapar samt þetta flotta andrúmsloft) á meðan The Science of sleep hefur, eins og áður hefur komið fram, þennan rosalega einfalda söguþráð. Ég veit ekki alveg hvort ég fíla betur og sé í rauninni ekki neinn tilgang í að velja heldur.
Þetta er allt til staðar ennþá nema bara með ennþá einfaldari söguþráð. Eða ekki endilega söguþráð bara það að myndin er miklu "skiljanlegri" en aðrar Gondry myndir sem ég hef séð. Ekki þar með sagt að þetta sé bara einhver vella. Alls ekki. Þessi mynd er snilld. Ótrúlega skemmtileg.
Hvað leik varðar standa allir sem einhverju máli skipta sig mjög vel. Jack Black er bara Jack Black. Ef þú fílar hann yfirhöfuð þá er hann snilld í þessari mynd og Danny Glover leikur í einhverju almennilegu í fyrsta skipti í langan tíma. Ég man ekki eftir að hafa séð Mof Def leika áður en hann er ágætis rappar og stendur sig einmitt ágætlega hér. Það er í rauninni enginn að vinna einhvern leiksigur í þessari mynd. Enda algjör óþarfi. Þetta er jú í grunninn gamanmynd.
Eins og ég sagði í byrjun færslunnar þá var þetta eitt skemmtilegasta sunnudagsbíó sem ég hef séð lengi og ég mæli hiklaust með þessari.
Tónlist í kvikmyndum hefur lengi verið mér mjög hjartfólgin og er oft það fyrsta sem ég tek eftir í bíómyndum. Þar sem við erum að tala um hljóð og hljóðvinnslu í þessari viku fannst mér tilvalið að deila mínum hugmyndum um þetta. Ég er búinn að tala oft um ambience hljóð og fleira þannig í fyrri færslum þannig ég ætla að sleppa þeim alveg núna og einbeita mér að tónlistinni sjálfri. Já eða fjarveru tónlistar. Að mínu mati er nefnilega alveg jafn mikilvægt að vita hvar tónlistin á að vera og hvar ekki og að tónlistin sé góð. En ég kem nánar inn á þetta á eftir.
Hvaða máli skiptir tónlistin? Ég held að flestir geti verið sammála um mikilvægi þess að hafa tónlist í kvikmyndum. Þegar kvikmyndagerð hófst voru myndirnar í fyrstu, eins og allir vita, þöglar og því tónlistin stór hluti myndanna. Þá miðaðist tónlist sem mest við að túlka líðan og tilfinningar persónanna í myndinni og þá sérstaklega aðalpersónunnar. Tónlistin var því hröð þegar persónan hljóp, hugljúf þegar hana dreymdi og ógnvekjandi þegar hún lenti í klípu. Hlutverk tónlistarinnar er ennþá nokkuð svipað en áherslurnar hafa breyst mikið. Núna miðast tónlist oftast við að búa til andrúmsloft í annaðhvort atriði eða því sem er orðið nokkuð algengt núna undanfarið heilu bíómyndanna. Þetta er þó ekki eina hlutverkið heldur hefur tónlist þann ótrúlega mátt að geta magnað upp nánast hvaða tilfinningu sem er, hvort sem það er gleði, sorg, ótti eða hlátur. Dæmin eru endalaus. Lokaatriðið í Requiem for a dream, Ecstacy of gold í endann á The Good the Bad and the Ugly og til að taka nærlægara dæmi: endaatriðið í Juno. Tónlistin setur andrúmsloftið og magnar það þannig að maður getur virkilega samsvarað sig með persónu bíómyndarinnar. Það ætti því að vera dagljóst að tónlist er órjúfanlegur hluti góðra bíómynda.
Munurinn á Soundtrack og Score Mig langaði aðeins að koma þessari skilgreiningu með því ég hef oft vellt þessu fyrir mér og fannst tilvalið að leita svara við gerð þessarar færslu. Munurinn er satt best að segja sáralítill en af því sem mér skildist þá er orðið Score notað um tónlist sem er saman í kringum myndina til dæmis stef sumra bíómynda og svona lítil skiptistef. Soundtrack er síðan víst notað um "lögin" í myndinni þ.e. þá tónlist sem gæti alveg staðið ein og sér sem lag. Soundtrack er síðan notað líka þegar talað er um tónlist úr bíómynd sem gefin hefur verið út á geisladisk. Bæði þessi hugtök geta víst átt um frumsamda tónlist annað en ég hélt alltaf. Munurinn er samt sáralítill og ég held að ég haldi mig bara við að tala alltaf um soundtrack hvort heldur sem átt er við eiginlegt soundtrack eða score.
Algengasta gerð kvikmyndatónlistar Algengasta gerð kvikmyndatónlistar þ.e. sú sem við heyrum oftast er sú sem prýðir flestar allar Hollywood myndir. Það sem ég meina með þessu er í rauninni myndir þar sem öll tónlistin er spiluð af stórri sinfóníuhljómsveit og er í flestum tilfellum alveg ótrúlega óáhugaverð. Ég er ekki að gagnrýna neitt en það geta allir ímyndað sér tónlistina í "How to lose a guy in 10 days" og "Notting Hill". Þetta er bara einhver svona klysja sem er "auðvelt" eða gera. Það er, menntaðir tónsmiðir eiga ekki í miklum vanda með að skella í eitt þannig soundtrack. Þrátt fyrir þetta allt saman eru nokkrir meistarar í Hollywood sem skara framúr hvað varðar gerð tónlistar í þessum dúr og gera það virkilega, virkilega vel.. Þá detta mér strax í hug Howard Shore, sem ég minntist á í færslunni um Eastern Promises, og gamla góða John Williams. Ég ætla bara að nefna tvö dæmi um myndir sem þessir menn hafa komið að og tónlistin er sérstaklega góð í.
Howard Shore - Lord of the Rings I-III Þessi maður hefur samið tónlist fyrir alveg glás af bíómyndum en ég tek Lord of the Rings trilógíuna sem dæmi þar sem ég held að nánast allir hafi séð þessar myndir. Tónlistin er í raun frekar hefbundin fyrir Hollywood mynd (ég veit að þetta er mjög vafasamt term yfir LOTR en það sem ég meina er að þetta sé svona vinsæl stórmynd) en hún nær einhvernvegin algjörlega að fanga stemmninguna í sögum J.R.R. Tolkien og verður aldrei klysjukennd. Þetta er aftur á móti ein epískasta kvikmyndatónlist sem ég hef heyrt og nægir að benda á aðalstef myndanna því til sönnunar. Howard Shore hefur m.a. komið að The Silence of the lambs, Ed Wood, Se7en, High Fidelity, The Departed og The Aviator.
John Williams - Star Wars John Williams er maðurinn á bak við "The Imperial March" og alla hina Star Wars klassíkerana. Ég held að það geti lang flestir sönglað að minnsta kosti eitt stef út Star Wars myndunum. Svo þekktar eru þær. Þessi maður hefur unnið við svo margar stórmyndir að það er nánast ekki hægt að festa tölu á þetta allt saman. Dæmi: Jaws, Superman, E.T., Jurasic Park, Indiana Jones, Schindler´s list og Harry Potter. Hann hefur auk þess samið þemalag Ólympíuleikanna hvorki meira né minna en fjórum sinnum. The American Film Institute segir soundtrackið í Star Wars sé það best sem nokkurtíman hefur verið samið. Beat that!
Öðruvísi tónlist í kvikmyndum Hér erum við komin að því sem ég hef sérstaklega gaman að: myndir sem bjóða upp á tónlist sem er aðeins utan "normsins". Ég hef mjög gaman að því þegar það er pælt aðeins meira í tónlistinni heldur en að setja bara hvern sem er í verkið. Sérstaklega finnst mér þó gaman þegar hljómsveitir eru fengnar til að semja alveg heilt soundtrack fyrir bíómynd. Það gefur svpna heildarstíl yfir tónlistina sem ég hef bara ekki fundið annarsstaðar. Það eru samt sem áður alveg endalaus dæmi um myndir með góðri og velútpældri tónlist en mig langar að taka svona það sem mér er efst í huga þegar ég hugsa um svona alternitive tónlist í bíómyndum.
1. Jonny Greenwood - There Will Be Blood Jonny Greenwood er gítar- og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Radiohead. Það sem gerði mig einna mest spenntar fyrir þessari mynd var staðreyndin að hann semdi tónlistina (fyrir utan allar hinar augljósu ástæðurnar). Ég held alveg örugglega að þetta sé í fyrsta skipti sem hann gerir eitthvað þessu líkt en þetta heppnast alveg þrælvel hjá honum. Tónlistin er reyndar ekki allra og sellóleikarinn sem sat við hliðina á mér í bíóinu fannst þetta svolítið eins og maður að búa til klassískt-inblásna tónlist án þess þó að búa yfir neinni sérstakri þekkingu á því hvaða hljóðfæri hljómuðu vel saman og þar fram eftir götunum. Ég get svosem alveg verið sammála þessu. Tónlistin byggist mest á strengjahljóðfærum og alls kyns ásláttarhljóðfærum. Það sem mér fannst sérstaklega töff var hvernig tónlistin flakkaði rosalega mikið hvað hljóðstyrk varðar. Ég mæli eiginlega bara með því að þið kíkið á þessa mynd og pælið aðeins í tónlistinni á meðan.
2. Air - Virgin Suicides Þetta er ógeðslega töff. Þeir sem hafa heyrt í Air geta velt fyrir sér hvernig nokkrum manni gat dottið í hug að láta þá semja tónlist fyrir mynd sem heitir Virgin Suicides. Tónlistin í myndinni er í rauninni ekki langt frá því sem Air gera venjulega þó þeir séu kannski á örlítið drungalegri nótum. Margir kannast örugglega við lagið "Playground Love" en það er einmitt úr þessari mynd. Stefið er síðan notað oft í allskonar útgáfum í gegnum myndina. Vel þess virði að tjékka á.
3. Svartur köttur, hvítur köttur Þessi mynd er svo ótrúlega góð. Ég man eftir að hafa séð hana í bíó þegar ég var 10 eða 11 ára og ég man ennþá eftir henni. Það sem situr þó fastast í mér er tónlistin. Hún er vægast sagt geðveik. Allir sem hafa minnsta áhuga á Balkan tónlist ættu að tjékka á þessu. Þetta eru mennirnir á bakvið þessa snilld: Nele Karajlić, Voja Aralica, Dejo Sparavalo. Ég þekki reyndar engan af þeim og held að þeir hafi ekki neitt merkilegt síðan. Ég komst reyndar að því með hjálp Wikipedia að Nele Karajlić "is a Serbian rock and roll musician, composer, actor and television director." Magnað.
Engin tónlist Það magnaða við tónlist er að það er ekki aðeins gæði tónlistarinnar sjálfrar sem skiptir máli heldur skiptir staðsetningin í myndinni líka gríðarlega miklu máli. Það að klippa á tónlistina eða hafa enga tónlist í ákveðnu atriði getur kallað fram nákvæmlega sömu hughrif og tónlist. Hver kannast ekki við það að vera að horfa á hryllingsmynd og svo allt í einu er grafarþögn og þú heyrir í sjálfum þér anda og spennast upp. Annað frábært dæmi um eitthvað svona er brotið sem við horfðum á úr The Godfather í tímanum á mánudaginn. Tónlistin (sem var eins og Siggi sagði okkur um daginn púsluð saman út A og B stefjum) byggði upp spennuna í atriðinu en um leið og hesthausinn sést og öskrin byrja þá er klippt á tónlistina. Þetta eykur mjög mikið áhrifin. Bæði það að öskrin hefðu ekki heyrst jafn vel með tónlistina í bakgrunninum og líka það að það hefði verið fáránlegt að halda áfram með tónlistina því að atriði nær algjörum klímaxi við öskrin og því fáránlegt að ætla að byggja upp spennu á meðan eða strax eftir á. Annað gott dæmi er eiginlega bara öll A History of Violence myndin. Það er alveg rosalega lítil tónlist í henni. Mér finnst það einmitt vera helsti kostur hennar. Myndin líður hjá í makindum og svo allt í einu gerist eitthvað rosalegt og þá fylgir tónlistin með. Skortur á tónlist getur því verið alveg jafn magnaður og góð tónlist. Hér er síðan brot úr annarri færslu sem ég skrifaði fyrir jól þar sem ég tek svipað dæmi úr meistaraverkinu The Thing:
Stefið mig langar að tala um kemur fram á ýmsum stöðum í myndinni t.d. í byrjuninni þegar Kurt Russel og félagar fara að kanna norsku rannsóknarstöðina og í atriðinu þar sem þeir eru að gera blóðprufuna (sem er svona by the by eitt mest spennandi atriði sem ég man eftir, þið sem hafið séð þessa mynd hljótið að vera sammála mér). Stefið er í raun bara einn tónn og trommusláttur undir. Kemur svona eins og taktfast bank eða "thud" en nær á einhvern hátt sem mér er ómögulegt að útskýra að byggja upp alveg ótrúlega spennu. Ég fór reyndar að pæla í því eftir á að það er kannski ekki bankið sjálft sem er svona ógnvekjandi heldur þögnin á milli þeirra. Ég veit reyndar ekki alveg hvert ég er að fara með þá pælingu en það er oft raunin að þögn gerir meira en hávaði.
Uppáhalds tónskáldin mín Fyrstan langar mig að nefna meistarann Yann Tiersen. Hann er meistarinn sem gerði tónlistina í Amelie og Goodbye Lenin! Þessi maður spilar á ALLT! Gítar, trommur, píanó, bassa, harmonikku, fiðlu ... bara allt! Enda er mjög fyndið að kíkja inn í diskana hans og sjá "Yann Tiersen: Everything". Tónlistin er í eðli sínu rosalega svona frönsk og þjóðlagakennd. Það sem mér finnst samt skemmtilegast við Yann Tiersen, fyrir utan það hvað tónlistin hans er ótrúlega flott bara stök, er hvað tónlistin smellpassar alltaf í myndirnar. Það er sama hvort hann er að gera tónlist fyrir hugljúfa franska mynd (Amelie) eða mynd sem gerist í kringum fall Berlínarmúrsins (Goodbye Lenin!) þetta passar alltaf fullkomlega við. Ég held að flestir kannist við aðalstefið úr Amelie en ef ekki kíkið á þetta hér að neðan (reyndar ekki úr Amelie en mjög flott). Það ætti kannski líka að minnast á það að hann gerði geðveikan geisladisk með söngkonu sem heitir Shannon Wright sem ég mæli með að fólk kíki á.
Næstan skal nefna Danny Elfman. Ef þú hefur einhvertíman horft á sjónvarp eða horft á bíómynd held ég að ég geti sagt með nokkurri vissu að þú hafir heyrt í Danny Elfman. Hann samdi meðal annars Simspons-þemalagið (ég hugsa að það sé frægasta þemalag í heimi) og Desperate Housewives-byrjunarstefið. Hann hefur líka gert tónlist við ótal bíómyndir t.d. Red Dragon og Good Will Hunting. Ást mín á honum er þó nátengd ást minni á Tim Burton. Danny Elfman gerir tónlistina í nánast öllum myndum Tim Burtons. Og það ótrúlega er að hún er alltaf jafn ótrúlega góð. Músíkin hans hefur alltaf yfir sér svona ævintýrakeim og þess vegna finnst mér hún passa svo fullkomlega við myndir Tim Burtons. Samstarf þeirra tveggja má finna í t.d. : Big Fish, Edward Scissorhands, Nightmare Before Christmas, Corpse Bride, Batman og Batman Returns.
Gegnumgangandi stef Mig langar svona rétt í lokin að tala aðeins um stef sem eru gegnumgangandi í gegnum heilu bíómyndirnar og áhrifin sem þau geta haft. Það sem gerir endurtekið stef magnað er það að stefið er iðulega spila nokkrum sinnum á vendipunktum í myndinni og þá oft á tíðum í mismunandi útsetningum. Dæmi úr gamalli færslu um El Labirinto del Fauno:
Í byrjun myndarinnar þegar mæðgurnar eru á leið sinni til Capitán Vidal í hestvagninum þá er "aðalstefið" í myndinni undir. Það minnir svolítið á einhverskonar vögguvísu, rosalega angurvært og fallegt, spilað af einhverri lítilli sinfóníusveit. Svo þegar þær stoppa og Ofelia fer út og setur brotið úr styttunni aftur á réttan stað þá kemur nákvæmlega sama stef nema spilað mjög djúpt á kontrabassa svo að merking stefis breytist gjörsamlega úr því að vera fallegt yfir í að vera drungalegt. Guillermo er að vinna rosalega mikið með svona pælingar í myndinni sem mér finnst frábært.
Þetta er ein áhrifaríkasta leiðin til að vekja hughrif fyrir tónlist hjá áhorfandanum.
Tökum dæmi:
Ég held að flestir ættu að kannast við aðalstefið úr Brokeback Mountain. Ef ekki þá skiptir það ekki svo miklu máli. En allavega, þetta mjög svo fallega stef kemur fyrir nokkrum sinnum í myndinni og þá alltaf á einhverskonar vendipunkti í myndinni. Þetta kemur t.d. fyrst þegar þeir átta sig á tilfinngum sínum í garð hins og virkar þá rosalega hugljúft og fallegt. Stefið kemur síðan aftur seinna í myndinni þegar þeir átta sig á að þeir geti aldrei verið saman og þá er þetta hugljúfa stef, þó svo að það sé tæknilega séð alveg nákvæmlega eins, orðið alveg ótrúlega sorglegt. Það eina sem hefur breyst eru aðstæður persónanna í myndinni.
Svipað dæmi má taka úr eðalmyndinni Requiem for a Dream.
Vonandi höfðuð þið gaman að þessum hugleiðingum mínum.
"My movie is not about Vietnam, my movie is Vietnam."
Það er ágætt kannski að fjalla örstutt um þessa mynd sökum þess hve fámennt var í síðasta sýningar-tima.
Ég held að það viti flestir um hvað myndin fjallar en hún rekur gerð Francis Ford Coppola á stórvirkinu Apocalypse Now. Það vægast sagt fór allt úrskeiðis. Tökum seinkaði gríðarlega og urðu á endanum 268 daga. Þá erum við bara að tala um upptökurnar. Myndin kom ekki út fyrr en tveimur og hálfu ári seinna. Þannig það hefur örugglega verið alveg jafn mikið maus að klippa þessa mynd og það var að taka hana. Fyrir utan það hvað tökunum seinkaði mikið komu upp margskonar aðrir erfileikarar. Í fyrsta lagi voru aðstæðurnar náttúrulega skelfilegar. Ógeðslega heitt og rakt í miðjum frumskógi. Enda voru flestir þeirra sem unnu myndina mjög svo léttklæddir. Coppola var t.d. mestmegnis ber að ofan í þessari heimildarmynd. Síðan fékk Martin Sheen hjartaáfall (sem seinkaði tökum um rúman mánuð), Harvey Keitel var einmitt skipt út fyrir Martin Sheen eftir að tökur hófust, Monsún-stormur skall á tökuliðið og stór hluti leikmyndanna eyðilagðist og svo til að bæta gráu ofan á svart mætti Marlon Brando, hæstlaunaðasti leikari myndarinnar, akfeitur á tökustað. Svo feitur að Coppola bauðst til að breyta karakternum hans. Hann tók það reyndar ekki í mál og lét alla bíða á meðan hann "stúderaði" karakterinn sem hann átti að leika. Á fullum launum af sjálfsögðu. Svo var hann ekki einu sinni búinn að lesa bókina sem myndin er byggð á. Hann vissi í rauninni ekkert hvað hann var að gera þarna. Ég hefði rekið manninn á stundinni.
Martin Sheen að fá hjartaáfall.
Mér fannst þessi hemildarmynd alveg helvíti góð bara. Hún var í rauninni ótrúlega lík myndinni bara. Ótrúlega þrúgandi andrúmsloft og allt gengur á afturfótunum. Það verður seint sagt að Apocalypse Now sé skemmtilegasta og/eða minnst langdregna mynd í heimi en hún nær að skapa rosalega sérstakt andrúmsloft sem skilaði sér mjög vel í heimildarmyndina. Kannski þetta sé ástæðan fyrir því að hún er af mörgum talin besta heimildarmynd allra tíma. Ég get svo sem ekki tekið afstöðu til þess. En hún var ansi skemmtileg.
Það sem mér fannst samt skemmtilegast við hana var það að efninu í henni var mestmegnis safnað af konu Coppola, Elenor. Þetta gefur ótrúlega svona skemmtilega og persónulega innsýn inn í myndina. Það varð líka alveg átakanlegt að hlusta á Coppola tala um að hann ætti bara að skjóta sig í hausinn því hann "vissi" að hann væri að gera lélega mynd.
Hvað sem því leið þá endaði myndin samt sem áður á því að sanka að sér verðlaunum m.a. tveimur Óskarsverðlaunum.
Þetta er svo geðveikt!
Mér man eftir tveimur sérstaklega skemmtilegum quote-um í þessari mynd. Það fyrra man ég ekki hver lét út úr sér en þegar það var verið að tala um hversu psychadelískt Víetnam stríðið hafi verið og allir hefðu verið að droppa sýru og eitthvað:
"The Vietnam war was a rock and roll war"
Það seinna er minnir mig bara ein af fyrstu setningum myndarinnar þar sem Coppola er á einhverskonar blaðamanna fundi held ég og líkir gerð myndarinnar við það sem hermennirnir í stríðinu sjálfu lenntu í:
There were too many of us, we had access to too much equipment, too much money, and little by little we went insane.
Í heildina séð góð og vönduð mynd sem nær andrúmsloftinu í Apocalypse Now rosalega vel.
Þessi mynd virtist einhvernvegin fara alveg framhjá mér þegar hún kom bíó. Man ekki einu sinni eftir að hafa séð trailerinn. En eins og svo oft áður fá myndir svona "second hype" þegar þær, eða einhver tengdur þeim, er tilnefndur til óskarsverðlauna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Viggo Mortensen tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þessari mynd, og það skiljanlega. Maðurinn er meistari.
Myndinni er leikstýrt af Kanadíska leikstjóranum David Cronenberg sem einmitt leikstýrði einnig myndinni A History of Violence, sem mér fannst alveg frábær og sportar meira að segja sama aðalleikara og Eastern Promises. Ég renndi yfir listann af bíómyndum sem þessi gæi gefur gert og fann ekkert sem ég þekkti eða hef séð nema þá myndina The Fly síðan 1986. Þar leikur hinn geðþekki Jeff Goldblum breytist í flugu (?).
En nóg um það. Myndin hefur fengið heilmikla athygli fyrir rosalegt plot-twist, ofbeldið og þykir sína mjög svo raunverulega mynd af undirheimum rússnesku mafíunnar, þar á meðal notkun myndarinnar á rússneskum fanga og mafíutattúum, sem var eitt af því sem gerði þessa mynd ógeðslega töff og ég mun koma inn á eftir.
Nikolai ógnar frænda Önnu, Stepan. Fokking hardcore.
Naomi Watts leikur rússneskt ættuðu ljósmóðurina Önnu sem vinnur á spítala í London. Dag einn kemur Tatíana, ung, ólétt, stelpa inn á mótökuna í mjög slæmu ásigkomulagi. Hún síðan deyr rétt eftir að hafa fætt barnið. Anna finnur dagbók og nafnspjald veitingastaðsins Trans-Siberian í fórum stelpunnar og leitar einhvers til að þýða dagbókina. Hún kemur við á veitingastaðnum og ætlar að gá hvort að einhvert samband sé þarna á milli. Þar hittir hún fyrir indæla veitingahúsaeigandann Semyon, leikinn af Armin Mueller-Stahl, sem býðst til að þýða dagbókina fyrir hana. Það sem Anna veit ekki er að Semyon er einn af höfuðpaurum rússnesku mafíunnar í London og að hann og hinn drykkfeldi sonur hans Kirill, leikinn af Vincent Cassel hafa misnotkað Tatíönu og neytt hana til þess að stunda vændi. Karakter Viggo Mortensens, Nikolai Luzhin, vinnur síðan fyrir glæpagengi Semyons Vori v zakone (Thieves In-Law) sem bílstjóri fjölskyldunnar og er einkavinur Kirills. Anna fær að lokum rússneskan frænda sinn til að þýða dagbókina og kemst að hinu sanna. Hvernig fer?
Tými ekki að segja meira. Plot-twistið er ekkert sérstaklega nýstárlegt en það kemur manni algjörlega að óvörum og virkar alveg einstaklega vel. Mig langar samt að tala nánar um nokkra hluti við myndina sem mér fannst gera hana að því sem hún var.
Ofbeldið Ofbeldi er kannski ekki alveg rétt orð en það var það eina sem mér datt í hug. Það sem ég á við hvað öll myndin er ótrúlega grafísk. Stílinn, hvað þetta varðar, er í raun ótrúlega líkur þeim sem var gegnumgangandi í A history of Violence. Það er bara ekki venjulegt í bíómynd að það sé sýnt ótrúlega vel þegar fingurgómar eru klipptir af mönnum eða þegar fólk er skorið á háls. Mér persónulega fannst þetta mjög töff. Ógeðslega brútalt en mjög töff. Fyrir utan þetta er allt raunverulegt ofbeldi alveg ótrúlega, ótrúlega ... tja .. raunverulegt! Eitt af klímöxum myndarinnar þegar Viggo Mortensen bertst við tvo Tjétjénska bræður, kviknakinn, í baðhúsi. Ógeðslega töff.
Því miður leyfir youtube mér ekki að embed-a þetta þannig þið verðið bara að ýta á linkinn ef ykkur langar að sjá þetta. Ég vara ykkur samt við. Þetta er einn af hápunktum myndarinnar og ástæða þess að ég set þetta hérna er sú að þeir sem hafa áður séð myndina geti rifjað þetta fokking klikkaða atriði upp.
Tónlistin Meistainn Howard Shore sér um tónlistina í myndinni. Nafn þessa manns er í raun bara orðinn eins og einskonar gæðastimpill á bíómyndir sem hann tekur þátt í. Hann hefur verið lengi í bransanum og samið tónlist fyrir fullt af eðal bíómyndum á borð við: Lord of the Rings I-III, The Aviator og A History of Violence. Tónlistin er í raun bara ótrúlega mikið í stíl við myndina. Mjög mikil rússnesk eða Austur Evrópsk áhrif. Balalaikur, harmonikkur og strengir. Allt saman mjög töff og passar fullkomlega við myndina. Ef þið horfðuð á klippuna hérna að ofan er smá sýnishorf að finna þar.
Tattúin Ég hef núna undanfarin ár verið mikill áhugamaður um tattú og man eftir að hafa einhvertíman rambað inn á síðu um rússnesk fanga tattú á wikipedia og fundist mjög áhugavert. Líf rússnesks fanga og/eða mafíumeðlims er ritað á líkama hans í tattúum. Það er ekki bara myndefnið sem skiptir máli heldur líka staðsetningin. Til dæmis tákna stjörnur á hnjánum að sá hinn sami þurfi aldrei að krjúpa fyrir neinum, kettir eru tákn fyrir þjófa og mörg tattú eru notuð til að tákna hversu mörg ár sá hinn sami hafi setið inni.
Tattúin voru gerð með þeim áhöldum og efnum sem voru við hendi í rússneskum fangelsum. Oftast voru þetta nálar og rakvélablöð og bleki sem búið var til úr pissi, sóti af brenndum skóhælum og sjampói. Eins og gefur að skilja voru sýkingar mjög algengar og leiddu jafnvel til dauða.
Ef einhver er staðinn að því að vera með tattoo sem hann á ekki skilið, þ.e. sem gefa ef til vill til kynna að hann hafi verið hærra settur innan glæpasamfélagsins en hann raunverulega var, er hann látinn fjarlægja þau með því sem hendi er næst t.d. sandpappír, glerbrotum eða rakvélablöðum. Því næst er hann barinn til bana af samföngum sínum (þ.e. ef um fanga var að ræða. Þetta var samt sem áður mjög svipað í rússnesku mafíunni enda flestir í henni fyrrverandi fangar).
Mér finnst þetta gefa myndinni svo ótrúlega mikla dýpt og tattúin eru mjög mikilvægur hluti myndarinnar. Atriðið þar sem Nikolai er á fundi með mafíuforingjum London er t.d. mjög, mjög töff. Þetta líka gefur karakterunum öllum svo mikið backstory. Mér finnst þetta algjörlega ómissandi hluti af myndinni.
Hreimurinn Eins og við mætti búast sporta allir leikararnir, sem leika Rússa, rússneskum hreim. Kannski var það vegna þess að ég kannaðist aðeins lítillega við flesta leikarana, nema náttúrulega Viggo okkar, að þessi hreimur fór ekki vitund í taugarnar á mér og ég trúði því í rauninni algjörlega að allir þessir leikarar væru bara Rússar. Þó fannst mér Vincent Cassel sem leikur Kirill alveg frábær. Ég var handviss um að hann væri að minnsta kosti frá Austur-Evrópu og brá því allsvakalega þegar ég komst að því að hann franskur! Það fór í píííínulítið í taugarnar á mér að hlusta á Viggo Mortensen tala með rússneskum hreim en það hvarf eftir fyrstu mínúturnar (enda var hann með helvíti fínan hreim).
Niðurstaða Frábær mynd í alla staði. Viggo Mortensen fer á fokking kostum og sannar enn of aftur afhverju hann er einn virtasti leikari samtímans. Það er greinilegt að hann hefur virkilega sökkt sér ofan í karakterinn og það skilar sér margfalt. Vincent Cassel koma mér líka skemmtilega á óvart. Hann fór frábærlega með erfitt hlutverk. Naomi Watts hefði svo sem getað vera hvaða ljóshærða gella í heiminum. Hún leggur í raun ekki mikið til myndarinnar, leiklega séð, en eyðileggur heldur ekki neitt. Hún er alveg sannfærandi í hlutverki sínu en gerir engar gloríur.
Ég get hiklaust mælt með þessari mynd. Hún kom mér heldur betur á óvart!
Ég veit ekki alveg hvort að þessi færsla flokkist beint undir það sem við eigum að vera að gera á þessu bloggi en ég meina tónlistarvideo eru náttúrulega kvikmyndagerðarlist út af fyrir sig. Þau bestu eru meira að segja á við mjög góðar stuttmyndir. Ég ákvað því að láta vaða.
Ég verð reyndar að viðurkenna áður en lengra er haldið að ég er búinn að vera með þessa færslu í maganum í alveg heillangan tíma. Ég er algjör tónlistarnörd eins og flestir sem ég þekki geta vottað og þar af leiðandi hef ég alltaf haft alveg einstaklega gaman að því að horfa á tónlistarvideo. Þess vegna fannst mér það tilvalið að gera færslu um þetta efni. Ég í raun gaf sjálfum mér afsökun til að horfa á eitthvað í kringum 80-90 tónlistarvideo á youtube. Bæði reyndi ég að muna eftir tónlistarvideoum sem mér hafði fundist sérstaklega flott og svo fór ég líka í gegnum nokkra svona "Best music videos ever" lista og skoðaði það sem mér fannst áhugavert. Ég endaði síðan með alveg einhver 40 tónlistarvideo sem mér gat dottið í hug að setja inn á Topp 10 listann minn. Það, eins og alltaf þegar ég þarf að gera topp lista, endaði með skelfingu. Ég var í fleiri, fleiri daga að ákveða hvaða video ættu að vera þarna. Það er fyrst núna sem ég er orðinn sáttur með hann.
Það var eitt sem mér fannst áhugavert og fannst þess vert að minnast á áður en ég byrja þessa niður talningu. Það er hversu oft það gerðist að sama hljómsveitin átti mörg geðveikt tónlistarvideo. Radiohead til dæmis eiga alveg heeeelling af geðveikum tónlistarvideoum. Sömuleiðis eiga Interpol, Sigur Rós, Wu-Tang Clan (þá sérstaklega Gravel Pit!), Björk og Efterklang alveg glás af flottum tónlistarvideoum.
Hér eru nokkur sem voru rétt við það að komast inn á listann: Feist - 1, 2, 3, 4. OK GO - Here it goes again Hop Chip - Boy from school Radiohead - There There Interpol - Slow Hands Weezer - Buddy Holly Efterklang - Mirador Sigur Rós - Viðrar vel til loftárása Radiohead - Street Spirit Justin Timberlake - My Love Enrique Iglesias - Do You Know? (The Ping Pong Song)
En að listanum, gjöriði svo vel:
10. UNKLE - Burn My Shadow
Uppáhalds tónlistarvideoin mín eru oftast þau sem annaðhvort segja einhverja töff sögu, hvort sem hún tengist laginu beint eða ekki, eða þar sem hljómsveitin er sýnd spila lagið sjálf. Þetta video finnst mér alveg ótrúlega töff. Þetta er í raun eins og bara ótrúlega góð stuttmynd um mann sem vaknar upp með einhvern niðurteljara á brjóstkassanum og veit ekkert hvað er í gangi. Óttinn og spennan síðan stigmagnast með laginu og ná síðan alveg ótrúlega töff klímaxi undir lokin í mjög töff pönuðu slowmotion skoti. Það er hann Goran Visnjic góðkunningi þeirra sem fylgdust með Neyðarvaktinni eða ER þegar það var og hét (eða er það ennþá í gangi?) sem leikur aðalhlutverkið.
9. Fatboy Slim - Weapon of choice
Mér þykir nú reyndar ekkert sérstaklega vænt um þetta lag, þó það sé svo sem ágætt, en það er video-ið sem mér finnst algjörlega frábært. Það snýst bara um það að sýna Christopher Walken dansa á einhverjum geðveikt fancy hóteli. Þetta bara steinliggur. Eiginlega ekkert meira um það að segja. Þessi maður er bara svo ógeðslega töff. Þetta komment undir youtube video-inu segir eiginlega allt sem segja þarf:
"Christopher Walken = Win. Fatboy Slim = Win.
Both combined into one kick ass music video = Epic Win."
8. Beirut - Postcards from Italy
Þetta er eitt flottasta lag sem ég hef heyrt og það að þessi strákur hafi verið jafngamall okkur þegar hann samdi það er fokking ótrúlegt. Tónlist Beirut ber mikinn svona Austur-Evrópskan keim og þess vegna finnst mér video-ið passa svo fullkomlega við tónlistina. Video-ið sem slíkt er ekkert meistaraverk en það er hvernig tónlistin og myndirnar virka saman sem gerir þetta svona frábært. Video-ið sýnir bæði svona gömul og stundum nánast ónýt myndskeið sem passa að texta lagsins en einnig sýnir það Beirut sjálfan (rétt nafn Zach Condon) að leika sér á hjólabretti og chilla með kærustunni sinni. Algjörlega áhyggjulaust líf, í anda lagsins, alveg þangað til í endan. Tjékkið á þessu.
7. Jenny Wilson - Let my shoes lead me forward
Alltaf þegar ég sé þetta video þá hugsa ég: "Fokk! Hver nennir þessu!". Ég hef lengi verið mjög hrifinn af stop-motion tækninni þó svo að ég hafi aldrei látið á það reyna að gera eitthvað með henni. Glöggir lesendur hafa jafnvel rekið augun í það að það eru tvær stop-motion myndir á listanum yfir myndir sem komast næstum því inn á Topp 10 Bíómyndalistann minn þ.e. Nightmare Before Christmas og Vincent. Hvað lagið varðar er þetta eina lagið með þessari gellu sem er eitthvað varið í. Ég sá hana líka á Airwaves í fyrra og beið allan tíman eftir þessu lagi og beilaði um leið og það var búið. En þetta er frekar töff finnst mér!
6. Converge - No Heroes
Ég held að ég geti sagt, án alls efa, að þetta sé epískasta tónlistarmyndband sem ég hef séð. Það er nú reyndar ekki mjög algengt að svona hardcore bönd geri yfirhöfuð video, hvað þá eitthvað í þessa líkingu þar sem þetta er greinilega svona frekar "high-budget" myndaband. Það er í raun engin saga í þessu video. Bara töff myndir af hljómsveitinni að spila í ógeðslega töff og creepy umhverfi. Myndabandið nær síðan epískum hápunkti þar sem söngvarinn öskrar "In my world of enemies I walk alone!" (2:21 min.).
5. Aphex Twin - Come to daddy
Ohh, fokk. Þetta video er svo ógeðslegt maður! Anskotinn. Ég fékk marthraðir eftir að ég sá þetta í sjónvarpinu í fyrsta skipti. Minnir að þetta hafi verið sýnt einu sinni eða tvisvar á Íslandi og síðan bannað. Ekki misskilja mig samt. Þetta er ekki ógeðslegt í þeirri meiningu að þetta sé eitthvað of graphic eða eitthvað. Þetta er bara svo ógeðslega fokking creepy. Fullt af litlum börnum, öll með andlit tónlistarmannsins (Richards D. James (Aphex Twin)) hlaupandi um í einhverjum svona enskum iðnaðarblokkkum. Æji horfið bara á þetta.
4. Radiohead - Just
Ég held að það séu fá tónlistarvideo sem sé meira talað um á netinu heldur en ákkurat þetta. Allt útaf endinum. Ég vil eiginlega ekki segja meira en þið ættum bara að tjékka á þessu. Cliffhangerinn í þessu tónlistarvideoi er betri en í flestum bíómyndum. Þetta sýnir bæði mjög töff leik og kvikmyndatöku. Það eru reyndar held ég bara einhverjir dudes sem fengu hugmyndina að þessu videoi og fórum með hana til Radiohead. Síðan var fenginn einhver ódýr leikstjóri til að leikstýra þessu en það bara kom svona helvíti vel út. En eins og ég segi þá vil ég eiginlega ekki segja meira því það spoilar þessu bara.
3. Blur - Coffee & TV
Nú er ég kominn að videoi sem ég held að margir hafi sé og ég veit að er rosalega vinsælt á svona Topp 100 "Best videos ever" listum. Ástæðan fyrir því er alveg ótrúlega einföld. Mjólkurfernan. Já ég sagði mjólkurfernan. Það er bara ekki hægt að elska ekki þessa yndislega mjólkurfernu sem leggur upp í leiðangur til að finnan týndan son fjölskyldunnar sem hún "býr" hjá. Þetta er bara svo skemmtilegt video. Svo sem ekkert byltingarkennt við það en það er bara svo frábært eitthvað.
2. UNKLE - Rabbit in your headlights
Ég þurfti í rauninni ekki að leita lengi áður en að ég vissi hvaða tvö myndbönd yrðu í efstu tveimur sætunum. Þetta eru þau myndbönd sem eru mér hvað minnisstæðust. Ég held að ég hafi bara verið búinn að sjá þetta video einu sinni eða tvisvar áður en ég lagðist í undirbúning fyrir þessa færslu. Samt sem áður var ég algjörlega viss um að það yrði annað hvort í fyrsta eða öðru sæti. Það var eiginlega ekki fyrr en ég fór að skrifa þessa færslu að ég ákvað röðina. Það sem mér finnst best við þetta video er hvað það er hægt að túlka það á ótrúlega marga vegu. Ég mæli með að ef fólk hefur yfirhöfuð einhvern áhuga á þannig pælingum að lesa kommentin fyrir neðan á youtube síðunni. Það eru líka einhverjar pælingar um þetta á wikipedia minnir mig. Mér finnst þetta bara svo magnað. Ég veit ekki alveg afhverju. Í sjálfu sér er þetta frekar atburðalítið video en það er eitthvað við það.
1. Björk - All is full of love
Þetta myndband og þetta lag er alveg rosalegt. Lagið til að byrja með er einstakt. Ekkert minna. Myndbandið er síðan, á einhvern mjög undarlegan hátt, það fallegasta, sorglegasta og það tilfinningaþrungnasta sem ég hef séð. Það er ekkert video sem hefur snert svona við mér. Það er á sama tíma skrýtið, grafískt og sexy. Algjörlega frábært. Ég vil í rauninni ekki segja eitt einasta orð um það en ég mæli með að allir sem nenna að lesa þetta færslu þó svo að þeir horfi ekki á öll videoin horfi á þetta. Þetta finnst mér vera kvikmyndagerðarlist í einu af sínu bestu formum. Tónlistin og myndin passa fullkomlega saman. Ég er búinn að horfa þetta video örugglega svona 10 sinnum og ég fæ alltaf gæsahúð.
Das leben der anderen Lion King Crouching tiger, hidden dragon Planet terror Se7en Resevoir dogs Edward Scissorhands Nightmare before Christmas City of god The Prestige Children of men Lord of the rings I-III Shawshank Redemption Mystic river Batman Begins The Shining Clockwork Orange American Beauty Lost in translation The Thing Vanilla Sky Brokeback Mountain Kill Bill I & II From dusk till dawn Vincent Eternal sunshine of the spotless mind Being John Malkovich The Big Lebowski Amelie The Departed Fargo No Country for Old Men